Hver er fórnarkostnaðurinn af því að safna og binda hundruði milljóna í myndgreiningatækjum áratugum saman? Hefur einhver hagfræðilegur hagnaður myndast? Eða að hve miklu leyti er þessi hagnaður bara bókhaldslegur?
Hver er ávinningur læknanna, sjúklinganna og trygginganna?
Besta leiðin til að bæta starfsumhverfi, aðstöðu og kjör heilbrigðisstétta er að leyfa vinnustöðum að keppast um heilbrigðisstarfsmenn. Það er mun betri leið en að stjórnvöld ákveði hvað séu mátulega góð aðstaða og kjör.
Dæmi: nú eru til góð störf fyrir geðlækna í Heilsugæslunni (og hlutastörf í heilbrigðisstofnunum landshlutanna). Geðlæknar flykkjast þangað, og á næsta ári munu sérnámslæknar loksins ljúka sérnámi í geðlækningum í fyrsta skipti hérlendis í fjögur ár. En nú stekkur forstöðumaður geðþjónustu Landspítala fram og ávítir stjórnvöld fyrir að skapa geðlæknum betri störf en Landspítalinn getur boðið. En það er einmitt þessi ósamhæfing, að Heilsugæslan yfirbjóði Landspítalann, sem bætir kjör heilbrigðisstarfsmanna. Það vantar bara aðhald frá sjúklingunum: að yfirboðið leiði til betri eða mikilvægari heilbrigðisþjónustu eða lægra verðs en ef sami starfskraftur hefði verið á Landsítalanum. Sjúklingarnir með alvarlegustu geðsjúkdómana, og aðstandendur þeirra, verða að hafa völd yfir því hvaðan þau kaupa geðlækningar, rétt eins og sjúklingarnir sem leita fyrr til geðlæknis.
Og góð leið til að fjármagna fjárfestingu í heilbrigðiskerfinu er að leyfa áfram aukningu og minnkun hlutafjár í læknastofum, þar á meðal til að kaupa segulómtæki og álíka myndgreiningartæki.