Fyrir mitt leyti hef ég bara ekki meira að segja fyrr en meira konkret tillaga liggur fyrir. Að auki sýnist mér það vera útbreidd skoðun að fjármál flokksins í heild þurfi að vera á skýrari grunni áður en þetta verður að alvöru; ég myndi halda að þá ætti fókusinn að vera á þeim þættinum, en ekki á því hvað verði gert þegar fjármálin verða í lagi.
2 Likes
Hver er staðan á fjármögnun svæðisfélaga í dag? Er búið að velja formúlu, t.d. frjálsum framlögum skipt á milli svæðisfélaga í hlutfalli við meðlimafjölda og afgangur skatttekna, að frádregnum kostnaði móðurfélagsins, í hlutfalli við flatarmál starfssvæða félaganna?
1 Like
Nei, en það er starfshópur að starfa þessa dagana sem vonandi verður kominn með tillögur að einhverju slíku á næsta aðalfundi.
2 Likes