Fundargerð framkvæmdastjórnar, 17. september 2021

Fundur framkvæmdastjórnar Pírata

Dagsetning: 17. september 2021 kl. 10:15-10:30

Mætt

  • Björn Þór Jóhannesson (BÞJ)
  • Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG)
  • Gamithra Marga (GM)

Dagskrá

1. Fjármögnunarbeiðni frá kosningastjórn

  • Farið yfir ákvörðun framkvæmdastjórnar sem var tekin á öðrum vettvangi mánudaginn 13. september 2021, um fjárveitingu til kjördæma. Ákvörðun staðfest formlega á þessum fundi.

  • Fyrirkomulag fjárveitingarvalds rætt. Óumdeilt á meðal fjármálaráðs og framkvæmdastjórnar að fjárveitingarvaldið liggi hjá framkvæmdastjórn, en mörgum í flokknum óljóst hvernig skuli hátta beiðnum um fjármagn. Framkvæmdastjórn telur best að beiðnir fari til fjármálaráðs sem gefi framkvæmdastjórn álit eftir að hafa metið beiðnina út frá áætlunum og stöðu. Þetta er verklagið sem er í reynd við lýði í dag en er ekki öllum ljóst. Ekkert sérstaklega ákveðið en sameiginlegur skilningur innan framkvæmdastjórnar fenginn fram.

Samþykkt: Fjárveiting samþykkt til kjördæma, samanber beiðni frá kosningastjórn mánudaginn 13. september 2021 og áliti fjármálaráðs.

2. Önnur mál

Boðleiðir

  • GM vekur máls á óskýrum boðleiðum innan flokksins almennt. Er með hugmynd um gagnvirka síðu sem gæti leiðbeint fólki um tengiliði fyrir ólíka hluti. Stuttlega rætt en er enn á hugmyndastigi.

  • Gæti átt heima á skipulag.piratar.is, sem dæmi.

Óútrætt

  • Hugmynd um gagnvirkan vef til að skýra boðleiðir.
3 Likes