Félagsfundur um umhverfis- og loftslagsstefnu

Þann 7. júlí n.k., kl. 17:00-18:00 fer fram kynning á drögum að nýrri umhverfis- og loftslagsstefnu fyrir Pírata, en undirbúningur að henni hefur staðið yfir undanfarna mánuði. Í kjölfar kynningarinnar verða umræður og kosið um hvort setja beri stefnudrögin í kosningu á x.piratar.is. Ábyrgðarfólk fundarins er Andrés Ingi Jónsson og Valgerður Árnadóttir.

Stefnuna má finna hér: https://office.piratar.is/index.php/s/ssY6BLx2T5wdZxJ
Fundurinn fer fram á https://fundir.piratar.is/umhverfi
FB viðburður er hér: https://www.facebook.com/events/185625516847783

Frekar um stefnuna eins og henni er lýst í greinargerð:
Fyrir liggur framsýn stefna Pírata um aðgerðaráætlun í loftslagsmálum frá árinu 2016 sem nú sætir uppfærslu. Í aðdraga alþingiskosninga 2021 setja Píratar sér nýja og metnaðarfulla umhverfis- og loftslagsstefnu sem mætir þeim áskorunum sem baráttan við loftslagsvána hefur fært ríkjum heims. Í hinni nýju stefnu er einnig kveðið á um leiðir og aðgerðir er varða náttúruvernd, hringrásarsamfélagið, valdeflingu almennings í umhverfismálum og aðgerðir á alþjóðasviðinu. Með stefnunni er eldri stefna um aðgerðaráætlun Pírata í loftslagsmálum frá árinu 2016 felld úr gildi.

1 Like

Tökum þátt í að forða loftlasthörmungum
Grein á visir.is þar sem farið er yfir stjóru myndina varðandi losun gróðurhúsalofttegunda og hvað er til ráða.