Fundur um áherslur Pírata í Skóla- og Frístundamálum

Viðburður:

Nú er tímabært fyrir Pírata að stinga saman nefjum og ræða hvar við viljum beita okkar þunga í skóla- og frístundamálum þetta ár og næsta, og hvar við teljum sóknarfæri.

Áætlanir taka tíma og til að við getum sem best komið okkar áherslum að í næstu fjárhagsáætlun og fjárfestingaáætlun, er lang farsælast að byrja að ræða það tímanlega.

Alexandra Briem, fulltrúi Pírata í skóla- og frístundaráði, er ábyrgðaraðili fundarins.

Gögn sem gott er að hafa til viðmiðunar:

Menntastefna Reykjavíkurborgar, samþykkt 2018 eftir víðtækt samráðsferli við starfsfólk, íbúa og nemendur.

Kynning á áætlun fyrir Skóla- og Frístundasvið fyrir árið 2019 á borgarstjórnarfundi 4.desember 2018

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2019, ásamt greinagerð og fyrri árum:

Stefna Pírata í Reykjavík í Skóla- og Fjölskyldumálum:

Meirihlutasáttmáli 2018-2022:

Það er líka gott að hafa í huga að hér er fyrst og fremst um að ræða tækifæri til að hafa áhrif á hvernig við sem flokkur beitum okkur með tilliti til forgangsröðunar á verkefnum og fjármunum, en t.d. aðalnámsskrá er samþykkt á landsvísu.

Þegar margt af því sem þarf gera er aðkallandi er það ekki heiglum hent að forgangsraða, og því fyrr sem við ræðum okkar á milli hvar við stöndum, því betra.

2 Likes

Í einu orði sagt frábært. Takk.