Göng í Reykjavík

Ég vil leggja til að leggja göng undir Hafnarfjörð. Þau gætu byrjað á leiðinni frá Keflavík, rétt eftir álverið, hér:

og komið svo upp einhversstaðar í kringum hér:

rétt fyrir Garðabæ.

Þetta þýddi, að maður sem keyrir frá Keflavíkurflugvelli og til Reykjavíkur, lendir ekki á ljósum fyrr en hann er kominn alla leið að Kringlunni. Sem er svakalega flott.

Þetta gæti verið bara ein akrein í hvora átt. Jafnvel bara tvö eins akreina göng. Þetta myndi líka snarbæta allt mannlíf í Hafnarfirði og þar þar sem þeir losna við svo mikið af þessar ógeðfelldu traffík.

Svo vil ég leggja til að leggja önnur sambærileg göng, frá rétt áður en komið er að Kringlunni, hér:

Og koma svo upp einhversstaðar í kringum BSÍ. Sem þýddi að þessi göng myndu þjóna miðbænum, vesturbæ og Seltjarnarnesi.
Þetta myndi sneiða hjá mesta jukk svæðinu kringlumýrarbraut/miklabraut og það.
þetta myndi einnig laga svo gott sem allan umferðarhnútinn þar, þar sem stór umferðaræð þarf ekki lengur að troða sér þarna í gegn.

Að svo stöddu væri hægt að keyra frá miðbæ Reykjavíkur og alla leið útá Keflavíkurflugvöll án þess að lenda á einum einustu ljósum.

Hefurðu einhverjar upplýsingar um hvað slíkt myndi kosta?

Ekki beinar, en maður getur getið sér aðeins til um þetta. Hafnarfjarðargöng myndu verða eitthvað í kringum 5km löng. En Hvalfjarðargöng eru 6km. Hvalfjarðargöng fara 150 metra undir sjó á meðan Hafnarðfjarðargöng eru undir borg.

Þannig að Hafnarfjarðargöng er tæplega eitt stykki Hvalfjarðargöng. Hvalfjarðargöng kostuðu 4.6 milljarða árið 1996 (heimild). Það er kannskið 12 til 15 milljarðar á núgildi. Sem þýðir að Hafnarfjarðargöng séu eitthvað aðeins innan við það, kannski 10 - 13.

Öskjuhlíðargöng eru miklu styttri, eða í kringum 2.5km. Þau hinsvegar eru að fara í gegnum talsvert heitt svæði, sem gæti bætt við kostnaðinn.

Ég myndi skjóta á einhverja 15 til 20 milljarða fyrir bæði göngin. Ég hef samt mjög takmarkaða þekkingu á þessu domaini.

Þú ert að tala um að grafa jarðgöng í gegnum ungt eldhraun í næsta nágrenni við virka eldstöð.

1 Like

Síðast þegar ég vissi var meirihluti Íslands ekki úti á Seltjarnarnesi…

1 Like

Það er mjög skýrt að ég er ekki að tala um Seltjarnarnes heldur Háskóla Íslands og allt svæðið í kringum hann.

Seltjarnarnes er nesið á milli Kópavogs annars vegar og Elliðaárvogs hins vegar.

Breytti textanum aðeins.

Það var nú hiti í Vaðlaheiðargöngunum líka. En grófu þeir nú samt.
Allt hraun sem ég veit um er eldhraun.

Það geta komið jarðskjálftar í Hvalfirðinum líka.

Þetta er eitthvað sem fagmenn þurfa að meta.

Ég átta mig engan veginn á fýsileikanum við þetta, né mögulegum kostnaði, og tel að einhver sem þekkir jarðgangnagerð mjög vel þyrfti að meta það. Sérstaklega sé ég ekki hvers vegna það ætti að vera ódýrara að byggja göng undir borg heldur en yfir Hvalfjörð eins og var gert. Ég tel hinsvegar óhugsandi að það sé hægt að gera neina vitræna greiningu á kostum þess án þess að einhver með sérfræðiþekkingu á efninu geti allavega skotið á kostnaðinn út einhverjum grunnatriðum. Það eina sem við getum gert í þessu spjalli er að giska, og það er ekkert nema það. Það kæmi mér ekkert á óvart ef það kæmi í ljós að þetta væri einfaldlega ekki hægt, enn síður að þetta væri óhemju dýrt. Almennt koma engar fréttir af jarðgangaáformum sem eru svo dýrar eða flóknar í framkvæmd að sérfræðingar leggi þær ekki einu sinni til, heldur einungis það sem einhver með mikið vit á efninu hefur bent á sem mögulega raunhæfa lausn á tilteknu vandamáli.

Undir Hvalfjörð þá þurftu þeir að fara á 150 metra dýpi. Svo voru þau 6km en ekki 5km.

En jájá, það þarf náttúrulega að fá mat hjá einhverjum sem þekkja til. Væri ekki vitlaust að hafa þetta í einhverju googlanlegu faq-i einhversstaðar svo þekkingin á þessu staflist upp.

Ég held það þurfi bara beinlínis sérfræðing til að einu sinni byrja að meta þetta. Ég myndi ekki treysta mér til að segja neitt um það hvort göng á 150 metra dýpi væru eitthvað dýrari eða ódýrari heldur en göng undir borg. Hvorki kæmi mér á óvart að sægöngin væru margfalt dýrari, né hið öfuga. Mér finnst líklegast að það fari eftir tugum ef ekki hundruðum mismunandi þátta sem hver um sig hækki og lækki verðið um milljarða eða tugi milljarða.

heyrðu þetta með að öskjuhlíðin sé heitt svæði. ég hélt það því það var alltaf heitur lækur þar í gamla daga. en nú er ég að heyra að þetta hafi bara verið affallið af heita vatninu sem þeir voru að dæla uppí tankana á toppnum á öskjuhlíðinni. Og að þetta heita vatn hafi upphaflega komið annarsstaðar frá. Þannig að öskjuhlíðarsvæðið þarf ekkert að vera heitara en svæðin þarna í kring.

Var einhver að tala um jarðhita í Öskjuhlíð?

Breytt: Ah, já. Í framhjáhlaupi nefnirðu það.

Hvernig í ósköpunum er það minna mál en að fara í gegnum virkt eldsvæði í Hafnarfirði?

Ég bara mældi fjarlægðirnar með reglustikunni á já.is kortinu. Soldið sniðugt þessi reglustika,
getur séð hana efst til hægri hér:

Þá var Hafnarfjarðargöng eitthvað í kringum 5km og Öskjuhlíðargöng eitthvað í kringum 2.5km. Og þar sem ég hef nú enga þekkingu á því hvað er undir Hafnarfirði frekar en undir Öskjuhlíð að þá er þetta bara 2.5x vs 5.0x.

Fyrst þetta poppaði upp hjá mér sem ein af fyrstu niðurstöðum á Google hlýt ég að meiga pósta urlinu af þessum .pdf fæl

“Jarðfræði höfuðborgarsvæðisins
með tilliti til jarðlestarkerfis”
Ritgerð sem var gerð sem hluti af B.Sc gráðu í jarðfræði frá 2012 eftir Þórey Ólöfu Þorgilsdóttur.

https://www.google.com/url?sa=t&source=web&rct=j&url=https://skemman.is/bitstream/1946/11946/1/%C3%9E%C3%93%C3%9E_BS.pdf&ved=2ahUKEwiN-JmqybbnAhULEVAKHak9CsUQFjACegQIBhAB&usg=AOvVaw2o9rmlIPthZgSlhbw8_1q2

En þú veist… Borgarlínan og allt það

1 Like

Samt ekki eldstöð þar, bara jarðhiti. Allt aðrar bergtegundir. Og eiginlega aldrei jarðskjálftar.