Félagsgjöld beint til aðildarfélaga

Ýmsar umræður hafa verið uppi um hvernig mætti efla aðildarfélög og hafa þá meðal annars komið upp hugmyndir um að félagsgjöld renni beint til aðildarfélaga. Teljið þið að þetta væri líklegt til árangurs og hvaða leiðir að framkvæmd sjáið þið fyrir ykkur?

2 Likes

Já það er alveg hægt að skoða það en hver á að innheimta þau? Ef aðildarfélögin ættu að gera það þá yrði það erfitt því þau hafa ekki einu sinni utanumhald um eigið félagatal í dag. Þannig að því þyrfti þá að breyta.

1 Like

Góð hugmynd. Ætti að framkvæma sem fyrst.

“Móðurfélagið” ætti að getað innheimt þetta og úthlutað bara til aðildarfélaga eftir félagatali.

1 Like

Ég myndi mæla gegn því, á ósköp einföldum grundvelli: Með því væri nánast engu markmiði náð öðru en því að færa einu aðildarfélagi langstærstan hluta fjármagnsins, og allir erfiðleikarnir við sanngjarna dreifingu innan þess félags sætu eftir.

Ég tel að það væri mun æskilegra að gefa aðildarfélögunum sem slíkum aukna aðkomu að almennri stjórn heildarfélagsins. (Og getum víð plííííís ekki notað hugtakið “móðurfélag”? Ef eitthvað lyktar af miðstýringu…)

2 Likes

Getur einhver sett tölur hingað inn til að fræða okkur hin? Hvað eru þetta háar upphæðir? Hvað eru margir félagsmenn í hverju félagi osfrv?

1 Like

Ég hef raunar ekki harðar tölur; ég veit bara nokkurnveginn hvernig íbúadreifing á Íslandi er, og að aðildarfélögin fylgja skiptingu í sveitarfélög (vegna sveitarstjórnarkosninga). Sú skipting er, vægast sagt, ójöfn, ekki síst í ljósi þess að áfallinn kostnaður við félagsatburði tengist oft fjarlægðum með mun beinni hætti heldur en þátttakendafjölda.
Upphæðirnar eru hinsvegar ekkert ofboðslegar. Ég bara held að það sé tiltölulega hægur vandi að leysa þetta með betri hætti en “flestir fá mest”. :slight_smile:

1 Like

@odin: Það er rétt eins og er. En ef fjármögnun færi eftir fjölda félaga, þá væri það hvati úti á landi til að skrá fleiri í félagið. Það væri þá eitthvað sem aðildarfélögin gætu sjálf gert til að auka veg sinn án þess að tala við neinn í Reykjavík. Ég myndi sjá það sem valdeflingu.

Það liggur í eðli hlutanna að Reykjavíkurfélagið sé stærst og auðvitað fengi það mest og eðlilega. Það er ekkert að því. Ég sé hugmynd Rúnars samt til þess fallna að gera félögum úti á landi getu til að taka fjármálin í eigin hendur. Miðstýring eða ekki, þá fer móðurfélagið (sem mér finnst bara sætt orð, persónulega) með fjárstjórnarvaldið í raun og er því miðstýring. Hugmynd Rúnars dregur úr henni eftir því sem ég fæ best séð.

En það eru nokkrar breytur í þessu. Í fyrsta lagi er spurning hvort það ætti að vera eitthvað lágmark fyrir skráð aðildarfélag, óháð meðlima. Slíkt gæti sérstaklega vegið upp á móti ósanngirninni sem @odin talar um, því þá fengju fámennari félög hlutfallslega meira, sem mér finnst alveg sanngjarnt þar sem það þarf væntanlega einhvern algeran grunn til að keyra félag óháð fjölda félagsmanna.

Önnur breyta er síðan bara hversu mikið þetta ætti að vera. Kannski er ekki alveg tímabært að fara út í það fyrr en hugmyndin er mátuð við raunveruleikann í fjármálum flokksins en mér hefur heyrst fólk hafa mjög skiptar skoðanir á því hverjar staðreyndirnar í þeim efnum séu.

4 Likes

Þetta tvennt stangast á. Ég var ekki eingöngu að benda á “eins og staðan er”, heldur að byggðamynstur á landinu leiðir óhjákvæmilega til þess að ef farið er beint eftir félagafjölda (sem er nákvæmt orðalag tillögunnar) verður yfirgnæfandi meirihluti þess fjármagns felldur beint til Reykjavíkurfélagsins.
Ég er ekki að andmæla því að eðlilegt sé að það félag hljóti mest fjármagn; það verður augljóslega alltaf stærst og þ.a.l. viðbúið að starfsemi þess verði einnig mest og fjárfrekust. Vandamálið er hins vegar að auk þess geta félögin á höfuðborgarsvæðinu, og þá sérstaklega í Reykjavík, notið góðs af starfsemi heildarfélagsins sem einfaldlega á ekki við annars staðar. (Sbr. Tortuga.) Þetta gerir spurninguna um sanngirni erfiðari. Það væri ákveðin nálgun að hafa einhverskonar basisviðmið, og umfram það sé skipt eftir formúlu; ég hef sjálfur talað fyrir því að svoleiðis nálgun verði tekin upp varðandi fjármagn sem stjórnmálahreyfingar fá frá ríkisvaldinu, og er ekki andvígur því innan flokksins.

Eins og staðan er núna endurspegla Píratar svolítið það sem mér þykir vera í grundvallaratriðum óæskilegt einkenni á fjárveitingarvaldinu hérlendis - miðjan á allt sem inn kemur, og aðrir verða að verja tilkall sitt til hlutdeildar hver gegn öðrum. Þetta þarf augljóslega að leysa einhvernveginn. Ég er hinsvegar á þeirri skoðun að til langframa sé æskilegra að aðildarfélögin hafi beina aðkomu að stjórn heildarfélagsins, m.a. með mögulegum útfærslum á breyttu fyrirkomulagi framkvæmdaráðs. Mögulegt aukið fjármagn til aðildarfélaganna er hægt að útfæra innan þess ramma, en ef við færðum þetta bara í að gefa aðildarfélögunum kaffisjóði er óvíst að neitt annað myndi breytast.

Ekki að ég sé að agnúast út í neinn, en … var ekki einmitt punkturinn með opnum fjármálum að gera kleift að eiga svoleiðis rökræður með betri gögnum? :stuck_out_tongue:

1 Like

Þessi umræða er mjög skammt á veg kominn en það litla sem við í Reykjavíkurfélaginu höfum rætt er að það þurfi að vega upp þann aðstöðumun sem við höfum gagnvart landsbyggðinni. Við búum svo vel að geta haldið alla okkar fundi í aðalstöðvunum án kostnaðar. Streymi er venjulega til að veita landsbyggðarfólki aðgang, ekki öfugt. Við sjáum þetta sem tækifæri til að veita aðildarfélögum á landsbyggðinni aðstoð til að róta sig almennilega.

2 Likes

Mér finnst það alveg meika sens líka. Eitthvað lágmark og síðan eitthvað per meðlimafjölda. Væntanlega yrði það, já, formúla. En erum við tveir þá ekki hreinlega að tala um sama hlutinn? Ég átta mig á því að upprunalega tillaga Rúnars er ekki nákvæmlega svona, en það er allt í góðu, svona umræður eru til að hamra tillögur til. Akkúrat núna á ég erfitt með að sjá muninn á því hvernig þú sérð þetta og ég sé þetta í sambandi við fjármögnunina.

Það að aðildarfélögin hafi beinni aðkomu að ákvarðanatöku finnst mér alveg meika sens, en ég held að það muni aldrei útkljá þessi fjármál snyrtilega. Það skarast líka svolítið við umræðuna um framtíð framkvæmdaráðs sem mér finnst annað og aðeins flóknara efni. Ef við hugsum bara um hvernig við getum gert aðildarfélögin sjálfstæðari gagnvart fjármagni einu og sér, þá sé ég enga galla við þessa tillögu. Hún er ekki á neinn hátt verri en það sem nú er, eftir því sem ég fæ betur séð, allavega gagnvart sjálfstæði aðildarfélaga sýnist mér hún ótvíræð styrking þeirra.

1 Like

Ég sé ekki að félagsgjöld til aðildarfélaga útiloki frekari styrki til minni aðildarfélaga jafnvel óháð stærð.

Ég sé hinsvegar miklu meiri likindi á að félagsfólk greiði gjöldin ef það veit að það rennur í litla blanka aðildarfélagið en ekki í stóru botnlausu tunnuna í rvk.

Þá gefur það aðildarfélögum líka frekari hvata til nýliðunar og halda í fólk.

3 Likes

Varðandi styrki eða framlög frá heildarfélaginu þá er hægt að fara ýmsar leiðir. Ég myndi telja réttast að upphæðinni yrði skipt til kjördæma eftir fjölda þingmanna flokksins í kjördæminu.

Önnur tillaga gæti þó verið eitthvað í takt við vinnulag ÖBÍ en þar fá aðildarfélög fulltrúa á aðalfund og framlög eftir logarithmískum aðferðum.

Úr lögum ÖBÍ:
"10. gr. Aðalfundarfulltrúar

Á aðalfundi eiga rétt til setu fulltrúar tilnefndir af hverju aðildarfélagi. Fjöldi fulltrúa hvers aðildarfélags ræðst af eftirfarandi:

  1. Félag með hundrað fullgilda félaga eða færri fær tvo fulltrúa.
  2. Félag með 101 til 1000 fullgilda félaga fær þrjá fulltrúa.
  3. Félag með 1001 til 2000 fullgilda félaga fær fjóra fulltrúa.
  4. Félag með 2001 til 3000 fullgilda félaga fær fimm fulltrúa.
  5. Félag með 3001 og fleiri fullgilda félaga fær sex fulltrúa."

Úr reglum ÖBÍ um styrki:
"1. Styrkir til grunnreksturs (sími, tölvukostnaður, heimasíða, ritföng, hefðbundin fundahöld með félagsmönnum o.fl.):
Félög geta sótt um rekstrarstyrki samkvæmt eftirfarandi:

  1. Félög með 100 félagsmenn eða færri geta sótt um 450.000 krónur.
  2. Félög með 101-500 félagsmenn geta sótt um 525.000 krónur.
  3. Félög með 501-1000 félagsmenn geta sótt um 675.000 krónur.
  4. Félög með 1001-1500 félagsmenn geta sótt um 900.000 krónur.
  5. Félög með 1501-2500 félagsmenn geta sótt um 1.200.000 krónur.
  6. Félög með 2501-3800 félagsmenn geta sótt um 1.500.000 krónur.
  7. Félög með 3801 eða fleiri félagsmenn geta sótt um 1.800.000 krónur."

Ath samt að hvert aðildarfélag ÖBÍ sér um að rukka sín félagsgjöld sjálft ef það vill rukka. Úthlutun ÖBÍ kemur frá tekjum af lottó og legst ofan á alla aðra fjáröflun sem félögin stunda

1 Like

Þau útiloka það ekki, en þau fela það heldur engan veginn í sér. Ég er ekki að hallmæla tillögunni á þeirri forsendu að hún sé vilhöll Reykjavíkurfélaginu á kostnað annarra félaga, heldur er ég að draga í efa að í þessu formi, þ.e., að félagsgjöld renni beint til aðildarfélaga, sé hún effektíf til að efla aðildarfélögin.

(Við skulum auðvitað líka halda einu til haga: Strangt til tekið innheimta Píratar ekki félagsgjöld; allar greiðslur til félagsins eru styrkir. Stærsta vandamálið fyrir aðildarfélög síðast þegar ég kom að viti að málum var snældugalin stjórnsýsla innan félagsins vegna vanhugsaðs lagaákvæðis um félagatalið, en það er kapítuli út af fyrir sig.)

Á stærstum hluta starfssvæðis þess aðildarfélags sem ég hef mest komið að (bæði að landsvæði og fólksfjölda, merkilegt nokk) er hægt að skipta virku stjórnmálastarfi í tvennt eða þrennt: Sjálfstæðisflokkinn, stundum Framsókn, og svo aðra. Þar sem skiptingin er ekki með þessum hætti eru yfirleitt tvö bæjarmálafélög, eða jafnvel bara eitt. Virkni þessara pólitísku félaga er svo að segja engin nema rétt í kringum sveitarstjórnakosningar; hún liggur meira að segja að mestu niðri í kringum Alþingiskosningar, því framkvæmd þeirra er nánast alfarið stjórnað frá miðjunni. Svæðisfélögin hafa þar af leiðandi engin raunveruleg áhrif nema í besta falli á það hvernig raðað er á lista fyrir sveitarstjórnarkosningar. Aukin fjárráð breyta þeirri dýnamík ekki. Hún breytist ekki nema aðildarfélögin fái mun beinni aðkomu að ákvarðanatöku innan félagsins. Það felur að minnsta kosti í sér að ekki verði brugðist við með hneykslan ef einhverjum dettur í hug að boða félagsfund annars staðar en í Reykjavík - en ég man eftir svoleiðis viðbrögðum í tvígang.

Hvernig ætti að höndla kjördæmi þar sem enginn þingmaður er? Stærsta kjördæmi landsins er með einn þingmann, og tvö næstu hafa engan. Fjarlægðir eru stór þáttur af kostnaði ef það á að leggja í eitthvað starf í þessum kjördæmum, og þær eru ekki háðar fjölda, hvorki þingmanna né kjósenda. Lendingin hjá @helgihg er mun snyrtilegri að þessu leyti.

Þegar stuðningur er háður þegar fyrirliggjandi styrk hefur hann engin áhrif önnur en þau að efla þá sem sterkir eru, og auka hlutfallslegan mun. Það er freistandi að hugsa að það borgi sig að setja stuðning þangað sem hann “skilar árangri”, en ef við tökum þá hugsun út til enda þá væri sennilega hagkvæmast að gera upp íslenska ríkið og borga íbúunum til að koma undir sig fótunum erlendis.

Ég er sammála @odin um það, að fjöldi þingmanna væri slæmur mælikvarði. Fjöldi meðlima finnst mér vera ágætur. Það líka býr til svo skemmtilegan hvata. Þá eflist félagið fjárhagslega með því að fá fleiri meðlimi. Þyrftum bara að finna út úr hvernig formúlan ætti að vera, þ.e. kr./meðlim og síðan hvort og þá hvernig einhvers konar lágmarksupphæð ætti að hljóma.

1 Like

Mér líst vel á hugmynd Rúnars um einhverskonar lógarithmakvarða.

Æi ég gleymdi víst að setja neðst í póstinn minn að ég væri að grínast með þetta með fjölda þingmanna kjördæmisins en það var auðvitað bara sett fram til þess að lesandinn úti á landi myndi halda áfram að lesa

:blush:

2 Likes

I’ll just leave this here.

3 Likes

Nú er komin vika síðan eitthvað var sagt um þetta. Er þetta ekki bara komið á það stig að það borgi sig að halda félagsfund um þetta, eða jafnvel bara einhvers konar netspjall (á Jitsi, t.d.), þá sérstaklega milli svæðisbundinna aðildarfélaga?

1 Like

Þessi hugmynd er eitthvað sem ég hef lagt mikla aheyrslu á að verði að veruleika sem fyrst lagði mikla áheyrslu á þetta þegar ég sat í stjórn PÍR og geri en sem gjaldkeri framkvæmdarráðs. Það eru nokkrir hlutir sem mig ég vil að komi fram. Einnig veit ég ekki hversu mikið framkvæmdarráð ætti að koma að ákvarðanatöku í þessu þegar upp er staðið þó að ráðið myndi eðlilega halda utan um samráð félaganna.

  1. Það er algjör grunnforsenda að algjört samráð á milli aðildarfélaga eigi sér stað áður.
  2. Það þurfa öll félög að gera sér grein fyrir því að Reykjavík er næstum helmingur skráðra Pírata og mun þessvegna alltaf eiga rétt á meira fjármagni en önnur félög.
  3. Það er óraunhæft að félagsgjöld skiptist samkvæmt félagatali X aðildarfélags.
  4. Það þarf að rétta af fjárhag aðalfélagsins áður en farið er í þessar breytingar.
2 Likes