Fundargerð framkvæmdastjórnar, 3. september 2021

Fundur framkvæmdastjórnar Pírata

Dagsetning: 3. september 2021 kl. 10:00-11:02

Mætt

  • Björn Þór Jóhannesson (BÞJ)
  • Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG)
  • Gamithra Marga (GM)

Dagskrá

1. Fyrirkomulag tölvupósts

  • Svar frá lögfræðingi Ríkisendurskoðunar.
  • Póstfyrirkomulag framkvæmdastjórnar.

Umræða um þarfir tölvupóstnotenda og tæknilega mögulegar útfærslur sem vernda samt gögnin okkar sem best.

Samþykkt: HHG og BÞJ funda sjálfstætt um tæknileg málefni sem gætu uppfyllt kröfur allra.

Samþykkt: HHG les póst til stjórnar og skýrslar í dagskrá og á fundum. (Ósamræmi í fyrri fundargerð útkljáð.)

2. Fjöldapóstsendingar til meðlima

  • MailChimp
  • Samþykki meðlima fyrir póstsendingum og vandræði tengd þeim.

Samþykkt: HHG skoðar tengingu félagatals við MailChimp.

3. Innsend erindi

Samþykkt: HHG talar við starfsfólk á mánudaginn um möguleika á vísindaferðum upp á kostnað, húsnæði og sóttvarnir að gera.

4. Starfsmannamál

Samþykkt: Reglur um samskipti við starfsfólk samþykktar, svohljóðandi:

Umsjónaraðili starfsmannamála er milliliður milli starfsfólks og þeirra sem vilja koma ábendingum á framfæri um störf starfsfólks eða einstaka framkvæmdaleg atriði. Umsjónaraðili starfsmannamála hefur frumkvæði að því að upplýsa meðlimi og fólk í trúnaðarstöðum um réttan farveg fyrir slíkar ábendingar. Starfsfólk Pírata skal vísa fólki sem vill koma ábendingum á framfæri til þess umsjónaraðila starfsmannamála.

5. Önnur mál

Skemmtinefnd

  • GM vekur máls á skemmtinefnd og hvernig henni hefur verið háttað hingað til. Það þarf að búa til nýtt ráð. Vantar form og skipulag. Vinnureglur fjalla ekki um hvenær og hvernig eigi að skipa fólk.
  • BÞJ stingur upp á „bullshit-bingói“.

Samþykkt: Tökum upp umræðu um skemmtinefnd eftir kosningar.

Fundir við yfirstjórn

  • GM vekur athygli á mikilvægi þess að funda með yfirstjórn.