Herdeild af undirskriftasöfnurum!

Nú vantar herdeild af undirskriftasöfnurum. Veit ekki til þess að allt sé tilbúið til þess, en það væri gagnlegt ef fólk myndi láta vita af sér, sem er til í það, og má hringja í á næstu dögum.

Þetta er sennilega langbesta leiðin til að læra að tala við kjósendur milliliðalaust, og mikil uppspretta af upplýsingum um hverju kjósendur eru að spá í. Sérlega gagnlegt fyrir frambjóðendur!

Nú er komin upp mappa með leiðbeiningum og tölfræðiskjali sem sjálfboðaliðar geta notast við. Endilega látið vita og þið fáið aðgang að henni.

3 Likes

Ég er til. Verð að vísu erlendis 18.-28.okt. s.6808851

2 Likes

Meðmælalistar

Reykjavíkurkjördæmi suður

Reykjavíkurkjördæmi norður

Suðvesturkjördæmi

Norðvesturkjördæmi

Norðausturkjördæmi

Suðurkjördæmi

3 Likes

Ég er til. Ég er s.s. búsettur nálægt Kringlunni sem er frábær staðsetning til undirskriftarsöfnunar.

2 Likes

Verður ekki hægt að bjóða upp á undirskrift rafrænt?

1 Like

Jú, ég veit satt best að segja ekki alveg hvernig er með það, en það kemur í ljós á næstunni. En reynslan sýnir að það er auðveldara að fara og sækja undirskriftir til fólks beint. Það er líka rosalega góð kynning. Við bölvuðum þessu svolítið 2013 áður en það var hægt að gera þetta rafrænt, en eftir á að hyggja er það miklu betri leið. Bæði kynnast kjósendur okkur, og svo er það þannig með rafrænar að maður nær ekki sambandi við neinn nema kunningja og vini. Í ofanálag hefur fólk tilhneigingu til að ætla að gera þetta einhvern tíma seinna, þegar maður talar við það, og svo bara dettur þetta úr huganum í amstri lífsins. Ef maður nær fólki bara þar sem það er, og það getur klárað málið á nokkrum sekúndum, þá er það í rauninni mun minna mál en að fara inn á einhvern vef.

3 Likes

Ég var td að hugsa um vini mína og kunningja í öðrum landshlutum

2 Likes

Nújá! Já, þá er það alveg tilvalin leið. Skal henda hérna inn upplýsingum um það þegar ég veit sjálfur meira.

1 Like

Það er innsláttarvilla í meðmælalista Reykjavíkur Norður. “æVið”.

1 Like

Það er mikilvægt fyrir þau sem safna undirskriftum að geta sagt fólki hvað það er að skrifa undir. Spurningar sem þarf að svara:
“Þarf ég að vera skráður í flokkinn?”
''Verð ég skráð í flokkinn ef ég undirrita?"
“Get ég skrifað undir hjá öðrum flokkum”

Og svo framvegis. Er til síða með algengum spurningum fyrir fólk sem safnar undirritunum?

2 Likes

Stafs.villa fremst í RN skjalinu (eitt „æ” hefur lætt sér með).

1 Like

Takk fyrir ábendinguna. Það er búið að laga hana.

2 Likes

Það eru leiðbeiningar með í pakkanum sem ég sendi á þig ef þú vilt safna. Mátt gjarnan senda mér netfangið þitt annað hvort í prívat skilaboðum hérna eða á Signal, og ég sendi þér pakkann.

1 Like

Ég legg klárlega allt sem ég get af mörkum í undirskrifasöfnun og býð líka fólki sem langar að fara í þetta en treystir sér ekki alveg til að vera eitt á ferð í þessu í fyrstu atrennu að heyra í mér og vera samferða.

2 Likes

Ég ætla mér á ferðina á sunnudaginn. Er mikið til í að vera samferða þér!

1 Like

Útprentaðir listar af meðmælendalistum fyrir öll kjördæmi eru í búnkum á Hverfisgötunni. Það vantar hins vegar fleiri spjöld og penna.

5 Likes

Þakka þér innilega fyrir þetta, Steinar!

2 Likes

Hugmynd varðandi rafræna undirskriftasöfnun: búa til viðburði á FB fyrir hvert kjördæmi með stuttri útskýringu á því hvað meðmælasöfnun er, með link á réttan stað á Island.is.
Þessi leið gæti lækkað þröskuldinn fyrir grasrót að bjóða mörgum á vinalistanum og býr í öðru kjördæmi t.d.
Gæti haft keðjuverkandi áhrif líka í að það er auðvelt fyrir þau sem hafa svo skrifað undir að deila viðburðinum.

2 Likes

Væri gott ef hægt væri svo að miðla stöðu undirskriftarsöfnunar, hve margar undirskriftir eru komnar; í hverjum landshluta, hve margir eru virkir að safna undirskriftum.

1 Like