Fjarþátttaka og samgöngur - Seyðisfj. 8.júlí 2019

Félagsfundur Pírata haldinn í Herðubreið, Seyðisfirði, 8.júlí 2019 kl. 20-22

Mættir þrír. Ritun: Álfheiður Eymarsdóttir.

  1. Efling starfs Pírata á landsbyggðinni.

Tillaga: Í hverjum landsfjórðungi yrði fjárfest í húsnæði og fjarfundabúnaði til að tryggja þátttöku Pírata allra í félagsstarfi.

  • Tryggja aðkomu landsbyggðar að ákvarðanatöku og málefnaumræðum
  • Kjördæmafélög ábyrg
  • Skoða frekar hvort leiga eða kaup væru hagkvæmari
  • Skoða frekar hvaða staðsetningar væru ákjósanlegastar
  • Fastur fundartími/opið hús á samkomustöðum Pírata eflir starfið - hægt að ganga að opnu húsi á ákveðnum tímum
  • Mönnun og ábyrgð tryggð
  • Forsenda fjárfestinga í dýrum fjarfundabúnaði, öflugum skjá/tölvu/hugbúnaði þannig að gæði í hljóði og mynd séu tryggð, er að öruggt húsnæði sem ekki er deilt með öðrum sé til staðar fyrir búnaðinn.
  1. Samgöngur - Austurland eitt atvinnu- og þjónustusvæði

Göng frá Egilsstöðum til Seyðisfjarðar tryggja ekki nauðsynlegar samgöngubætur á Austurlandi. Við miklar fjárfestingar í samgöngumannvirkjum verður að tryggja umferðaröryggi fleiri byggðarlaga á svæðinu, s.s. Neskaupstaðar og jafnvel Reyðarfjarðar. Þríhyrningsgöng til Mjóafjarðar eru fljótt á litið vænlegri kostur. Viðbótarkostnaður við endurbætt göng hlýtur að vera minni en stofnkostnaður við fleiri samgöngumannvirki sem óhjákvæmilega þyrfti að bæta við ef ráðist yrði í göng Seyðisfjörður-Egilsstaðir. Þetta þyrfti að meta og hanna í samráði við sérfræðinga í samgönguflæði og fjármálum og með tilliti til möguleika framtíðar í atvinnulífi.
Endurskoða samgönguáætlun með tilliti til þess að gera Austurland að einu atvinnu- og þjónustusvæði til að efla svæðið. Norræna kemur til Seyðisfjarðar. Alþjóða- og innanlandsflugvöllur er á Egilsstöðum, fjórðungssjúkrahúsið er á Neskaupstað. Stórir vinnustaðir eru í Reyðarfirði sem og ferðaþjónusta um allt. Sumsstaðar eru flugvallarstæði ótrygg og greiðar samgöngur á landi því nauðsynlegar.

Markmið:
Bæta umferðaröryggi allra (Fagridalur, Fjarðarheiði, Norðfjörður).
Tengja svæðið betur saman.

Efla atvinnulíf og tryggja þjónustu

  1. Almennar stjórnmálaumræður

Píratar njóta takmarkaðs trausts á landsbyggðinni og minni vinsælda en a höfuðborgarsvæðinu. Þessu þarf og er hægt að breyta. Efla vitund almennra Pírata um raunhagkerfi landsbyggðar, oft á tíðum meiri praktík, minni hugmyndafræði. Þetta þarf ekki að þýða kjördæmapot, heldur tryggja atvinnuöryggi og grunnþjónustu. Afkomuótti er slæmur. Sameining sveitarfélaga hefur ekki alltaf reynst til bóta, hvorki leitt til aukinnar hagkvæmni né viðunandi þjónustu á jaðarsvæðum. Þriðja stjórnsýslustigið, gömlu sýslurnar og heimastjórn í stað hverfaráða. Endurhugsa verkaskiptingu stjórnsýslustiga.
Píratar eru ekki byltingarflokkur. Mjög eðlilegar kröfur um breytingar á lýðræði og stjórnsýslu í kjölfar framfara í samfélaga nútímans.

Rætt lauslega um skipulagshóp Pírata, þingstörfin og samskiptamenningu.

Ps. frá ritara.
Ég er ekki viss um lögmæti fundarins þar sem tíma og stað fundarins var breytt með minna en viku fyrirvara.

Ekki var rætt um frjálsar handfæraveiðar (strandveiðar) en það er óbilandi trú mín að það gerði mikið fyrir atvinnulífið að rýmkað yrði verulega um réttindi til veiða á handfæra, veiðibannsdögum fækkað og veiðitímabilið lengt. Hömlur núv. Kerfis gera það að verkum að markmið þess um að hverjum bát séu tryggðir 48 veiðidagar nást ekki. Mikið óöryggi samhliða nýrri grein ólympískra veiða. Núv. kerfi er mikil bót en enn fleiri umbætur þarf svo vel sé og helst að gefa þetta alveg frjálst. Umhverfisvænar veiðar, tryggir nýliðun, eflir atvinnufrelsi og atvinnulíf -og ákveðið sanngirnismál. Sjá frumvarp Pírata frá vorþingi 2019. Félagsleg úrræði samhliða kvótakerfinu hafa reynst máttlaus. Skilyrði fyrir byggðakvóta eru svo stíf að ef þú uppfyllir þau, þá þarftu líklegast ekki byggðakvóta/samfélagsleg úrræði. Gróðrarstía spillingar. Á ferð um Austurland rakst ég td á Ljósafellið (heimahöfn Fáskrúðsfjörður) að landa á Stöðvarfirði. Afla er svo ekið á Fáskrúðsfjörð til vinnslu. Lausn fyrir Stöðvarfjörð á orði en ekki borði. Málamyndagjörningar.

1 Like