Heilbrigðiskerfið - Rekstrarform

Er ekki nokkur galli í því að slíkt kerfi geri starfsmenn háðari fyrirtækjum, af því að (auka-) heilsutrygging er tengd núverandi vinnu? Það gæti flækt það að flytja milli starfa (svo gerði vinnumarkaðinn, nú þegar óskilvirkan almennt, enn minna skilvirkan) og sérstaklega að yfirgefa starf til þess að stofna eigið fyrirtæki og svo framvegis. Þessi galli er vel þekktur á BNA.

1 Like

Það kann að vera, en þá bara ef starfsmönnum þykja réttindin svo mikils virði að þeir vilja halda í þau og ef það er erfitt að flytja þau. Löggjafinn gæti búið svo um að það sé auðvelt að flytja réttindin.

Nei, læknar fá greitt frá SÍ / skattgreiðendum fyrir alla sem þeir sinna. Það hvort fólk greiðir eitthvað sjálft eða ekki er bara eins og í dag, greiðsluþátttaka er ákvörðuð af stjórnvöldum sama hvar þjónustan er framkvæmd. Nema þegar fólk fer beint til einkaaðila utan sjúkratrygginga, eins og í dag.

Ef liðskiptiaðgerðir eru boðnar út, og einkafyrirtæki bjóða í og fá, þá fá þau bara greitt fyrir þær aðgerðir sem þau framkvæma það verð sem þau buðust til að vinna á. Stjórnvöld og skattgreiðendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af aukagetu í kerfinu.

Það kann að vera að það fari ekki vel í alla að tengja hér inn upplýsingar frá Samtökum atvinnulífsins, en geri það nú samt. Margt fróðlegt í þessu sýnist mér.
chrome-extension://efaidnbmnnnibpcajpcglclefindmkaj/viewer.html?pdfurl=https%3A%2F%2Fsa.is%2Fmedia%2F27286%2Fheilbrigdisthjonusta-a-timamotum.pdf&clen=1604676&chunk=true

Held að það sé mikilvægt að Píratar hafi raunhæfa og góða stefnu í heilbrigðismálum. Það mikilvægasta í þeim hlýtur að vera:

  1. Allir hafa sama rétt á ókeypis eða ódýrri heilbrigðisþjónustu.
  2. Allir eiga rétt á góðri heilbrigðisþjónustu og biðlistar eftir aðgerðum eiga að vera stuttir
  3. Heppilegt er að hafa blandað kerfi opinbers- og einkareksturs í heilbrigðisþjónustu eins og flestu öðru í þjóðfélaginu því það stuðlar að betri þjónustu og sem lægstum kostnaðarverðum, með beinni eða óbeinni samkeppni.

Þú virðist hafa misskilið, ef það er boðið upp á færri aðgerðir en sem nemur eftirspurn þá hækkar verðið, það er ekki eins og samráð og fákeppni tíðkist ekki á Íslandi.

Ef þú átt við að valkaðgerðir aðgerðir, þá er það líka þannig að ef verðið sem fæst fyrir aðgerðir er hærra en kostnaðarverð þá bjóða fleiri þangað til framboð nær eftirspurn.

Þetta er chrome extension. Þarf að fjarlægja það.
Svo þarf að breyta prósentutáknunum yfir í url svo það virki.

1 Like

Við búum við óheilbrigðiskerfi sem hannað var af Rockefeller sem gróðamaskína og er nú rekið af fjölskyldusjóði hans en það veldi hófst í snákolíusölubransanum. Nú hafa fleiri ættarveldi bæst í hópinn og þetta er orðið skrímsli sem borðar þjóðir í morgunmat. Blackrock og Vanguard eigastýra flestum fyrirtækjum í þessu braski ásamt samfélagsmiðlum sem banna alla umræðu um raunveruleikann.

Hin svokölluðu lækna"vísindi" snúast um að gera fólk langveikt og finna tryggingalykla hjá ríkinu sem byggir á ólögmætri skattheimtu.

Þeir sem sjá ekki rót vandans munu aldrei geta leyst hann.

Það hvernig þú kemur bara með svona staðhæfingar um allt kerfið í heild sinni, bara upp úr þurru. Og það hversu stórar þessar staðhæfingar eru miðað við upplifanir fólks, veldur því að ég held að mjög margir afskrifa þig bara strax sem einhverskonar öfgamann. Ég held það sé samt ákveðinn sannleikskjarni í því sem þú ert að segja. Það er bara erfitt fyrir fólk að sannfærast og sjá hvað er að gerast við ekkert nema svona stórar staðhæfingar.

Það væri betra ef tekið væri fyrir eitthvað lítið dæmi, og farið yfir hvernig hlutirnir væru gerðir ef við værum að reyna að lækna fólk, og svo farið yfir hvernig hlutirnir eru gerðir núna og af hverju. Og fara svo þaðan smátt og smátt yfir í stóru myndina. Hjálpa okkur hinum að sjá þetta sem þú sérð, með þér.

Ég veit sjálfur eitt svoleiðis dæmi. Fyrir um 15 árum fór ég að fá rauða flekki á húðina. Ég fór til læknis og hann skrifaði uppá sterakrem. Ég bar þetta á þrisvar á dag og já, flekkirnir hurfu rétt á meðan ég bar það á. En þeir komu svo strax aftur um leið og ég hætti að bera á, og þá fleiri og stærri. Vandamálið versnaði jafnt og þétt og þetta var farið að valda mér gríðarlegum áhyggjum þar sem flekkirnir voru sífellt að stækka og versna og einungis þessi sterakrem virtust virka samkvæmt læknunum. Og þau virkuðu bara ansi illa, voru rándýr og höfðu slæm áhrif á húðina til lengri tíma og svo vildi ég bara ekkert vera að bera eitthvað asnalegt krem á mig alla daga það sem eftir er.

Ég fór til læknis á Íslandi, svo sérhæfðs húðsjúkdómalæknis á Íslandi, svo fór ég til læknis í Evrópu og að lokum til rándýrs sérhæfðs húðsjúkdómalæknis frá Kanada. Þeir sögðu allir það sama. Kauptu dýr sterakrem og berðu á þetta. Þetta var orðið ansi stórt svæði sem ég þurfti að bera á, og það þrisvar á dag bara til að halda þessu niðri. Það eina sem dýri kanadíski húðsjúkdómalæknirinn gerði öðruvísi var að skrifa uppá rosalega dýrt sterakrem. Ég man alltaf þegar ég stóð í versluninni og var að fara að eyða svakalegum peningum í þetta sterakrem. Ég bara vissi að þeir voru bara að hlægja að mér einhversstaðar.

Fór heim án þess að kaupa það, með endalausar áhyggjur af þessu. Svo fór ég að spyrjast fyrir um og reyna að fá einhverjar upplýsingar um þetta mál sjálfur, þá var einhver sem sagði það að borða eina matskeið af dökku hunangi á dag gæti læknað marga húðkvilla. Ég fór strax að borða þrjár matskeiðar af dökku hunangi á dag. Og viti menn, allir þessir flekkir hurfu eins og dögg fyrir sólu og viku seinna var ekki nokkur leið að sjá að það hafi nokkurntíman neitt amað að. Ég þurfti heldur ekki þrjár matskeiðar, bara eina.

Oft seinna byrjaði ég svo aftur að fá þessa flekki og byrjaði þá bara að borða þetta hunang aftur og þá hvarf þetta á nökkrum dögum. Þetta endurtók sig margsinnis, á hverju vori og ég staðfesti þessa virkni aftur og aftur.

Frænka mín var einnig búin að þjást af sama húðkvilla alla ævi og hafði farið til húðsjúkdómalæknis á hverju ári í 30 ár útaf þessu. Þegar hún byrjaði að borða dökka hunangið læknaðist hún á viku, alveg eins og ég. Þetta er víst ættgengt frjókornaofnæmi, hún amma var líka með það.

Mín kenning er að það er eitthvað sem er erfitt við að lifa með frjókornum, og flugurnar setja eitthvað í hunangið til að hjálpa afkvæmunum að lifa með frjókornunum. Sem við borðum svo.

Við betri skoðun kom það svo á daginn að lækningarmáttur hunangs á húðina hefur verið þekktur í þúsundir ára, og notuðu Egyptar til forna hunang til að lækna ýmsa húðkvilla. Þetta vissu Egyptar til forna, en ekki læknar í dag.

Þarna er komið dæmi, sem hægt er að endurtaka og sanna. Og sýnir að þessi læknavísindi eru ekkert alltaf að reyna að hjálpa okkur. Þeir eru að reyna að græða pening. Það græðir enginn neitt á hunangsásvísun.

Það væri ekki vitlaust að safna svona dæmum upp og gera það vísindalega og hafa þetta eitthvað sem er endurtakanlegt og rannsakanlegt. Þá er ekki lengur hægt að afskrifa mann sem öfgamann eða neitt svoleiðis. Þá er þetta vísindalegt, sannanlegt, rekjanlegt og skiljanlegt. Verður í raun óneitanlegt með nægilegri vinnu. Og svo verður hægt að vista þetta einhversstaðar og þá geturðu vísað í það í hvert skipti sem þú kemur með svona yfirlýsingar. Þá ættu allir sem lesa þetta að geta komist á sömu blaðsíðu og maður er á sjálfur.

1 Like

1 og 2 er ekki í samræmi við lausnir sem miða við sjúkatryggingar sem fólk þarf að verða sér úti um t.d. með atvinnu því það skapar mismunun.
Fólk sem að er atvinnulaust.
Öryrkjar.
Fátækt fólk er sett aftast í biðaðir fyrir aftan fólk sem að hefur tryggingu frá atvinnuveitendum t.d.

Það er búið að reyna þetta.
Það endar ekki vel.

1 Like

Tómas Guðbjartsson læknir ræddi um heilbrigðiskerfið við Kristján á Sprengisandi. Hann telur þurfa að nýta einkarekna heilbrigðisþjónustu með þeirri ríkisreknu. Áhugavert viðtal.
https://www.visir.is/k/f125d90c-c77c-4bf6-ae07-56a787315bbb-1631445900670

Takk fyrir þetta innlegg. Ég er á því að lýðræðislega aðferðin til að þróa heilbrigðiskerfið sé sú að við fólkið myndum okkur skoðun á því hvernig á að breyta því og það mun hafa áhrif innan stjórnmálaflokka og þannig inn í stjórnmálin. Ég legg fram hugmyndir og rök og það gera fjölmargir aðrir. Mikilvægt fyrir fólk að mynda sér skoðun.

Læknar vilja vafalaust lækna fólk en þeir vilja margir líka hafa það gott fjárhagslega, telja sig sjálfsagt hafa rétt á því. Held að sumir læknar séu talsvert einstaklingshyggjusinnaðir að þessu leyti og leggi ekki til breytingar sem þeir telja að komi þeim ekki vel, annað hvort fjárhagslega eða sem starfsmönnum á sínum vinnustöðum.

Sú þróun heilbrigðiskerfisins sem ég er að kalla eftir er nú bara sú sem búið er að innleiða á norðurlndunum, þ.e. Danmörku og Svíþjóð sem eru leiðandi að ýmsu leyti.

Það eru svona hlutir sem trufla mig.

Að græða er ekki ljótt orð.

Græðgi er það og þetta lýtur út fyrir að vera græðgi.

Þannig að ef ríkissjóður tæki þennan rekstur yfir, og tæki þennan fjármagnskostnað á sig, þá myndi fjármagnskostnaður ríkisins hækka úr tæpum 64 milljörðum á ári í … tæpa 64 milljarða á ári. Það eru nefnilega tvær birtingarmyndir á fjármagnskostnaði, vextir og arður. Rekstur sem byggir á dýrum tækjakosti þarf fjármagn, og fjármagn kostar.

Það er ástæða afhverju ég notaði orðinn " þetta lýtur út fyrir ". Allavega er það minn skilingur á útgreiðslu arðs að hann er gerður eftir kostnað. Eftir að það sé búið að borga leigu, tækjabúnað, lán, laun og þar eftir götu.

Þannig að ef þetta er þannig gjörningur þá erum við að tala um fjármagnskostnaði ríkisis úr tæpum 64 milljörðum á ári í rúma 63 milljarða. Og þetta eru bara 2 fyrirtæki.

Arður er fjármagnskostnaður og stofnkostnaður, alveg eins og afborganir af lánum. Ef læknar leggja 300 milljónir í púkk árið 1996 til að kaupa segulómtæki t.a.m. þá geta þeir vonandi starfrækt það í einhver ár eða áratugi og fengið samanlagt hálfan eða heilan milljarð sem þeir geta þá notað til að kaupa fleiri tæki eða greitt sér í arð.

Það á ekki að skipta neinu máli hvort að læknir tekur lán persónulega fyrir hlutaféi, og fær svo til baka arð fyrir afborgunum, eða lætur fyrirtækið taka lán.

" Arður er íslensk þýðing á alþjóðlega hugtakinu dividend . Með arði er átt við greiðslur fyrirtækis í atvinnurekstri til eigenda sinna. Fyrirtæki getur því aðeins greitt arð að það hafi verið rekið með hagnaði á einhverju tímabili frá því það var stofnað."

Ég er ekki að skammast yfir því að fólk græði, en þessi 2 dæmi lýtur út fyrir að vera allt annar handleggur en gróði.

1 Like