Fundargerð framkvæmdastjórnar, 10. september 2021

Fundur framkvæmdastjórnar Pírata

Dagsetning: 10. september 2021 kl. 10:10-10:25

Mætt

  • Björn Þór Jóhannesson (BÞJ)
  • Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG)
  • Gamithra Marga (GM)

Dagskrá

1. Fulltrúi framkvæmdastjórnar í kosningastjórn

Fulltrúar hverrar nefndar flokksins í kosningastjórn hafa verið takmarkaðir við einn úr hverri, sem þær velja sér sjálfar. Markmiðið að auka skilvirkni funda og draga skýrari línur milli ólíkra hlutverka.

Samþykkt: HHG er fulltrúi framkvæmdastjórnar í kosningastjórn.

2. Ársreikningur Pírata

Bréf frá framkvæmdastjóra um ársreikninga, innri ferla og eftirfylgni með fjárhagsáætlunum.

Stjórn upplýst og stutt umræða fylgir.

3. Vísindaferðir

Framkvæmdastjóri metur ekki heppilegt að halda vísindaferðir fyrir kosningar vegna skorts á tíma og mögulega plássi.

Stjórn tekur undir hvað varðar vísindaferðir fyrir kosningar, en vill gjarnan halda slíkar ferðir eftir þær. HHG hefur samráð við framkvæmdastjóra um högun vísindaferða eftir kosningar.

4. Önnur mál

HHG greinir frá birtingaráætlun sem kynnt var á fundi kosningastjórnar í gær.