Frumvarp til stjórnarskipunarlaga, 151. löggjafarþing

Komið er í Samráðsgátt Frumvarp til stjórnarskipunarlaga sem fjallar um breytingu á II. kafla stjórnarskrárinnar sem er um forseta og framkvæmdarvald.

Nú viljum við Píratar að Nýja stjórnarskráin verði einfaldlega tekin upp en Alþingi hefur viljað endurskoða þá gömlu í mörgum og hægum skrefum og sá vilji ræður.

Nú tók okkar fólk á þingi eðlilega þátt í þessari vinnu án þess að ég þekki til þess hvernig að því hefur verið staðið innan þingflokksins. Held að Helgi Hrafn hafi tekið þátti starfi formanna stjórnmálaflokkanna sem fulltrúi Pírata.

Eigum við ekki að fjalla frumvarpið um innan Pírata eða erum við sátt við það nákvæmlega eins og það er? Margt virðist gott í tillögunum, en er allt fullkomið? Hvernig væri að koma fram með góðar ábendingar?