Fyrstu drög að velferðarstefnu fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í umsagnarferli - skilaðu umsögn hér!

Hér eru fyrstu drög að velferðarstefnu fyrir sveitarstjórnarkosningarnar (unnar á opnum fundum í samvinnu milli mismunandi félaga).

Vinsamlega farðu yfir og skilaðu umsögn um stefnuna hér að neðan í athugasemdum. Allar athugasemdir vel þegnar! Er verið að gleyma mikilvægum atriðum? Eitthvað sem mætti betur fara varðandi orðalag eða innihald? Ekki hika við að skella því í þína umsögn. Umsagnirnar verða svo teknar fyrir á sérstökum úrvinnslufundi þar sem umsagnarhöfundar eru hjartanlega velkomnir til að fylgja eftir sinni umsögn (skildu þá gjarnan eftir netfang fyrir fundarboðun á slíkan fund eða skráðu þig hér: https://forms.gle/xG8jL7hsEKTTuuip7).

Þekkirðu sérfræðing í málaflokknum og myndir vilja bera þetta undir hann og fá hans álit og umsögn? Ekki hika, það er frábær hugmynd! Sendu viðkomandi textann og skelltu svo inn umsögn í nafni viðkomandi ef viðkomandi er ekki skráður flokksmeðlimur.

Öllum verður frjálst að nýta sér drögin sem til verða til frekari vinnslu og samþykktar í sínu sveitarfélagi.

Ertu annars með góða hugmynd fyrir stefnumótun? Taktu þátt með því að mæta á fundi eða sentu inn þína hugmynd í hugmyndakassann hér að neðan.

Hægt er að að skrá sig á tengiliðalista fyrir málaflokka og fá sendar upplýsingar og áminningar um stefnumótunarfundarhöld þeim tengdum og senda inn hugmyndir í hugmyndakassann hér: https://forms.gle/xG8jL7hsEKTTuuip7

===============================================================

Fyrstu drög að velferðarstefnu - til umsagnar

Drög að velferðarstefnu Pírata fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022

ATH! Hér eru ekki ávörpuð öll mannréttindamál, jafnréttismál eða málefni fólks af erlendum uppruna og innflytjenda. Þau verða unnin síðar í sér stefnum, og skoðuð í samhengi við þessa stefnu, mögulega verður það efni sameinað ef það hentar. Það efni sem hér er takmarkað fyrst og fremst við ákveðna hópa velferðarþjónustu, sem við teljum að nái að umvefja flesta sem sækja þurfi velferðarþjónustu.

Leiðarljós:

  • Fólk upplifi sig sem manneskjur en ekki vandamál

  • Stoppa í kerfisgötin svo fólk falli ekki milli kerfa

  • Notendur velferðarþjónustu eiga að hafa aðgengi að þjónustunni á eigin forsendum

  • Tryggja öllum jafnt aðgengi að samfélaginu með jöfnum tækifærum

  • Veiting þjónustu snúist um að minnka skaða með fordómaleysi og umburðarlyndi

  • Engin þurfi að lifa við fátækt

Markmið:

  • Valdefling og sjálfsákvörðunarréttur -
  • Þjónustu þarf að veita af virðingu fyrir aðstæðum notenda og notandinn á að ráða för í sinni vegferð í kerfinu.
  • Sköpum kerfi sem hvetja einstaklinga til sjálfshjálpar og efla þá í að velja eigið líf.
  • Lýðræði og samráð - ekkert um okkur án okkar -
  • Notendur fái tækifæri til að móta velferðarþjónustu með fullu og merkingarbæru samráði á öllum stigum vinnunnar og notendaprófunum.
  • Til að samráð sé raunverulegt þarf það að fara fram nógu snemma í stefnumótun til að hafa áhrif á forsendur og vinnu.
  • Afstofnanavæðing og sjálfstætt líf -
  • Við eigum öll rétt á sjálfstæðu lífi með reisn óháð fötlun, færni, aldri eða öðrum breytum.

  • Veitum fólki heimili frekar en vistun á stofnun. Notendur eiga að ráða yfir sínu rými á sínu heimili.

  • Verjum sjálfstæða búsetu í einkarými [Mögulega ávarpa tvíbýli/sambýli].

  • Þjónustuveiting skal vera einstaklingsmiðuð á forsendum notenda og styrkja einstaklinga til sjálfstæðis.

  • Þjónusta á forsendum notandans frekar en kerfisins -
  • Notandi á að stýra sinni þjónustu.
  • Viðhorf þjónustuveitenda skal vera lausnamiðað og sveigjanlegt, ekkert ,computer says no”.
  • Móta þarf þjónustu út frá þörfum notenda og á þeirra forsendum.
  • Notandi á ekki að þurfa að vera sérfræðingur í kerfinu.
  • Kerfin þurfa að aðlaga sig að notendum, ekki öfugt.
  • Í kerfinu skal vera öryggisnet til að grípa þau sem annars féllu milli skips og bryggju.
  • Tryggja þarf þjónustusamfellu milli mismunandi stofnana og kerfa hvort sem þau eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga svo fólk sé ekki skilið eftir í óvissu.
  • Stafræn þjónusta og sjálfsafgreiðsla fyrsti valkostur -
  • Nútímavæðum þjónustu, uppfærum starfsaðferðir og nýtum tæknina þegar hún á við til þess að auðvelda líf fólks, minnka sóun og mengun.

  • Stafræn þjónusta er hraðvirk, skilvirk, eykur jafnræði, jafnar aðgengi að þjónustu, tryggir rekjanleika og er óháð stund og stað. Stafræn þjónusta er einnig góð á farsóttartímum og í erfiðri færð. Áfram þarf að vera í boði að hringja eða mæta ef fólk á erfitt með að nýta rafrænar lausnir og fá aðstoð.

  • Gerum kerfin sem veita velferðarþjónustu gagnsærri og skiljanlegri og aukum yfirlit yfir þjónustuveitingu. Notendur eigi rétt á ráðgjöf um réttindi sín og þá þjónustu sem í boði.

  • Algild hönnun og aðgengi fyrir öll -
  • Tökum mið af stöðlum um algilda hönnun og aðgengi í víðum skilningi, sem hentar öllum og útilokar enga, í allri upplýsingagjöf og við mótun þjónustu.
  • Nýtum auðlesið og einfalt mál í texta og tali.
  • Tryggjum aðgengi að öllum þjónustustofnunum sveitarfélaga.

Tryggjum að réttindi séu ekki falin á bak við aðgangshindranir og mismuni þannig notendum eftir getu, baklandi, menningarlegum bakgrunni eða tungumálakunnáttu.

  • Forvarnir og skaðaminnkun -
  • Forvarnir eru samfélagslega og fjárhagslega skilvirk aðferðarfræði.

  • Fræðum frekar en hræðum.

  • Til að ná markmiðum um forvarnir þarf að nálgast þær með fordómaleysi og umburðarlyndi að leiðarljósi, óháð því hvort einstaklingar neyta vímuefna, búa við geðfötlun eða passa að öðru leyti ekki inn í samfélagsleg viðmið.

  • Við viljum stuðla að forvörnum til að efla lýðheilsu og lífsgæði fólks, samfélagslega þátttöku og inngildingu fjölbreyttra hópa, vinna gegn jaðarsetningu og einangrun, draga úr hrörnun og auka geðheilbrigði og vellíðan.

  • Vímuefnavandi er heilbrigðis- og félagslegur vandi, ekki glæpsamlegt athæfi.

  • Skiljum og virðum þarfir notenda.

  • Það er mikilvægt að allt sem við gerum miðist að því að draga úr skaða, angist og kostnaði, hvort heldur sem er fjárhagslegum eða samfélagslegum.

Drög að aðgerðaráætlun (sem er hvorki endanleg né tæmandi og á eftir að vinna betur þegar leiðarljós og markmið eru klár, verður mögulega fléttuð inn í markmiðin):

  • Innleiða Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

  • Kvennaathvarf fyrir konur í neyslu

  • Koma á fót Neyslurými í samstarfi við ríkið

  • Fjölga félagslegu húsnæði í blandaðri byggð og stytta biðlista

  • Alvöru Housing first með sólarhringsþjónustu

  • Fleiri NPA samninga

  • Tryggja fullt og merkingarbært samráð á öllum stigum vinnunnar við viðeigandi hópa

  • Reykjavíkurborg sé fyrirmynd í að hafa gott starfsumhverfi fyrir fatlað fólk eða fólk með skerta starfsgetu

  • Fjölga íbúðum í samstarfi við verkalýðsfélögin og aðra óhagnaðardrifna aðila

-Sjálfstæð búseta eldri borgara og fatlaðs fólks, ekki stofnanir og herbergjasambýli

Hlakka til að sjá ath.semdir, það er alveg öruggt að eitthvað hefur annað hvort gleymst eða þarf að skýra betur. Við viljum vera með afbragðsgóða stefnu í velferðarmálum :slight_smile:

Hér er skjalið á Drive sem hægt er að hlaða niður í Word og senda á sérfræðinga: https://docs.google.com/document/d/14YhXtnOH0ZeL1FkSB8HFsHH-DwEzF3XJR8UhiBwK_5c/edit?usp=sharing

Minni á að það er hægt að senda inn umsagnir sérfræðinga nafnlaust ef fólki finnst það þægilegra. Þá þarf nafn ekkert að fylgja umsögninni.

Athugasemdir sérfræðings í málaflokki heimilislausra:

Sjálfstæð búseta: það vantar að tryggja aðgang að virknirými utan íbúðar. Það er ekki krafa um það og þá er ekki gert ráð fyrir því. Sbr H79 sem þarf svo mikið á virknirými að halda fyrir íbúa, bæði sem aðstandendaherbergi ef geta ekki boðið aðstandendum inn til sín s.s. börnum og til að geta stundað virkni inni á heimili í samskiptum við aðra íbúa og starfsfólk.

Varðandi virkniherbergið þá snýst það um supportive housing úr Housing first. Ef um langtíma heimilisleysi og/eða þungan geð- og vímuefnavanda er að ræða. RVK ekki með supportive housing skilgreint en í raun er N74 og JL húsið að uppfylla það, bara án aðgengi að geðþjónustu og virkniprogramms.

Það vantar skilning á mikilvægi virknirýmis á H79. Það á bara að þjónusta inn í íbúð. Íbúafundir eru haldnir í starfsmannarými. En það tengist beimt fjármagni. Ef virknirými er ekki í þarfagreiningu þá er ekki gert ráð fyrir fjármagni í það.

https://www.homelesshub.ca/blog/what-makes-effective-supportive-housing

Kannski skoða leiðir til að klára að innleiða Housing first, með Félagsbústaði í fararbroddi sem kunna mjög takmarkað um Housing first.

Uppfæra allar kröfulýsingar, þjónustusamninga og leigusamninga þannig að það uppfylli Housing first.

Það hefur áður komist til tals að stofna sér leigufélag innan Félagsbústaða sem myndi sjá um HF. Það þyrfti að vera samstarfsfélag með öðrum leigufélögum líkt og Y Foundation í Finnlandi. Félagsbústaðir í dag eru ekki með sérþjálfað fólk í hugmyndafræði HF né skaðaminnkun. Yfirmenn Félagsbústaða allir að vilja gerðir, en það vantar bara að koma Housing first í rótina, í samningsgerðir og gera leiðina að kröfu, tengt fjármagni.

Kannski bæta við einhverju um starfsumhverfi.


Á fimmtudag verður maraþonstefnumótunarfundur frá kl. 17.30 og til svona 21.30 í Tortuga, einnig hægt að taka þátt í fjarfundi ef fólk kemst ekki á staðinn. Þar munum við vinna úr umsögnum og athugasemdum og reyna að klára sem mest. Endilega komið og takið þátt og fylgið eftir ykkar athugasemdum ef þið hafið sent inn hér eða Google Form skjalið sem hefur verið dreift inn á til dæmis Virka Pírata og sent á tölvupósti til áhugasamra um stefnumótun.