Háskólasvæðið - Miðbær, Göngugöng

Ég vil leggja til að gerð sé undirgöng fyrir gangandi þar sem viðkomandi mynd sýnir.

Þar með væri hægt að labba milli háskólasvæðisins og miðbæjar án þess að fara yfir neina hættulega götu.

Það væri hægt að fjarlægja bílastæðin hinum megin við götuna og færa þau einhvert annað. Ég held þau séu líka hálf hættuleg eins og þau eru þar sem fólk beygir inná bílastæði beint af hraðbrautinni.

Og þá væri það spurning hvort hægt væri að loka gönguljósunum sem eru þarna á versta stað að tefja umferðina alla daga, og beina þess heldur gangandi umferð í gegnum göngin.

Svo hafa sveig útaf götunni fyrir strætóstoppin svo þau stöðvi ekki umferðina eins og nú,
Strætóstoppin ættu svo að vera nálægt göngunum, jafnvel ofaná þeim.




Svo væri það spurning um að breyta neðangreindum götuenda í grasblett, nánast alveg uppað inngangi hússins næst hraðbrautinni. Og gera það sama á Tjarnargötu (næsta gata, einum ofar), og þá myndu þessar tvær götur verða alveg sallarólegar, og einnig myndi það bæta umferðina á hraðbrautinni að það sé ekki þessi viðbótar beygja útaf henni þarna. Og setja svo niður gróður á þessu nýfengna landi.

Spurning um að setja líka bara gróður í staðin fyrir gangbrautina sem er alveg ofaní hraðbrautinni.
Ef það er eitthvað sem gangbrautir og hraðbrautir þola ekki þá er það að vera ofaní hvor annarri.




-
(https://ja.is/kort/?x=356643&y=407626&nz=16.25)
Hægt að ýta á 360 gráðu táknið neðst til hægri í tenglinum til að spóka sig um.

1 Like

Á þetta ekki heima í aðildarfélög>píratar í Reykjavík? Sé ekki hvernig þetta flokkast sem stefnumál fyrir allt landið. :wink:

1 Like

takk, búinn að laga.