Frjálslyndisfélag Pírata

Hér er hægt að spjalla um allt sem viðkemur Frjálslyndisfélagi Pírata (sem er óformlegt í bli).

4 Likes

Fundargerð Stofnfundar Frjálslyndisfélgs Pírata 1/3/19

Kjósa Ritara og fundarstjóra

Svafar

Hvernig á félagið að vera?

Ákveðið var að stofna aðildarfélagið frjálslyndir Píratar án kennitölu og án stjórnar en vinna að því að setja upp lög félagsins á næstunni, ásamt öðrum markmiðum.

Árni finnst að þetta eigi að vera málfundafélag, Gissur er sammála en finnst að aðildarfélag yrði tekið meira mark á, Hermann telur aðildarfélag vera góð hugmynd.

Markmið félagsins?

Magnús: Það skiptir máli að hafa vettvang fyrir frjálslyndari Pírata.
Hermann: finnst áherslan ekki búin að vera við frjálslyndið
Árni: segir að fjrálshyggjuöflum hafi verið við völd og meira dregið í hægri í átt frá félagshyggjuúrræðum.
Hjalti Björn: stingur upp á nafnhring,
Hermann: segir að það sé erfiðara að ýta undir frjálslyndi þegar það er skynjað sem andfélagshyggjuafl,
Indriði: bendir á að frjálshyggja og frjálslyndi séu ekki endilega sami hluturinn.
Indriði: finnst píratar ekki vera frjálslyndir inni á við og þar má bæta kúltúrinn, verðu að virða skoðanafrelsi.
Sunna Rós: segir að við þurfum að vera meira með málfundi, og einnig gott að halda málþing og stunda gagnaöflun.
Indriði: Passa upp á muninum á milli frjálshyggju og frjálslyndi að styðja ekki predatory markaði. Hugsa um frelsi einstaklingsins en ekki endilega frelsi fyrirtækja,
Indriði: Stóra orðið er ábyrgð að frelsi fylgi ábyrgð.

Hvaða embætti eiga að vera?

Ábyrgð um að skipuleggja fundi og sjá um utanhald, miðað við tvo mánuði í senn.
Svafar Helgason og Hákon Helgi sjálfkjörnir.

Hverjir stofnmeðlimir?

Róbert Douglas
Svafar Helgason
Sunna Rós Víðisdóttir
Pétur Óli Þorvaldsson
Hákon Helgi Leifsson
Hermann Björgvin Haraldsson
Gissur Gunnarsson
Ásmundur Alma Guðjónsson
Hjalti Björn Hrafnkelsson
Indriði Ingi Stefánsson
Guðjón Sigurbjartsson
Magnús Kr Guðmundsson
Jónas Lövdal
Eva Lind Þuríðardóttir
Helgi Hrafn Gunnarsson

Stefnumótun – vinna að stefnumálum, ályktunum, skugganefndum, eða fyrirspurnum eða frumvörpum.

Pétur það séu 3 hlutverk sem félagið ætti að sinna:

Kúlttúr breiting
Málfundiafélag
PR outrach

Svafar: skuggarnefndavinnufundi
Hákon Helgi: Kennslu og fræðslu

Hvaða mál viljum við taka fyrir og einbeita okkur að á næstunni?

Árni leggur til nokkur málefni til að byrja með ( regluvæðingu vímuefna (afglæpavæðing), afnám einokunarverslun ríkis á léttvíni, öl og bjór, regluvæðingu kynlífsvinnu,
Svafar: einkavæðing og rentseeking, einkavæðing í skólum, tjáningarfrelsi (immi, meiðyrðalöggjöfin, hatursorðræðulöggjöfin). Vinna gegn aukningu eftirlitsmyndavéla.

Róbert: Höfundarréttarlöggjöfina

Vinna að málfundum tengdum immi frumvörpum.

Fundi slitið.

Mér þætti vænt um að teljast til stofnfélaga ef hægt er. Ég ætlaði á fundinn en komst ekki vegna veikinda. Langar að og mun taka virkan þátt í þessu félagi eftir því sem aðrar annir leyfa. Sérstaklega á meðan áherslan verður á frelsi einstaklingsins.

2 Likes

Tek undir með Róbert um höfundar réttinn. Og bæti við einkaréttinum.
Ættum að skipileggja kynningu á fáranleika kerfisins.

Hæ hæ, Frjálslyndisfélagið er komið með sitt eigið undirsvæði :slight_smile:
það má finna hér: https://spjall.piratar.is/c/adildarfelog/frjalslyndisfelag-pirata

Ef einhver hefur tíma til að setja inn info í upphafsthread þá væri það mega, annars held ég að við getum betur haldið utan um þræði með undirsvæði heldur en að hafa allt í einum þráð hér.

Hlakka til næsta fundar þegar við ákveðum að gera það.

kv
Sunna Rós

1 Like