Github, Gitlab - breytingar í EÞ PP og PPEU

Evrópskrir Píratar eru að hætta að nota Github þar sem Microsoft á það og eru að fara í opna kerfið Gitlab í staðinn. Þetta er kannski ekki stórar fréttir en ég vildi koma þessu á framfæri!

/okta

1 Like

GitHub hefur aldrei verið opið kerfi, og því sé ég ekki að það sé í sjálfu sér ástæða til að hætta notkun af því einu að Microsoft keypti þá.

Hitt er svo annað að það er að sjálfsögðu eðlilegt að hafa frumeintök af dóti á vegum Pírata á kerfum sem eru rekin af flokknum, og það á ekki minna við í þessu tilviki en í samskiptakerfum. (Sjá einnig: facebook.) Það eru til einhver kerfi sem eru léttari í rekstri en GitLab.

2 Likes

ákvörðuninn er tekin varðandi þetta og starfsemi Microsofts almennt var til þess að þetta var kannski góður tími til að færa þetta yfir.
Ég vildi endilega heyra frá þér hvaða hugbúnað þú sérð sem betri en GitLab, þá gæti ég komið því afleiðis til þeirra sem eru að standa í verkefninu akkúrat núna og sem mundu vera þakkált fyrir allar athugasemndir. Það er auðvitað líka meira en hægt að senda tölvupóst beint og/eða mæta á stjóranrfundi PPEU! :slight_smile:

Ég átti meira við að það væri ekki endilega ástæða til að fylgja þessu dæmi, ekki að segja að menn eigi endilega að halda sig við GitHub. :slight_smile:

“Betri” er matsatriði, að sjálfsögðu. Ég hef séð einhver verkefni þar sem aðalhýsingin er Gogs eða Gitea. Það síðarnefnda ku vera fork út úr því fyrra. Mér skilst – án þess að hafa skoðað kerfin sjálfur náið – að þau séu auðveldari í uppsetningu og rekstri en GitLab.

Það góða við Git er að það er staðall og það er ekkert mál að færa gögnin annað.

Um leið og okkur hugnast GitHub ekki lengur, þá getum við fært okkur á GitLab, eða verið með okkar eigin GitLab á okkar eigin server. Það kostar hinsvegar tíma og vinnu við að viðhalda, sem ég persónulega sé enga þörf á núna.