Ég er sammála Guðjóni varðandi það að með samningum með einkaaðila væri sennilega hægt að vinna biðlista hraðar niður. Spurningin er síðan hvort að það festi þá slíkt kerfi í sessi sem ég er ekki viss um að sé æskilegt.
Stóri vandinn er að kerfinu hefur vísvitandi verið leyft að drappast niður og mæta ekki eftirspurn. Notum dæmið frá Svíþjóð um að það sé þekkt að þörf sé á 600 aðgerðum á ári en að ríkið anni bara 300 aðgerðum og þar með sé 300 úthýst til einkaaðili. Ef að þörfin er þekkt og talin stöðug þá hlýtur að vera grundvöllur fyrir að ríkið auki sína getu í 600 á ári, það myndi standa undir sér. Ef þörfin er óstöðug þá er kostur ríkisins sá að einkaaðilinn tekur áhættuna á mismunandi eftirspurn, en ég leyfi mér að efast um að einkaaðilinn hafi komið sér upp stofu og öllu byggt á eitthverju sem mikill vandi er að spá fyrir um.
Varðandi einkatryggingarnar í Svíþjóð get ég ekki sagt annað en að ég telji það slæmt. Það þýðir einfaldlega að ríkiskerfið annar ekki þeirri eftirspurn og þörf sem almenningur kallar eftir, sem almenningur er sannanlega tilbúinn til þess að borga fyrir með auknu álagi einkaaðilans. Og ástæðan að ég held er einfaldlega sú að það var tekin meðvituð ákvörðun að “spara” í heilbrigðiskerfinu, ákveðið að búa til grundvöll fyrir einkastarfsemi á vettvangi sem er mjög ólíkur annarri vöru og þjónustu varðandi nauðsyn eftirspurnar, getu til að bera saman þjónustu og ef til vill fyrirstöður í innkomu á markað.
En vandinn er til staðar alveg óháð hvernig hann varð til. En mig minnir að ég hafi séð úr e-h könnun (og bara almenn tilfinning) að Íslendingar vilja einna helst að skattarnir þeirra fari í góða heilbrigðisþjónustu. Svo þarf þá ekki bara virkilega innspýtingu í kerfið og vísindalega nálgun á reksturinn til þess að fá sem besta stærðarhagkvæmni og skilvirkt vinnulag? Að ákveða að veita þá þjónustu sem kallað er eftir, auka til þess fjárútlát og hugsa málið áratugi fram í tímann en á sama tíma gera alvöru útreikninga til þess að þetta skili yfir árin sparnaði. Ég held að það sé vel hægt, ég held hinsvegar að ákveðið fólk og flokkar vilji bara ekki að við njótum þeirra samlegðaráhrifa og stærðarhagkvæmni sem væri möguleg, vilja einfaldlega að einkaaðilir sjái um hlutina af þeirra ástæðu að einka sé best alltaf. Svo lengi sem það er hálfkák, verið að draga lappirnar og skammtímahugsun þá erum við aldrei að fara njóta raunverulegs ávinnings.