Heilbrigðiskerfið - Rekstrarform

Ég er sammála Guðjóni varðandi það að með samningum með einkaaðila væri sennilega hægt að vinna biðlista hraðar niður. Spurningin er síðan hvort að það festi þá slíkt kerfi í sessi sem ég er ekki viss um að sé æskilegt.

Stóri vandinn er að kerfinu hefur vísvitandi verið leyft að drappast niður og mæta ekki eftirspurn. Notum dæmið frá Svíþjóð um að það sé þekkt að þörf sé á 600 aðgerðum á ári en að ríkið anni bara 300 aðgerðum og þar með sé 300 úthýst til einkaaðili. Ef að þörfin er þekkt og talin stöðug þá hlýtur að vera grundvöllur fyrir að ríkið auki sína getu í 600 á ári, það myndi standa undir sér. Ef þörfin er óstöðug þá er kostur ríkisins sá að einkaaðilinn tekur áhættuna á mismunandi eftirspurn, en ég leyfi mér að efast um að einkaaðilinn hafi komið sér upp stofu og öllu byggt á eitthverju sem mikill vandi er að spá fyrir um.

Varðandi einkatryggingarnar í Svíþjóð get ég ekki sagt annað en að ég telji það slæmt. Það þýðir einfaldlega að ríkiskerfið annar ekki þeirri eftirspurn og þörf sem almenningur kallar eftir, sem almenningur er sannanlega tilbúinn til þess að borga fyrir með auknu álagi einkaaðilans. Og ástæðan að ég held er einfaldlega sú að það var tekin meðvituð ákvörðun að “spara” í heilbrigðiskerfinu, ákveðið að búa til grundvöll fyrir einkastarfsemi á vettvangi sem er mjög ólíkur annarri vöru og þjónustu varðandi nauðsyn eftirspurnar, getu til að bera saman þjónustu og ef til vill fyrirstöður í innkomu á markað.

En vandinn er til staðar alveg óháð hvernig hann varð til. En mig minnir að ég hafi séð úr e-h könnun (og bara almenn tilfinning) að Íslendingar vilja einna helst að skattarnir þeirra fari í góða heilbrigðisþjónustu. Svo þarf þá ekki bara virkilega innspýtingu í kerfið og vísindalega nálgun á reksturinn til þess að fá sem besta stærðarhagkvæmni og skilvirkt vinnulag? Að ákveða að veita þá þjónustu sem kallað er eftir, auka til þess fjárútlát og hugsa málið áratugi fram í tímann en á sama tíma gera alvöru útreikninga til þess að þetta skili yfir árin sparnaði. Ég held að það sé vel hægt, ég held hinsvegar að ákveðið fólk og flokkar vilji bara ekki að við njótum þeirra samlegðaráhrifa og stærðarhagkvæmni sem væri möguleg, vilja einfaldlega að einkaaðilir sjái um hlutina af þeirra ástæðu að einka sé best alltaf. Svo lengi sem það er hálfkák, verið að draga lappirnar og skammtímahugsun þá erum við aldrei að fara njóta raunverulegs ávinnings.

2 Likes

Við erum með mikið til opinbert kerfi. Ættum að virkja einkaframtakið eins og gert var með símann o.fl. til að bæta þjónustuna. Ættum samt að greiða þjónustuna í sköttunum áfram. Hlutdeild sjúklings er ákörðun löggjafans, hægt að hækka og lækka.

Í Danmórku og Svíþjóð (veit ekki um hin Norðurlöndin) færsti í vöxt að aukasjúkratrygging er hluti af launakjörum. Með aukasjúkrtryggingu (til viðbótar við þá sem við öll höfum hjá SÍ) er tryggjum við okkur betri heilbrigðisþjónustu en ef við erum á strípuðum SÍ tryggingum. Þannig t.d. ef við þurfum liðskipti þá þurfum við ekki að bíða í > 1 ár. Ef við þurfum augnsteinaskipti fáum við þau fljótlega. Með slíka tryggingu getum við keypt þjónustu af einkareknum sjúkrahúsum (t.d. Klíníkinni). Held þetta sé leið sem við þurfum að skoða til að bæta þjónustuna hér.

Hér eru nýjar upplýsingar frá forstjóra spítala í Kaupmannahöfn
“About 80 percent of all private employees today have the additional health insurance. The insured can typically buy insurance for the spouse, and children can also be covered by the insurance, so the whole family is covered by the health insurance, there are 2 mio. insured out of total 2,8 mio. employees.
Health insurance is a supplement to public welfare and, for example, goes in and covers where you would otherwise have to pay for treatment yourself. Health insurance ensures rapid investigation and treatment. This increases the possibility that you get well faster and can get back to work
Just under a quarter of health insured people used their insurance in 2019.”

Svíar eru komnir enn lengra í þessari þróun en Danir.

Held að þetta sé eina raunhæfa leiðin til að bæta heilbrigðiskerfið. Fólk er tilbúið að ráða sig frekar í vinnu þar sem það fær “aukasjúkratryggingu” af því það metur lífsgæði þess að vera með tryggingu fyrir góðri heilbrigðisþjónustu.

Heilbrigt kerfi - Grein um endurhæfingu heilbrigðiskerfisins - Hin sjálfsagða leið fram á við
https://www.frettabladid.is/skodun/heilbrigt-kerfi/

Ég er öryrki.
Ég er ekki að fara að “ráða mig til vinnu” ef atvinnuveitandi hefur fullfrískan valkost.
Ég fer aldrei að hafa slíka aukatryggingu frá atvinnuveitenda.

Svona kerfi myndi auka á aðstöðumun mínum sem og annara í svipaðri stöðu.

Einnig eru flest tryggingafyrirtæki hagnaðardrifin.
Það hefur gríðarleg áhrif á hversu auðveldlega er hægt að nýta sér tryggingarnar þegar keyptar eru.

Þetta tel ég ekki raunhæfa lausn fyrir “almenning” allan.

2 Likes

Fyrirkomulagið veitir auknu fjármagni inn í kerfið og léttir á biðlistum þeirra sem “bara” eru tryggðir hjá Sjúkratryggingum Íslands, sem reyndar verður aðal “tryggingafélagið” þó fleiri bætist við. Mælikvarðinn hagnaðardrifið er ónákvæmur. Nákvæmara er að bera saman það sem tryggingarfélögin bjóða þeim sem tryggja sig hjá þeim.

Eða… telur þú betra að það væri bara eitt ríkistryggingafélag t.d. fyrir bíla, fasteignir og annað? Hefur almenningur hag af því eða er betra að nokkur tryggingafélög keppist um að bjóða góðar tryggingar fyrir sem minnst iðgjald?

Já. Samkeppni í flestum viðskiptum fylgir margt val, þar með kostur til að EKKI kaupa, sem gildir ekki um nauðsynjar, og nauðsynjar ræðum við. Fyrir fasteign (þ.m.t. húsnæði) þvingar ríkið mann til að kaupa tryggingu (sem er skynsamlegt), og húsnæði er lífsins nauðsyn – meira að segja fer megnið nú þegar í einhvers lags ríkissjóð, til að tryggja gegn ofanflóðum og öðrum hamförum*. Bifreiðar eru ekki alveg svo nauðsynlegar (ég er bíllaus) en eru þannig í raun fyrir flesta, sökum umhverfis sem hefur verið byggt upp. Bifreiðartryggingu er maður líka þvingaður til að kaupa.

Samkeppni á íslandi er einnig nokkuð naum yfirleitt, með þrem bönkum, þrem tryggingafélögum o.s.fr. (og hve fjölbreytt er eignarhaldið?) Á meðan er hið opinbera hinnsti og stærsti tryggingaraðili í ÖLLU: í atvinnuleysistryggingum, í réttarhaldi, ef banki hrapi (of mörg nýleg dæmi), ef tryggingarfélag hrapi (AIG, Fannie Mae, Freddie Mac)… Hví leyfa einkaaðilum að hagna meðan ríkið taki mestri áhættu? Ríkið er einnig stærra öllum innlendum fyrirtækjum, sem betur fer (eða… vonandi) og því fræðilega með minni aukakostnað í skriftstofum, auglýsingum og fleiru.

Heilbrigðiskerfi er nauðsyn og flest ríki þvinga menn til að kaupa tryggingu EÐA borga skatta til kerfisins (mismunandi leiðir). Val er takmarkað af eðli (einnig sýna rannsóknir að samkeppni hafi miklu minni áhrif á t.d. lyfjaverð en fyrir flestar aðrar vörur – skilvirkur markaður finnst ekki á þessum geira). Ekki er pláss á Íslandi fyrir mörg stöðug fyrirtæki í samkeppni. Eins og í mörgu öðru á Íslandi --skilst mér og miðað við önnur lönd – væri framlegð nokkuð stór, sem er gott í sumum tilvikum en ekki þessu.

Á meðan er Þjóðarheilbrigðiskerfið (NHS) á Bretlandi/Englandi (smáatriði…) einna mest nýtið**, einna mest ríkisvætt og mögulega stærsta einstaka samfellt heilbrigðiskerfi í heimi.

*Raunar sýnist mér þetta vera niðurgreiðsla til þeirra sem vilja búa á landsbyggðinni, því stórhamfarir á Höfuðborgarsvæði væru þjóðarmál og engin rýmingarætlun því íbúafjöldinn er of stór, og hrun kerfisins – en það er annað mál. Og ekki endilega ósanngjarnt: vildum við að ALLIR lifðu á einum stað?

**Minnsta fé eytt til að bjarga sem flestum lífum – líklega DALY (e. Disability Adjusted Life Year) eða QALY (e. Quality Adjusted Life Year).


https://www.bmj.com/content/343/bmj.d5143

2 Likes

Greining á valkostum

Gott við ríkisrekna heilbrigðisþjónustu
-Hún er öllum jafn aðgengileg
-Mögulegt að veita sömu þjónustu á fámennum svæðum
-Mögulegt að skipuleggja sjúkraflutninga heildrænt
-Mögulegt að skipuleggja sérfræðiþjónustu um allt land
-Ríkið getur sett á lág komugjöld fyrir alla þjónustuþega
-Sama heildarverð fyrir alla, annaðhvort sem greiðsluþak eða gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta
-Löggjafavaldið fjármagnar gæði, staðsetningu og umfang heilbrigðisþjónustu
-Framkvæmdavaldið hefur eftirlit með gæðum og árangri heilbrigðiskerfisins
-Ríkið getur ákveðið árlegan fjölda aðgerða af hverri tegund og útrýmt eigin biðlistum með auknu fjárframlagi

Slæmt við ríkisrekna heilbrigðisþjónustu
-Dæmi eru um lélega stjórnun og erfitt er að skipta út stjórnendum
-Veikindaréttur ríkisstarfsmanna getur hamlað þjónustunni (mörg dæmi um það ef ekki fæst fjármagn til að ráða aðra manneskju)
-Fjársvelti og skortur á starfskröftum getur skapað langa biðlista og ófullnægjandi aðstöðu
-Stofnanaumhverfi getur verið ópersónulegt og óþægilegt
-Hætt við að fólk leiti erlendis eftir betri þjónustu

Gott við blandaða heilbrigðisþjónustu einkaaðila og ríkisins
-Sjúkratryggingar greiða fyrir þjónustu hvort sem hún er á einkastofu eða ríkissjúkrahúsi, sem er ágætt fyrir sjúklinga
-Sérstaklega er rými fyrir einkarekstur þegar um valkvæmar aðgerðir og meðferðir er að ræða
-Líklegt er að óhagnaðardrifinn einkarekstur heilbrigðisþjónustu geti veitt álíka þjónustu og ríkisrekstur, enda ráða arðsemissjónarmið ekki öllu þar

Slæmt við blandaða heilbrigðisþjónustu
-Læknar geta vísað fólki frá sjúkrahúsi á einkastofuna til að græða meira
-Einkarekstur getur einskorðað sig við arðvæna heilbigðisþjónustu en vísað öðru til ríkissjúkrahúsa
-Það að læknar skipti tíma sínum milli opinberra starfa og einkastarfa er líklegt til að draga úr skilvirkni og þjónustu opinberrar heilbrigðisþjónustu
-Samkeppni einkaaðila og opinberra aðila um gott starfsfólk, sér í lagi heilbrigðismenntaða sérfræðinga, er ekki jákvæð í íslenska fámenninu
-Óvíst er hvort greiðslur sjúkratrygginga tryggi hagkvæmni fyrir ríkið eða fyrir sjúklinga

Gott við einkarekna heilbrigðisþjónustu
-Biðtími í algengari aðgerðir og meðferðir getur styst
-Fólk sem getur greitt meira fær skjótari úrlausnir
-Fólk með heilbrigðistryggingar fær skjótar úrlausnir
-Einkarekstur er kvikur og rekstaraðilar geta breytt áherslum og þjónustu eftir þörfum
-Einkaaðilar geta boðið Sjúkratryggingum upp á “pakkatilboð” í fjölda aðgerða
-Einkaaðilar geta boðið upp á vistvænt og þægilegt umhverfi

Slæmt við einkarekna heilbrigðisþjónustu
-Einkarekin heilbrigðisþjónusta ýtir undir misskiptingu lífsgæða, þeir sem hafa efni á eða eru með aukasjúkratryggingar t.d. vegna vinnu eru betur settir en atvinnulausir, láglaunafólk og lífeyrisþegar.
-Aukasjúkratryggingar gerir sjúklinga og þjónustuþega háða einkareknum tryggingafyrirtækjum og þeirra arðkröfum, aukakostnaði og duttlungum
-Einkarekstur byggir á gróða þannig að gróðavænlegar aðgerðir og meðferðir fá forgang, sem getur verið í lagi með litlar læknastofur en alls ekki þegar kemur að einkareknum sjúkrahúsum
-Einkarekstur getur sett á allskonar aukakostnað; endurkomugjald, seðilgjöld, skoðunargjald og ýmislegt annað ógagnsætt (álíka og bankarnir gera)
-Einkarekstur er kvikur og rekstaraðilar geta breytt áherslum og þjónustu sem getur truflað meðferðir og traust sjúklinga
-Einkarekstur getur verið hluthafaform þannig að eignahlutir ganga til fjármagnsaðila sem lítið vit hafa á heilbrigðisþjónustu og þörfum sjúklinga
-Einkarekstur hefur engin eigin innviði og reiðir sig stöðugt á ríkisinnviði án þess að greiða fyrir þau sérstaklega, t.d. sjúkraflutningar
-Óljóst er hver hvati einkarekinna stofa til að sinna fyrirbyggjandi lýðheilsu
-Hætt er við fákeppni þar sem einkareknar stofur verða að stórum stofnunum sem hrinda frá sér samkeppni
-Einkareknar stofur geta síður tryggt bráðaþjónustu þegar eitthvað fer úrskeiðis í aðgerðum og meðferð sjúklinga
-Einkarekstur sem þó þyggur ríkisstuðning og greiðslur frá sjúkratryggingum er bæði ógagnsær og ólýðræðislegur sem ýtir undir mögulega spillingu
-Læknar á einkareknum stofum gera álíka mörg mistök og aðrir læknar, en geta leiðbeint sjúklingum í ónauðsynlegar aðgerðir til að græða pening

Niðurstaðan er skýr í mínum huga, hagnaðardrifin einkarekstur heilbrigðisþjónustu hefur fleiri ókosti fyrir almenning en markvisst ríkisrekið heilbrigðiskerfi. Það þarf þó að skerpa á fjárhag, eftirliti og gæðum opinberrar heilbrigðisþjónustu og láta einkageiranum eftir valfrjálsa þjónustu og þjónustu sem íbúar kalla eftir með lýðræðislegum ferlum. Öll heilbrigðisþjónusta sem nýtur stuðnings skattgreiðenda á að vera gagnsæar ákvarðanir, lýðræðisleg vinnubrögð, opinbera tölfræðin og gæðin háð eftirliti óháðrar stofnunar.

5 Likes

Takk fyrir greinargóða samantekt. Þess má geta (og án þess að því fylgi neitt vægi í sjálfu sér) að í samtölum við tvo lækna sem hafa starfað bæði í Svíþjóð og hérlendis hefur þessi mál borið á góma. Skoðanir þeirra eru á svipuðum nótum og þær sem þú tilgreinir í niðurlagi.

Jú, ef það dregur menntað fólk til landsins, og þá í þá landshluta þar sem þeirra er þörf.

1 Like

Það eru samt afar litlar líkur á því að fyrirtæki vilji starfa mikið þar sem fámenni er, þar er hið opinbera með skyldur hinsvegar.

Svo er ólíklegt að margir menntaðir sérfræðingar vilji dvelja langdvölum í “landshluta” þar sem er fámenni, fá tækifæri og byggð ból byggjast á atvinnutækifærum fortíðar sem tækni og hagkvæmni stærðarinnar hefur allt að því úrelt. Þetta er ekkert séríslenskt fyrirbæri því um allan heim streymir fólk til stærri borga þar sem tækifærin og velmegunin er meiri.

Eftir stendur hið opinbera með sömu skyldur gagnvart öllum landsbúum og þarf oft að kosta miklu til vegna velferðar fólks í fámenni.

Áratugalangar tilraunir til að bæta heilbrigðiskerfið og gera það gott hafa ekki gengið og munu því miður ekki ganga ef við höldum áfram að að keyra á sömu hugmyndum.

Heilbrigðisþjónusta er ekki öllum jafn aðgengileg. Þeir sem hafa sambönd komast fyrr að og þeir sem hafa peninga fara á Klíníkina eða til útlanda í stað þess að bíða eftir aðgerðum.

Fámennari staðir hafa ekki og munu ekki hafa sömu þjónustu og fjölmennari staðir. Sérfræðingarnir verða áfram fyrir sunnan.

Með því að koma upp viðbótar heilbrigðistryggingu eins og Danir og Svíjar léttum við á opinbera kerfinu þannig að það virkar betur fyrir þá sem nota það og gæði þjónustunnar vaxa fyrir bæði þá sem eru með viðbótartryggingu og hina.

niðurskurðir eru ekki tilraunir til að bæta heilbrigðiskerfið

2 Likes

Vandamálið við einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er að þjónusta við notendur versnar. Einkageirinn hagnast á því að eftirspurn sé meiri en framboð. Bretar eru að komast að þessu núna.

Myndskeiðið fjallar um PCR. Á Íslandi hefur kínverska fyrirtækið Íslensk erfðagreining framkvæmt fjöldann allan af PCR og mótefnaprófum. Ég er þakka ÍE fyrir ómissandi þátt í skimun fyrir CoV-SARS-2 erfðaefni og mótefnum.

1 Like

PCR er gott dæmi sem á við um alla geira. Af hverju að hafa einkafyrirtæki sem ráða við fleiri liðskipta aðgerðir en þörf er fyrir t.d.?

Hér er sagan og pólitískur raunveruleiki hundsaður. Hvað er það sem hefur verið fasti í kerfinu hingað til sem hefur leitt til þess að þetta “gengur ekki upp”. Það er annars vegar að hægrihugsunin í Sjöllum og afturhaldið í Framsókn hefur verið við stjórn alltaf (segi alltaf því það hefur ekki unnist tími í þá örfáu mánuði sem þessir flokkar hafa ekki verið í stjórn) og ekki nóg með það heldur hafa þeir átt fjármálaráðuneytið nánast allar götu.

Það góða sem er í kerfinu er komið vegna baráttu vinstrisins gegn græðgisvæðingu og hungurhugsun bæði til fólks og kerfis til hagsbóta fyrir auðstéttina sem er alltaf að ná að setja krumlur sínar fastar um þetta svið.

2 Likes

Allt í lagi - við höldum bara áfram að hjakka í sama farinu næstu áratugi :slight_smile:

1 Like

Ef þú þarft t.d. liðskiptiaðgerð og átt nógan pening geturðu keypt aðgerð hjá Kliníkinni eða farið erlendis, þarft ekki einu sinni að gera það á kostnað skattgreiðenda/Sjúkratrygginga.

Kerfið sem er verið að þróa í Danmörku og Svíþjóð gengur út á kerfi þar sem allir fá betri þjónustu og það launafólk sem getur og vill semur við sinn vinnuveitanda um viðbótar heilsutryggingu fyrri um 60.000kr. á ári.

Mjög öflug skipulagsbreyting sem bætir kerfið til muna.

Fyrir hverja? Þetta skapar kvata fyrir lækna til að sinna bara þeim sem hafa efni á að borga þeim meira.

1 Like