Hvað það er mikið af fólki búið að gefa kost á sér í framkvæmdaráð, úrskurðarnefnd, kjörstjórn og skoðunarmenn reikninga.
Ekki bara eru mörg framboð, heldur er þetta líka mjög frambærilegur og öflugur hópur.
Takk fyrir, þið eruð æði! <3
Svo minni ég auðvitað að það fer að styttast í aðalfund Pírata í Reykjavík líka og vonandi verður öflugt framboð í stjórn þar líka.
Núna er tíminn til að lagfæra skipulagið og koma því þannig fyrir að við getum aftur farið að stækka og efla grasrotarstarfið, sérstaklega úti á landi.