Fjármagn til aðildarfélaga

Á fundi um fjármál Pírata í gær kom fram varðandi fjármál aðildarfélaga/kjördæmisfélaga að erfitt væri að áætla fjárþörf þeirra þar sem ekki liggi fyrir til hvers þau þurfa peninga. Hinsvegar stendur í lögum Pírata að aðildarfélög beri ábyrgð á kosningum, en því til viðbótar getur stefnu- og málefnanefnd annast samræmingu kosningabaráttu í samráði við aðildarfélögin.

Þetta skapar mikla óvissu um það hvert árlegt fjármagn umfram hefðbundinn rekstrarkostnað skuli renna. Hvorki aðildarfélögin né stefnumálanefnd eru með aðgerðaplan og kostnaðarmat á hinum ýmsu liðum kosningavinnunnar árið 2021.

Án aðgerðaplans og kostnaðarmats er ómögulegt að gera fjármálaáætlun, nema kannski út frá reynslu af fyrri alþingiskosningum, þar sem miðstýring fjármagns var nær alger og valddreifing til aðildarfélaga og kosningavinnu þeirra var lítils metin. Þó stendur í grunnstefnu Pírata að “draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum”.

Hverjar eru ykkar hugsanir um ofangreint?

Ég sendi póst á öll kjördæmafélög áðan. Þar bað ég um samráð milli félaga um hvernig við sjáum þetta ganga. Síðasta ár höfum við í PíNK verða að tala um kosningabaráttuna út frá ákveðnum forsendum. En mögurlega eru hin félögin með allt aðrar hugmyndir út frá öðrum forsendum. Þannig ég held að það sé gott að við hittumst.

Ég sé verkefni skiptast í tvo hópa, local og national. Illa local verkefni myndu kjördæmafélög sjá um og national myndi móðurfélagið sjá um.