Fundur kosningastjórnar var haldinn mánudaginn 1. mars kl 17. Starf kosningastjórnar er komið á ágætan skrið og vel gengur að afgreiða dagskrá.
Til umfjöllunar á þessum fundi var fyrirkomulag kerfisumsjónar og aðgangsstýring að grunnkerfum meðan á prófkjörum stendur. Bjarni Rúnar og Elsa hafa ein aðgang að kerfunum á meðan prófkjörin standa yfir og allir notendur þurfa að staðfesta auðkenningu með Íslykli frá og með morgundeginum.
Langmest var þó rætt um fyrirkomulag á kynningu á úrslitum prófkjöra og húllumhæ í kringum það. Sammæli var um að Píratar ættu að gera sem allra mest úr þessum tíðindum þegar þau verða og skipulögð verður dagskrá fyrir flokksfólk og fjölmiðla þann dag. Þá verður röð frambjóðenda kynnt og Píratar baða sig í sviðsljósinu. Allir voru á því að þetta verði sjúklega meiriháttar.
Ýmislegt fleira var tekið fyrir á fundinum, en utan þess sem að ofan er talið voru það ósköp hversdagsleg mál sem enginn nennir að lesa um.