Fjármálaráð 2020

Nýtt fjármálaráð Pírata fundaði í fyrsta skipti í gær (1. okt.), en þar sem PR mál ráðsins eru ekki í lagi þá gleymdist að taka mynd. Samt erum við frekar myndarleg.
Við ræddum um verkefnin og Elsa framkvæmdastjóri fræddi okkur um hvernig fjármálin hafa verið hingað til.

Í grunninn verður stefna okkar að byggja alla fjármálastjórn hreyfingarinnar á bókhaldslyklum úr reikningshaldi sem má safna saman í efnisflokka fyrir opna bókhaldið sem við munum birta mánaðarlega frá og með 2021.

Sömu bókhaldslykla á að nýta í gerð fjárhagsáætlunar þannig að rekjanleiki verði sem bestur. Fjárhagsáætlun verður ekki einkamál ráðsins og við munum ræða álitamál í henni á félagsfundum í vetur til að auka lýðræðislega vinkilinn.

Öll ferli verða skráð í verklagsreglur eins og lög gera ráð fyrir, sem verða birtar ásamt opnu bókhaldi á github síðum Pírata, Samantektir af fjármálastarfi má birta á vefsíðu hreyfingarinnar á þægilega læsilegu formi.

Í fjármálaráði eru Valborg Sturludóttir, Albert Svan og Stefán Örvar.

9 Likes

Svo því sé haldið til haga þá má finna fundargerðir fjármálaráðs hér: https://github.com/piratar/fundargerdir

1 Like