Hver eru grunngildi Pírata í umhverfismálum sem við ættum að setja á oddinn í komandi kosningum, t.d. segir almenna umhverfisstefnan okkar að byggja skuli á varúðarreglunni, greiðslureglunni (mengunarbótaregla) og sjálfbærnistefnan okkar fjallar um heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna sem grunngildi í stjórnsýslu varðandi auðlindir Íslands, náttúru- og umhverfisvernd. Þingflokkurinn hefur einnig lagt fram þingsályktunartillögur um grænt samfélag og sjálfbæra iðnaðarstefnu. Hvað finnst þér vera mikilvægast í grunngildum sjálfbærni og umhverfisstefnu Pírata?
Vinnuhópur á vegum stefnu- og málefnanefndr um kosningastefnu Pírata í umhverfismálum ætlar að halda fimm málefnafundi fram að næsta pírataþingi sem verður líklega í eftir páska í apríl. Fundirnir verða:
Sun. 7. mars kl. 13-15. GRUNNGILDI PÍRATA Í UMHVERFISMÁLUM
Sun. 14. mars kl. 13-15. NAUÐSYNLEGAR LOFTSLAGSAÐGERÐIR
Sun. 21. mars kl 13-15. NÁTTÚRUVERND og VERNDUN HAFSINS
Sun. 28. mars kl. 13-15. LOFTSLAGSAÐLÖGUN
Lau. 3. apríl kl. 13-15. VALDEFLING ALMENNINGS Í SJÁLFBÆRNIMÁLUM
Á fyrsta fundi verður farið yfir grunngildi Pírata í umhverfismálum byggt á fyrri stefnum, t.d. almennri umhverfisstefnu, sjálfbærnistefnu og þingályktunum. Allir eru hvattir til að koma á fundina vel lesnir, búnir að kynna sér tilheyrandi málefni og gildandi stefnumál Pírata.