Það ætti ekki að fara á milli mála að þegar kemur að málefnum flóttamanna og innflytjenda þá eru Píratar með mannúðlegri stefnu en flestir aðrir flokkar á þingi og þingmenn Pírata, eins og @helgihg, eiga þakkir skilið fyrir að vera óhræddir við að ræða þessi mál af hugsjón á Alþingi.
Það ætti heldur ekki að fara framhjá okkur að þetta eru mál sem brenna heitt á Íslendingum um þessar mundir, jafnvel enn meira en þegar stefnur Pírata í þessum málum voru mótaðar 2013 og 2016. Gott dæmi um það er að er að í undirskriftarsöfnunum til stuðnings barnafjölskyldum sem átt hefur að vísa af brott af landi hafa stundum fleiri skrifað undir en kusu Pírata 2017.
Verandi einn þeirra sem hefur notið góðs af því að vera Íslendingur og með Íslenskt vegabréf sem hefur opnað mér möguleika á að vinna út um allan heim, þá tel ég það sjálfsögð réttindi að sama gildi um þá sem vilja koma til Íslands í leit að betra lífi. Við erum þjóð sem eigum erfitt með að reka ýmsa grunnþjónustu vegna þess hversu fá við erum og það að taka á móti fleira flóttafólki og innflytjendum myndi einungis hjálpa okkar landi að halda áfram að vaxa og dafna.
Sem það land sem býr við hvað best lífsgæði í heiminum þá er það siðferðisleg skylda okkar að taka við fleira fólki sem býr við erfið lífskjör en er í leit að tækifærum til betra lífs. Það er einnig mikilvægt að ákvarðanir um það hverjir fá hér dvalarleyfi séu teknar án tillits til þess hvaða litarhátt og trúarbrögð viðkomandi hafi - nokkuð sem virðist ekki alltaf vera gert.
Mig langar að hvetja til umræðu um þessi mál hér meðal okkar og ræða hvaða leiðir við sjáum til þess að tækla þessi mál á ábyrgan en sanngjarnan hátt. Ég tel það mikilvægt að við Píratar höfum skýra sýn á þessi mál þegar kemur að kosningum næsta haust og að við tryggjum að Ísland verði land sem tekur á sanngjarnan og hlutlausan máta á þessum málum í framtíðinni og uppfyllum skilyrði Barnasáttmála SÞ í stað þess að reyna að finna holur til að skýla sig bakvið.
sammála @gislio. eitt er að ræða hér annað væri að hreinlega boða félagsfund. Ég er til í að taka þátt í að skipuleggja þannig fund, bæði hvað varðar innihald og form.
Vandamál hælisleitenda hérlendis eru ekki bara bundin við vonda löggjöf eða reglugerðir, heldur hefur ÚTL endurtekið verið gerð afturreka með ákvarðanir sínar og virðist engan vegin læra af þeirri reynslu.
Fyrir stuttu síðan var tölfræðin sú að meira en helmingur kærðra ákvarðanna ÚTL voru felldar fyrir dómi.
Þær voru einfaldlega ekki í samræmi við lög og reglur.
Svo voru gerðar breytingar.
Breytingarnar voru náttúrulega þær að færa hælisleitendur lengra í burtu og banna þeim að fá gesti, o.s.frv.
Sumsé, í stað þess að gera átak innan ÚTL til að hætta að taka ólöglegar ákvarðanir, var gert erfiðara fyrir hælisleitendur að mynda tengsl, eignas vini, læra að þekkja rétt sinn, og finna aðstoð við að sækja hann.
Þannig að…
Jafnvel áður en lögum og reglum er breytt svo að ferlið verði gegnsætt, mannúðlegt, heiðarlegt, traustvekjandi, og sanngjarnt, þá er hægt að taka svolítið til.
Persónulega, ef ég fengi að ráða,…
stoppa allar brottvísanir.
2a. Setja saman starfshóp fólks með breiða reynslu og þekkingu af málefnum hælisleitenda til að þjónusta tímabundið þá hælisleitendur sem hingað leita á meðan ÚTL er lagað.
2b. Gera úttekt á öllum þeim ákvörðunum sem ÚTL hefur verið gerð afturreka með síðustu 10-20 ár.
Reka alla starfsmenn ÚTL sem hafa tekið þátt í að gera ólöglegar ákvarðanir oftar en tvisvar.
Nota teymið úr 2a til að fylla í lausar stöður innan ÚTL.
Á sama tíma er hægt að gera nauðsynlegar breytingar á lögum svo að ferlið sé betra, fyrir alla.
Ég er sammála þér að það er ekki nægilegt að laga lög og reglugerðir, heldur þarf einmitt að laga líka þá stofnun sem sér um að fylgja þeim lögum og reglugerðum sem settar hafa verið. Ég er kannski ekki alveg sammála um hörkuna sem þú leggur til (reka alla), en ég tel að það megi svo sannarlega bæta margt þarna.
Spurning hvað þarf til svo að farið sé að skoða ÚTL betur - dugar til að leggja fram þingsályktunartillögu um óháða úttekt eða hefur það verið reynt?
ekki reka “alla”… reka alla sem hafa tekið þátt í að gera ólöglega hluti endurtekið…
Ef það eru “allir”… þá er nauðsynlegt að skipta öllum út ef það á að gera hlutina betur.
Við getum ekki endalaust verið meðvirk með ólöglegri valdnýðslu.
Ein af þeim afsökunum sem notuð er til þess að passa að börn fædd á Íslandi séu ekki skráð sem íslendingar er að Þjóðskrá skráir þau (og foreldrana) í svokalla kerfiskennnitöluskrá (áður utangarðsskrá)
Það þarf að skoða betur hvaða breytingar þarf að framkvæma á lögunum um ríkisborgararétt frá 1952 til þess að það sé a hreinu að börn flóttamanna og innflytjenda fædd á Íslandi séu Íslendingar og falli því ekki utangarðs.