Hægri- og vinstrisinnaðir Píratar

Þetta er prýðileg og þörf umræða, finnst mér, takk fyrir hana.

Ég er það sem sumir kalla hægri krati, eða m.ö.o. frjálslyndur miðju-/hægrimaður.
Fólk með svipaðar stjórnmálaskoðanir er innan margra stjórnmálaflokka auk Pírata til dæmis Samfylkingar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks.

Líklega er helsti kontrastinn þjóðernis-, íhalds- vinstrisinnað fólk sem eru algengir stuðningsmenn Framsóknar- og Miðflokks, en þar eru einnig þjóðernis-, íhalds-, hægrisinnað fólk.

Innan Pírata eru nánast allir frjálslyndir en sumir vinstri og aðrir hægri og allt þar á milli. All margir með svipaðar skoðanir eru líka innan Samfylkingar, VG, Sjálfstæðis- og Sósíalistaflokks.

Meðal þess sem ég kann við í afstöðu Pírata er að það er stundum tekin frjálslynd miðju-/hægri afstaða til mála. Dæmi um þannig mál er afstaðan til landbúnaðar, að hann þurfi að breytast sbr. stefnuna okkar og afstaðan til kvótakerfisins, þ.e. allur kvóti á markað. Svo viljum við öll nýju stjórnarskrána.

Afstaða fólks innan Pírata til sumra mála er mjög vinstrisinnuð. Trúlega hefur sú hlið vaxið í seinni tíð. Ef vinstri afstaða verður hreint ofan á, þá ýtir það hægri-/ miðjunni út.

Ég held að það skipti miklu máli að við höfum umburðarlyndi fyrir fjölbreyttum skoðunum sem telja má til vinstri/miðju/hægri og einbeita okkur að frjálslyndinu. Reyna að vera opin og jákvæð, tilbúin að hlusta á rök með og á móti.

Ef við ætlum að vera stór/stærri flokkur held ég að helstu talsmenn flokksins út á við þurfi að hafa í huga þetta eðli flokksins og passa að vera ekki of einhliða í málflutningi sínum. Höfða bæði til hægri og vinstri og allt þar á milli en vera fyrst og fremst frjálslynd/-ir, framfarasinnuð og alþjóðasinnuð (eða það finnst mér). Ást og friður :grinning:

2 Likes

Ég myndi líklegast vera vinstri íhaldsmaður og er nefnilega ósammála þér þegar það kemur landbúnaðarstefnunni okkar.

Ég er hinsvegar sammála að við getum höfðað til allra sem vilja vísindaleg nálgun á málefni, stjórnmálanfólk sem viðurkennir þegar það gerir misstök, sem skiptir um skoðun í ljósi nýrra gagna og er aðgengilegt fólkinu. Ég held að það skiptir ekki máli hvort þú ert hægri eða vinstri. Þetta eru hlutir sem þú vilt sjá í leiðtogum landsins.

2 Likes

Allt í fína. Hefði haldið að íhaldsmenn ættu hvað verst með að styðja Pírata en allt í fina og hafðu það sem best :slight_smile:

1 Like

Ég held að skilningur á því hvað felist í íhaldsstefnu sé, ef eitthvað er, misjafnari en túlkun á því hvað sé til hægri og hvað til vinstri. Ég myndi t.d. seint telja að nýfrjálshyggjusveit Sjálfstæðisflokksins hafi haft varkárni að leiðarljósi við tillögur sínar að breytingum á samfélagsháttum, en engu að síður hafa þeir allar götur borið af sér byltingartilburði sína og kennt sig við stækasta íhald. (Sem þeir vissulega eru núna.)

Já það fer kannski eftir því hvað maður meinar með Íhaldsmaður. Því ég vill breytingar ég trúi því ekki að við lifum í fullkomnu samfélagi og að það sé ekkert sem þarf að breytast. En ég er varkár varðandi róttækar breytingar.

Tony Blair sagði að framtíðin, talandi um aukið alþóðarstarf, væri að koma hvort að við vildum það eða ekki. Fólk þyrfti að breytast með tímanum eða verið skilið eftir. Þetta finnst mér vera hræðilegt viðhorf og ég tel það viðhorf sem leiddi til Brexit ásamt öðrum þáttum.

Þannig ég styð ljósleiðara væðingu en ég vill halda koparvírum ef það verður rafmagnslaust, ég vill betri rafmagnstengingar en halda olíu varaaflsstöðvunum. Þangað til að það eru 30 ár frá síðasta stóra rafmagnsleysi. Þetta er svona dæmi sem ég tel vera íhaldssemi.

Ég myndi frekar vilja segja að Píratar séu bæði hægri og vinstri sinnaðir. Á þann hátt að að sum stefnumál okkar eru klárlega vinstri á meðan önnur eru hægri. Línan er einmitt dregin á milli réttinda einstaklinga og “réttinda” fyrirtækja. Hver einstaklingur hefur frelsi til þess að vera kapítalisti en kapítalismi hefur ekki frelsi til þess að kúga einstaklinga.

Í sinni einföldustu mynd, þá má kannski setja togstreituna um hægri og vinstri í samhengi við ákveðna skilgreiningarbaráttu um eignarréttinn (þó sú togstreita blæði yfir í önnur réttindi líka vissulega). Því fleira sem þú vilt að heyri undir eignarréttinn, því hægri sinnaðri ertu. Því minna sem þú vilt að heyri undir eignarréttinn, því vinstri sinnaðri ertu. Ef línan er dregin í eignarréttinum á Íslandi á milli hægri og vinstri þá er hún dregin í hugtakinu í þjóðareign. Þeir sem eru hægri vilja tryggja einkaeignarrétt á náttúruauðlindum á meðan þau sem eru vinstri vilja það ekki. Á þann hátt væri Viðreisn til dæmis vinstri flokkur. Sömuleiðis Píratar. Sögulega, miðað við hvernig aðrir flokkar hafa farið með kvótakerfið þá eru Samfó, VG, Framsókn og Sjallar allir hægri flokkar … þó stefna sumra þeirra um þetta atriði segi annað.

Ég geri mér grein fyrir að þetta er flóknara. Það er meiri togstreita um hvað hægri og vinstri þýðir en í sinni einföldu mynd þá liggur línan þarna að mínu mati í núverandi aðstæðum. Að einhverju leyti er svipuð lína í landbúnaðarkerfinu til dæmis.

4 Likes

Vinstri og hægri eru úrelt og ónýt hugtök í íslenskri pólitík og eru í dag beinlínis skaðleg í allri umræðu þar sem þau gera ekkert annað en að kljúfa fólk sem ella gæti verið sammála í meginatriðum í ímyndaða andstæða hópa.

Þessi hugtök eru öflugt verkfæri þeirra sem vilja viðhalda slíkum sjálfkrafa klofningi og t.d. ef nýtt framboð kemur fram þá er ætíð fyrsta spurningin hvort það sé til hægri eða vinstri.

Við eigun að hætta að nota þessu hugtök. Notum raunverulega lýsandi hugtök á borð við afturhald, þjóðernishyggja, íhald, populismi, frjálslyndi, markaðshyggja, einstaklengsfrelsi, alþjóðahyggja, jafnrétti o.s.frv.

Hættum að fella okkur í kassa vinstri og hægri hugmyndafræði og áttum okkur á því að það eru engir kassar.

1 Like

Mikið gagn og gaman að þú nefnir þetta, svo ég muni að fara af stað (já ég er svoldið minnislaus:-) Er búin að spá í þetta, endrum og sinnum gegnum tíðina - nær næstum 4 áratugi. Frjálshyggjan ein og sér gengur ekki upp fyrir samfélög, - hver einstaklingur þarf langan tíma, mikið nám þar til hann er tilbúinn að fást við einhvern bransa. Á meðan lifir hann og lærir af einhverjum/samfélaginu, Semsagt áður en einstaklingsframtakið fer að njóta sín. Einstaklingur á erfiðara með en oft áður (með vinnu), að eiga fyrir stofnkostnaði - nema hann eigi góða að (með hjálp samfélags sem á t.d. kvóta sem útvaldir fá…) -
Vinstri hugmyndafræði gengur mikið út á “saman” og jafnræði ekki satt…og lýðræði gengur í raun út á jafnan rétt og skyldur og er því í eðli sínu með sterk vinstri einkenni… Kapítal varð ekki til fyrr en fólk gat safnað birgðum -matvælum í fyrstu og þá var komin forsenda fyrir þéttbýli og þar með sérhæfingu iðna osfrv osfrv…samfélag er svoldið mikið vinstri held ég, en hægrimennska hraðar iðnþróun og verslun útum allar trissur, sem -ef ekki er tekið mark á náttúrulögmálum og hringrásum til lengdar grandar náttúru og samfélögum.

1 Like

Mér finnst alltaf merkilegt hvað eru margir hrifnir af allskyns boltaleikjum, bæði hægri og vinstrifólk - Samt er ekki mikið spáð í samhæfingu, samvinnu osfrv. - frekar hvað þessi eða hinn er góður, með mörg mörk…og af hverju erum við með stjórnmálaflokka - gvöð hugsið ykkur að vera með einstaklingsframboð - væri miklu auðveldara að svíkja kosningaloforð - 63 mismunandi útgáfur:-) Og hversu gaman er það að skora flest mörk ef engir fagna með manni, engir aðdáendur, allir öfundsjúkir…ænei ég ætla ekki áfram með þá hugsun. Tungumál eru aðalgaldurinn í mennskunni (og heilabúin…) sem er manna á milli…

1 Like

Áhugaverð spurning. Sumar þjóðir leyfa bara einn stjórnmálaflokk og eina skoðun. Telja hættulegt að hugmyndir keppi um hilli folks.

Samt, er það ekki nokkuð ljóst að það kemur betur út að hafa marga flokka en flokkræði?

Ætli það sama eigi ekki við um samkeppni vs. opinberan áætlunarbúskap? Samkeppni um framkvæmdina, þó margt megi að henni finna, kemur á endanum betur út en “eitt ríkiskerfi”.

Hugtökin sem þú kallar til leiks í stað hægri/vinstri eru a.m.k. sum hver jafnógagnsæ og þrungin tilfinningum. Þannig verða pólitísk hugtök alltaf og þótt við séum þreytt á hægri/vinstri togstreitu og efumst jafnvel um gildi þeirra og merkingu þá eru þau hvorki betri né verri en önnur, þ.e. þau eru ekki minna þrungin af margræðni, tilfinningum og togstreitu. Ég tek samt undir með þér að fjölhyggja er betri en tvíhyggja að mörgu leyti og því ákjósanlegra að hafa mörg hugtök en bara tvö, en bendi jafnframt á að það er hægt að knébeygja öll pólitísk hugtök í þágu ofbeldis og það er iðulega gert. Ofbeldi er líka oft falið á bak við falleg orð eins og við sáum t.d. í póstmódernismanum þar sem meint jafnræði hugtaka varð til þess að fela misréttið sem fylgdi sumum þeirra. Ergó, hvort sem orðin eru tvö eða tvö hundruð þurfum við að vera á varðbergi og gagnrýna þau (beitingu þeirra) við hvert fótmál.

1 Like

Ég held að grunnhugmyndin: Þjóðin vill/leyfir bara 1 flokk, sé varla nokkurn tímann útgangspunkturinn. Sú flokkahugmynd sem við höfum er innan lýðræðiskerfis og innan lýðræðis er að sjálfsögðu frjálst að móta sér stefnu