Heilbrigðiskerfið - Rekstrarform

ég veit að þetta er ódýrt skot en ætla að láta það fljóta hérna með, mun skrifa betra svara þegar ég hef tíma :slight_smile:

Bætt líf fólks sem hefur efni á því = aukið misskiptingu -> misskipting leiðir til óhamingju. Viljum við ameríkuvæða þjóðfélagið?

Við viljum held ég frekar Skandinavíuvæð þjóðfélagið. Á Norðurlöndunum eru einkarekin sjúkrahús sem hafa samninga við Sjúkrasamlög viðkomandi landa. Fólk bogar ekki meira í skatta né þjónustugjöld en fær þjónustu fyrr, minni biðlistar.

Og verri þjónustu eins og einkarekin hjúkrunarheimili bera vitni um.

Þjónustan hér er mjög léleg á ýmsum sviðum svo sem í liðskiptiaðgerðum.

Einkarekstur er að hluta hagnaðardrifinn en líka bara “völlur” fyrir fólk að spreyta sig. Það víkkar út efnahagsstarfsemina. Samkeppni bætir þjónustu og lækkar verð. Þess vegna er einkarekstur mikilvægur líka í heilbrigðisstarfsemi. Með því að halda honum frá þá einfaldlega drögum við úr árangri og gerum hlutin dýrari en annars væri. Þess vegna er blandað hagkerfi gott umfram skipulagskerfi sósílismans, sem hefur reynst ganga illa.

einkarekið eða ekki, heilbrigðisþjónustu á ekki að reka í hagnaðarskyni

það eru til form af einkarekstri sem geta gengið upp án þess að vera rekin í hagnaðarskyni.

En þegar að niðurgreiðslur frá sjúkratryggingum rata inn á fyrirtæki sem að greiða síðan út arð er það aldrei að fara að fá mitt samþykki.

2 Likes

SÍ er stofnum á fjárlögum. Það þýðir nákvæmlega að hún greiðar fé hingað og þangað án samþykkis. Ein spurningin er hvort við viljum frekar gömlu góðu sjúkrasamlögin sem voru byggð upp á umboði frá sjúklingum og öðrum þátttakendum. Þú gætir þá gengið í sjúkrasamlag sem fjármagnar ekki arð.

Önnur spurning er hvernig er safnað fyrir stofnkostnaði. Í dag eru tæki mikið til gjafir frá almenningi til heilbrigðisstofnana, sem dæmi flest til krabbameinsleitar, jáeindaskanninn og öndunarvélarnar í fyrra. Húsnæði og sambönd (ráðningar og fleira) er í fjölbreyttri eigu. Ríkisstofnanir fjármagnaðar með skuldabréfum (með tilheyrandi vaxtagreiðslum) eða læknastofur og tannlæknastofur sem heilbrigðisstarfsmenn hafa lagt út fyrir sjálfir. Er ekki allt eins gott að tannlæknir eða sérfræðilæknir fái húsnæðis, ráðningar- og tækjakostnað endurgreiddan formi arðs eins og að ríkið eigin þetta og borgi vogunarsjóðum vexti fyrir?

Það þarf að vera gulrót svo fólk hætti sínu fé og verji öllum sínum krafti í verðugt verkefni. Ef SÍ semja við einkafyrirtæki þá er það af því að það bauð nægjanlega vel. Stundum sjá einstaklingar leiðir og komast áfram með eitthvað sem opinbert batterý nær ekki að gera. Það getur leitt til sparnaðar fyrir kaupendur þjónustunnar, skattgreiðendur. Ef hins vegar einstaklingar bjóða í að reka tiltekna einingu og vilja hærra verð en einhver annar, þá fá þeir einfaldlega ekki saming.

Um 40% sérfræðilækna á Landspítala eru í hlutastarfi og um 15%
þeirra í minna en 50% starfshlutfalli. Þessi staðreynd, þ.e. að læknar skipti tíma
sínum á milli einkaþjónustu og opinberrar þjónustu, er líkleg til að draga úr
skilvirkni og stöðugleika á opinberu sjúkrahúsunum.

Bls. 13 í: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/11/10/Skyrsla-um-aukna-framleidni-og-gaedi-heilbrigdisthjonustu/

1 Like

Blockquote
Um 40% sérfræðilækna á Landspítala eru í hlutastarfi og um 15%
þeirra í minna en 50% starfshlutfalli. Þessi staðreynd, þ.e. að læknar skipti tíma
sínum á milli einkaþjónustu og opinberrar þjónustu, er líkleg til að draga úr
skilvirkni og stöðugleika á opinberu sjúkrahúsunum.
Blockquote

Kemur það nokkrum á óvart? Ef ég get fært part af minni aðalvinnu yfir á eigin stofu og fengið betri laun fyrir það þá er ég ansi líklegur til að gera það. Og partarnir sem ég færi yfir á eigin stofu eru þeir sem er hægt að hagnast mest á, ekki þeir sem þarf mikinn búnað, séraðstöðu o.fl. en skila litlu eða fáum aðgerum.

Mínar skoðanir varðandi einkarekna heilbrigðisþjónustu:

  1. 100% Einkarekið kerfi: Þetta vill ég alls ekki. Heilbrigðisþjónusta er gjarnan þjónusta sem að viðskiptavinurinn verður að fá, er sérfræðiþjónusta þar sem viðskiptavinurinn á erfitt með að bera saman kosti að fullu og getur þurft að taka ákvarðanir á skömmum tíma. Viðskiptavinurinn er því ekki í aðstöðu til að vega og meta kosti né getur hann sleppt því að neyta þjónustunnar. Eftirspurn eftir þjónustu er því næstum fullkomlega óteygin þar sem fólk borgar næstum hvað sem það kostar fyrir nauðsynlegar aðgerðir og þannig er hægt að hækka verð óheyrilega. Nóg er að líta til Bandaríkjanna til að sjá hvernig það endar. Þetta eru einnig rökin fyrir því að við þurfum ekki t.d. matvöruverslun ríkisins eða annað slíkt. Matvöruverslanir er starfsemi þar sem almenningur getur auðveldlega borið valkosti saman, þar sem mikið úrval er af valkostum, auðvelt er að skipta á milli valkosta, það ríkir sjaldan veruleg neyð í að verða að fá þjónustuna í hvelli og að öllum er ljóst að þeir þurfi slíka þjónustu hvern einasta dag.

  2. Blandað kerfi: Þetta vil ég heldur ekki. Grunnskoðun mín byggist á því að ég á erfitt með að sjá hvernig það að fá hagnaðardrifinn aðila inn í kerfið bæti þjónustu nema fyrir fáa. Skoðum nánar:

a. Einkaaðilar geta byggt upp sérfræðistarfsemi: Ef að einkaaðili sér ávinning í því að koma sér upp séraðstöðu eða að geta gert fjölda samskonar aðgerða og þannig náð e-h hagræði þá skil ég ekki hvers vegna það er ekki allt eins hægt á ríkisstofnun. Ríkið getur rétt eins verið með starfsfólk á deild sérhannaðri til að annast þessar aðgerðir. Þessi rök virðast ekki byggja á mikið meira en að ríkið geta ómögulega ráðið til sín hæft fólk. Raunin að ríkið hafi ekki næginlega góðar slíkar deildir er pólitísk ákvörðun. Hún byggir ekki á hagfræðilegum rökum að mínu mati.

b. Einkaaðilar geta hagrætt í rekstri: Ef að einkaaðilinn getur ekki búið til neina sérþekkingu eða aðrar aðferðir við aðgerðir umfram ríkið þá þarf hagræðing í rekstri að þýði ódýrari aðföng, húsnæði eða starfsfólk. Ólíklegt er að einkaaðili fái ódýrari aðföng en ríkið því ríkið hefur stærðhagkvæmnina með sér en ekki einkaaðilinn. Svo spurningin er því hvort að einkaaðilinn krefjist meira af starfsfólki, ráði óhæfara starfsfólk eða starfi í verra húsnæði. Hér er aftur pólitísk ákvörðun um hvað við ætlumst til af starfsfólki og hvernig húsnæði á að vera. Það að einkaaðili borgi starfsmanni X kr fyrir 2 aðgerðir en ríkið borgi X kr fyrir 1 aðgerð er bara spurning um forsendur og hvað við viljum ætlast til af starfsfólki. Það er ekki til marks um sérhæfileika einkaaðilans.

En nú er raunin að við höfum blandað kerfi og þá er spurning um útfærslur á því, skoðum möguleika:

a. Við leyfum einkarekstur en ríkið borgar ekkert með þeim rekstri. Hérna eru því skírt að skattheima ríkisins fer í að sinna þeirri heilbrigðisþjónustu sem ríkið er skuldbundið til og aðrir mega reka eigin stofur þar fyrir utan. Rökin hér fyrir að greiða ekki með einkareknu stofunum væru a) að annars grafi þær undan opinbera kerfinu b) að fólk geti ekki kosið að skattar þeirra renni til annarra stofnanna. Má kannski hugsa eins og að ég get ekki óskað eftir að Securitas fái krónurnar sem ég greiði til löggæslu í gegnum skatta ef að ég vil að Securitas vakti mig og hverfið mitt.

b. Við leyfum einkarekstur og ríkið borgar með rekstrinum. Hér þarf að passa mjög vel að greiðslan sem aðilinn fái sé engu hærri en opinber aðili fengi fyrir verkið og að sú greiðsla sé sannanlega reiknuð miðað við réttan kostnað, annars verður svona cherry picking ástand. Einfalt dæmi til skýringar:

• Gerðar eru 100 aðgerir og er kostnaðurinn 100 m.kr. Hægt væri að reikna í að kostnaður á aðgerð sé 1 m.kr. Raunin kann hinsvegar að vera að þarna séu tvær tegundir aðgerða þar sem 10 aðgerðir séu sjaldgæfar og kosti mikinn sérbúnað en 90 séu algengar og kosti lítinn sérbúnað. 10 aðgerðirnar kosta kannski í raun 50 m.kr og hinar 90 kosti einnig 50 m.kr. Einkaaðili kann að átta sig á þessu misræmi og vilja gera algengu aðgerðirnar. Framkvæmir svo 10 slíkar og fær 10 m.kr en hefði réttilega átt að fá (50 m.kr/90)*10 =5,55 m.kr.

Dæmið er ofureinföldun en sýnir að það þarf að reikna hlutina mjög vel svo að kerfisfræðingar geti ekki náð hagnaði fram með því. Það myndi líka fela í sér minni framlög til opinbera aðilans sem þarf að gera sjaldgæfu aðgerðirnar og þjónustan þar versnar.

Það er mjög margt fleira sem má segja um þessi mál og ég er eflaust að gleyma einhverju mikilvægu, en látum þetta gott heita í bili.

Gott dæmi um þetta væru liðskiptiaðgerðir, hnjáskipti, mjaðmaliðsskipti…
Þörfin er 500-1000 aðgerðir á ári af hvorri fyrir sig. Biðlisti er í raun 1 ár + .
Þarna geta Sjúkratryggingar auðveldlega boðið út aðgerðir og virkjað kosti einkaframtaksins.
Vegna Evrópusamninga greiða SÍ ef fólk fer til útlanda, sem það á rétt á eftir 3 mánuði, en SÍ greiða ekki ef fólk fer á einkaspítala hér !

Geturðu bent á einhver heppnuð einkarekinn heilbrigðiskerfi sem sína afdráttarlaust yfirburði yfir ríkisrekstur? Ég hef búið í báðum kerfum, þ.e.a.s. þar sem er mikill einkarekstur og þar sem er mikill ríkisrekstur í heilbrigðisþjónustu (og sjúkratryggingum). Í Síle þar sem ég bjó árum saman, er kerfið mikið í höndum einkaaðila. Fyrir nokkrum áratugum var farið í frjálshyggju og einkarekstri í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu skapað frjálslegt lagaumhverfi sem átti að gera það að verkum að þjónustan myndi stóraukast, lækka í kostnaði og allt það. Raunin var þó önnur því þó opinbera kerfið væri undirfjármagnað til þess að hvetja fólk til þess að fara í einkakerfið, er staðan enn sú í dag að flestir landsmenn hafa ekki efni á því (og erum við að tala um ríkasta land Suður-Ameríku, ekki frumskóg þar sem menn hlaupa um naktir). Staðreyndir er sú að sjúkrahús eru voðalega svipuð og náttúruleg einokun eins og t.d. virkjanir; það er ekki hægt að koma fleiri fyrir en einu í flestum borgum. Um leið og einn einkaaðili hefur komið sjúkrahúsi fyrir í borg eru litlar líkur á því að annar komi sér fyrir í sömu borg eða það nálægt hinum að hægt sé að segja að þeir séu að keppast um sömu aðilina. Að fjárfesta í sjúkrahúsi er mjög áhættusamt þar sem kostnaðurinn er gífurlegur og ekki hægt að fá mikið til baka í flýti, nema ef viðskiptavinirnir (sem áður voru kallaðir sjúklingar) eru ríkir eða ef ríkissjóður leyfir sjúkrahúsinu að blóðmjólka sig.

Tökum borgin Rancagua sem dæmi. Ekki stór borg, sérstaklega á Suður-Amerískum mælikvarða, en samt jafn fjölmenn og höfuðborgarsvæðið. Þar eru bara tvö einkarekin sjúkrahús sem komast nálægt því að vera svipuð í stærð og Landspítali (sem þjónar ekki bara höfuðborgarsvæðinu heldur landinu öllu). Af hverju er ekki sjúkrahús að finna í hverju hverfi, eins og McDonald’s er að finna á hverju götuhorni? Því McDonald’s er gífurlega arðbær rekstur og upphafsfjárfestingin er ekki svo mikil. Um leið og eitt sjúkrahús er komið í borgina dregur úr hvata fjárfesta til þess að byggja annað, jafnvel þó svo að regluverkið leyfi það, skortur sé á þjónustu og langar biðraðir. Staðan er enn verri þegar kemur að einkareknu sjúkratryggingunum. Hún er svo rándýr þrátt fyrir svokallaða samkeppni að lítið brot landsmanna hefur efni á henni.

Ég er alveg hlyntur einkaframtakinu, reyndar tel ég að öll vöruframleiðsla eigi að vera í einkarekstri, en hef ekki séð sannfærandi dæmi í heilbrigðisþjónustu, menntakerfinu og fangelsiskerfinu.

3 Likes

Þegar einkarekstur er orðinn vaninn þá má sterklega gera ráð fyrir því að búið sé að leggja niður Landspítala þar sem einkaaðilar munu ekki vilja keppa við ríkið eða þá að hann sé búinn að drapast niður og missa innviði, fjárfestingu og sérfræðiþekkingu. Ef heilbrigðistráðherra ákveður einn daginn að þjónustan sem einkaaðilar eru að veita sé og dýr, hvort er líklegra? Að hann borgi meira úr ríkissjóði eða geri kröfur um að sjúklingar borgi meira sjálfir eða þá að hann fari í þá tugmilljarða fjárfestingu sem nauðsynlegt væri til þess að endurbyggja ríkisreksturinn frá grunni með það að markmiði að lækka kostnaðinn aftur og léti ekki Sjálfstæðisflokkinn og þeirra stuðningsmenn stöðva sig?

Skil ég þig rétt að það sé nóg af sjúkrahúsum í Rancagua; helmingi fleiri en á höfuðborgarsvæðinu?

1 Like

Nóg fyrir hvern og til hvers?

Heilbrigðiskerfi Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs eru mun skilvirkari en okkar kerfi. Til dæmis stuttir biðlistar eftir valkvæðum aðgerðum. Sjúkratryggingar í amk. D og S eru bæði þær opinberu og líka einkareknar. Það er orðið algengt að fólk hafi “aukasjúkratryggingar.” Þær tryggja fjólki m.a. stutta biðlista. Held við ættum að fara í humátt á eftir þessum þjóðum eins og við alla jafna gerum.

Ég er enginn sérfræðingur um heilbrigðiskerfi Norðurlandanna svo ég fór bara á Wikipedia til að fá skyndiinnsýni. Ef eitthvað er að marka upplýsingarnar þar, sýnist mér mjög lítill hluti vera í einkarekstri í þessum löndum.

Healthcare in Denmark

There are few private hospital providers, such as Danske Privathospitaler (DAPH), and they account for less than 1% of hospital beds.

Healthcare in Norway

All public hospitals in Norway are run by four Regional Health Authorities (RHA) overseen by the Ministry of Health and Care Services. In addition to these public hospitals, there are a small number of privately owned health clinics currently operating.

Health care in Sweden

Private healthcare is a rarity in Sweden, and even those private institutions work under the mandated city councils. The city councils regulates the rules and the establishment of potential private practices. Although in most countries care for the elderly or those who need psychiatric help is conducted privately, in Sweden local, publicly funded authorities are in charge of this type of care.

Þannig er að vinna mín tengist heilbrigðisþjónustu erlendis.

Upplýsingar sem ég eftir fólki í Danmörku eru í þá veru að það fæist mjög í vöxt að aukasjúkratryggingar fylgi starfskjörum. Minnir að nú séu um 15% Dana með slíka aukatryggingu og talsvert hærra hlutfall Svía mig minnir um 30%.

Hér er texti sem ég hafði eftir Íslenskum lækni sem vinnur í Svíþjóð:
"Í Svíþjóð eru bæði sýslu/hreppsrekin sjúkrahús/læknastofur og einkarekin sjúkrahús/læknastofur.

Allir verða að borga “heilbrigðiskerfisskatt” en einnig getur maður tekið einka sjúkratryggingu. Einka sjúkratryggingin tryggir að maður fær samtal við sérfærðing innan 24 klst og meðferð á einkasjúkrahúsi/læknastofu mun fljótari en hjá hinu opinbera.

Það er líka til “meðferðargaranti” sem á að tryggja að sjúklingar hjá hinu opinbera (þeir sem ekki hafa einkatryggingu) þurfi ekki að bíða lengur en 3 mánuði eftir meðferð/skurðaðgerð. Þeir sjúklingar geta þá fengið meðferð/aðgerð á einkasjúkrahúsi og hið opinbera borgar.

Einnig geta einkasjúkrahús gert samning við hið opinbera að t.d. skera upp 300 hryggjasjúklinga á ári vegna þess að vitað er að sýslurekna sjúkrahúsið getur ekki annað nema t.d. 300 sjúklingum á ári og þörfin er 600 sjúkl/ári. Vona þetta sé skýrt!

Einkasjúkrahús fá þá borgað fyrir þessar 300 skurðaðgerir frá sýslunni. Samningurinn er gerður með samkeppnislögin að leiðarljósi"

Ég þekki persónulega til einkaspítala í Danmörku, hef heimsótt hann og talað við starfsfólkið. Opinbera kerfið er sjálfsagt öflugra í Danmörku en hér og til viðbótar kosta opinberar sjúkratryggingar valkvæðar aðgerðir á einkaspítölum ef biðin er meiri en mig minnir 3 mánuðir, sem er viðmiðið hér en þá verður að fara erlendis.

Við erum með allt niðrum okkur í þessum efnum. Yfir árs bið eftir liðskiptiaðgerðum. Augnsteinaaðgerðir, langur biðlisti osfrv. Það er ekki önnur raunhæf leið út en að fara í humátt á eftir norðurlandaþjóðunum að þessu leiti.

Eins og mörg hef ég þó nokkra persónulega reynslu af kerfinu bæði fyrir og eftir nýfrjálshyggju, á ýmsum tímabilum lífsins. Það er himinn og haf á milli. Fyrir nýfrjálshyggju var nægur tími til að sinna sjúklingi og fólki ekki hent út eftir fimm mínútur auk þess sem enginn aukakostnaður birtist í heimabankanum. Sem nú kemur jafnvel vegna rannsòkna í innlagningu sem ekki var beðið um en sjúklingur sendur í án þess að vera látinn vita af kostnaði. Þá þarf einnig að greiða fyrir sáraumbúðaskipti í endurkomum, sem og að sjúklingum er vísað á einkastofur skurðlækna eftir útskrift til að fá nauðsynlegar upplýsingar (og skoðun), sem sum hafa ekki efni á og fá því aldrei þessar upplýsingar. Hef einnig ömurlega reynslu af sjúkrahótelsvist aðstandenda minna hjá einkafyrirtæki sem virðist starfa án mikils eftirlits. Þetta er nb. staðan á Íslandi og áður en farið er í “umbætur” á kerfinu, þarf þetta og allt sem skiptir sjúklinga að vera uppi á borði - en slíku gagnsæi er ekki fyrir að fara í dag. Af hverju ekki, ef þetta er svona frábært?

2 Likes