Fundur 12. okt og framhald (lagabreytingar)

Það eru margar hugmyndir sem starfshópur framkvæmdarráðs skilaði frá sér og ég vona að linkarnir hér skili sér:

Sumar þessar hugmyndir eru ekki nýjar af nálinni heldur hafa verið í umræðu lengi. Á fundi í Tortuga næsta laugardag munum við ræða þessar tillögur í samhengi við smiðjuvinnu á Aðalfundi. Baldur Karl Magnússon og Oktavía Hrund Jónsdóttir verða með kynningu.

Fundinum verður streymt. :slight_smile:

Í kjölfarið á þessu langar mig að velta upp næstu skrefum. Við megum ekki láta málið hanga of lengi yfir okkur, t.d. gæti komið til kosninga næsta vor (við vitum svo sem ekkert um það) og fyrir þann tíma væri gott að ganga frá nýjum reglum um úthlutun stjórnarmyndunarumboðs.

Í þessu ferli finnst mér mikilvægt að allir Píratar komi að málinu og að við heyrum allar raddir og sækjumst í málamiðlanir ef við getum.

En sumar tillögur eru andstæðar hvor öðrum og það verður að kjósa á milli.

Ég ætla að leggja til á fundinum að nú þegar framkvæmdaráð hefur átt aðkomu og kjörnir fulltrúar að aðildarfélögin grípi boltann og ábyrgðina.

Mig langar að leggja til að eftir umræðufundinn skiptum við hugmyndunum upp á milli aðildarfélaga og að aðildarfélögin haldi félagsfundi þar sem þau leggi í kosningakerfið fullmótuð lög og kjósi um það. Aðildarfélögin ná þannig að hafa beina aðkomu, og þessir hlutir verða ræddir víðar en bara í Reykjavík. (Ég geri samt ráð fyrir að aðildarfélög Kragans, UP og RVK notist við Tortuga).

Hvað segið þið um þessa pælingu. Þetta gæti t.d. þýtt að PÁNA myndi kannski fá einn kafla úr tillögum starfshóps og smiðjuvinnu og fullmótaði lagabreytingartillögur byggða á þessari vinnu og legði það fram í kosningakerfið. Viku síðar tækju Ungir Píratar kafla 2. fullmótuðu lagabreytingartillögurnar og legðu inn í kosningakerfið.

Þannig gætum við koll af kolli unnið okkur í gegnum tillögurnar í sameiningu þar til hvert aðildarfélag og meðlimir þess hafa klárað.

Í þessu ferli eins og ég ímynda mér það væru aðildarfélögin engu að síður bundin því að styðja sig við vinnu úr smiðjum aðalfundar og starfshóps, svipað og við lítum svo á að Alþingi eigi að samþykkja nýja stjórnarskrá byggða á tillögum stjórnlagaráðs.

Að því sögðu þá þarf að vinna orðalagið þannig að það passi inn í lög Pírata og ef félagsfundur aðildarfélags sér ástæðu til að breyta upprunalegri tillögu mikið þá er það ekki alvarlegra en svo að við getum kosið um það og bæði samþykkt, eða hafnað með meirihluta atkvæða.

Hvað segið þið, er þetta ferlið sem við ættum að leggja í og klára í Janúar 2020?

https://office.piratar.is/index.php/s/E5p664XCf7Jod8X

Afsakið, hér er vinnusvæði starfhópsins og ætti að leiða fólk að skjölunum sem ég vildi deila hér að ofan. :smile:

Þegar ég var í þessum skipulagshópi þá var farið yfir þessar tillögur á fundi hér í Reykjanesbæ og ég kynnti fyrir stjórninni og þeim sem komu á fundinn það sem hópurinn var að gera og út frá því gerðum sendum við frá okkur tillögur. En það er flott að senda þetta til aðildarfélagana með öllu því sem kom fram á aðalfundinum gefa dedlæn til að skila af sér. Halda þá aftur fund til að klára og setja í kosningu. Mín skjöl inná vinnusvæðinu eru öllum opin og þau má nýta eins og allra annara skjala þar inni. Þau eru mörg og þar leynist flott af vangaveltum og hugmyndum sem hægt er að moða úr.

1 Like

Er svoldið að velta fyrir mér þessu í verkaskiptingunni. Gætum slembivalið jafnvel hvaða parta hvert aðildarfélag fær að skipuleggja kosningar um.

Hæ, hvernig á að meðhöndla þá vinnu sem var í vinnuhópum á aðalfundi? Hér er allavega linkur á niðurstöður vinnuborðsins Félagar og félög.

https://docs.google.com/document/d/1yYn6Eh7fcmkV9NMKQdyWHXIWvHhYGHfqKj-t0Ad0M-k