heyjó - var eitthvað svigrúm? Það er hræðilegt að vera með stefnu og allt og svo selja réttindi yfir til fyrirtækja (og ég veit að við erum flest sammála um það ég er bara að fussa og sveiga)
Ég er á sama stað, er frekar oft að pirra mig að þetta hafi gerst á okkar vakt, með Pírata í meirihluta í borgarstjórn!
En ég tel að það sé hægt að lágmarka skaðann, með því að biðja fyrirtækið um að gera kóðann opinn á síðum eins og GitHub.
Ég var t.d. í dag að sjá að Stafrænt Ísland er með þessa stefnu:
Afurðir verkefnisins verður frjáls og opinn hugbúnaður (aðgengilegur á GitHub) sem tryggir aðgengi mismunandi teyma að afurðum og styður við nýsköpun.
Ekki okkur að þakka, en samt frábært skref í rétta átt hjá ríkinu.
Því spyr ég @XandraBriem er ekki hægt að fá fyrirtækið til að hafa kóðann opinn? Ef þeir segja nei, þá væri ég til í að vita af hverju.
Jú aðeins. Get farið yfir þau svör sem ég fékk með ykkur við tækifæri. Gæti líka sennilega komið á fundi með yfirmanni þjónustu og nýsköpunarsviðs ef áhugi er á því.
Ég væri mjög svo til í þannig fund.
Enn í vinnslu ?
Er alveg til í að halda áfram með þetta með ykkur.
algjörlega! (ég verð að skrifa meira en 20 stafi…)
Er eitthvað fréttnæmt búið að gerast í þessum málum?
Það er erfitt að horfa upp á vitleysuna. Gagnslaust að kjósa enn annað fyrirbærið sem segir eitt og gerir annað. Ótrúlegt að skammsýnin og heimskan sé svona yfirdrifin. Ómögulegt að halda áfram að vona eitthvað breytist.
Já, Hlaðan er á fullu í innleiðingu núna. Pínu pirrandi meðan sumir starfsstaðir eru komnir með hana og aðrir ekki, en þetta er loksins komið á fullt og er bara mjög spennandi.
Það er hægt að sjá kynningu á málinu í þessari fundargerð Stafræna ráðsins, liður 2.
Sama handvömm virðist hafa verið í útboði Strætó-appsins eins og Hlöðunnar: engin krafa um að kaupandinn fái grunnkóða að hugbúnaði og ótímabundið leyfi til notkunar og viðhalds.
Svona útboðsskilmálar mála útbjóðanda í horn, og gefa þeim sem hafa unnið tímabundið útboð forskot til að vinna það endurtekið. Því að engum öðrum er leyft að nota eða bæta hugbúnaðinn nema þeim sem fyrst samdi hann.
Píratar eru með stefnu um upptöku frjáls hugbúnaðar. Hana verður að útgæra sem staðlaðan útboðsskilmála um að hugbúnaður keyptur í útboði skuli vera frjáls!
Hér er bein vitnun í stefnu Pírata í Reykjavík:
Áhersla skuli lögð á að nýta frjálsan og opinn hugbúnað á öllum stigum stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélagsins þar sem því verður komið við.
Hvernig er þessi stefna útfærð í útboðsskilmálum Reykjavíkurborgar, dótturfélaga og byggðasamlaga?
@dorabjort, @XandraBriem, Magnús og Kristinn?
Hvernig er þessi stefna útfærð í útboðsskilmálum Reykjavíkurborgar, dótturfélaga og byggðasamlaga?
Ég hef verið viðloðandi opinber innkaup í um 15 ár, gert nokkur útboð um kaup á tölvukerfum.
Þeir sem hafa boðið opinn hugbúnað hafa aldrei (svo ég muni eftir) staðist aðrar kröfur sem almennt eru í útboðum, fjárhagslegt hæfi, tæknilegt hæfi, vottanir o.þ.h.
Hnífurinn stendur svo í kúnni þar sem oftast nær eru opinberar stofnanir (a.m.k. borgin) að byggja sig uppí að keyra enterprise umhverfi þar sem skalanleiki lausna þarf að vera innbyggður og hugsað um frá upphafi. Það er alveg örugglega að einhverju leiti vegna þekkingarskorts starfsfólks á að viðhalda öðrum tegundum að vinsælar lausnir séu valdar, þá bæði þekkingarskort hjá þeim sem reka kerfin en einnig hjá notendum sem hafa lært á kerfi hjá öðrum fyrirtækjum eða stofnunum. Það er dýrt og áhættusamt að reka kerfi án þess að hafa tæknirisa sem tryggir virkni fokdýra kerfisins.
Þó að kerfi séu forrituð hér á íslandi (sbr. Hlaðan) þá kallar kerfisuppsetningin yfirleitt á leyfisskylt middleware og í raun sárasjaldan sem að einhver heilsteypt commercial lausn sé það “hrein” að það sé hægt að opna kóðann að óhugsuðu máli. (ímyda ég mér, því ég þekki engin slík dæmi).
Borgin er þessa dagana að stíga svakalega flott skref í samskiptum og samstarfi sínu við markaðinn með því að opna fyrir samráð um nýjar innkaupareglur:
Nýjar innkaupareglur borgarinnar eru til umsagnar á vef borgarinnar:
Þetta er samt ekki óraunhæfara en svo að Stafrænt Ísland gefur núna út allan sérsniðinn hugbúnað undir opnum leyfum: GitHub - island-is/island.is: Monorepo for Iceland's digital services. - og Reykjavíkurborg tekur núna þátt í því. Þannig að þetta horfir allt til betri vegar.
En til að svara samt annars ágætum punkti þínum, þá þurfum við samt að nálgast málið öðruvísi en út frá því hvernig hlutirnir eru núna, til þess að breyta þeim. Ef þú gerir ráð fyrir almennu útboði og nefnir ekkert um að þú ætlir að gefa afurðina út opna, eða viljir nota opna tækni, þá vitaskuld koma risarnir með sín risavöxnu lokuðu kerfi og bjóða. Ef þú hinsvegar segir fyrirfram í útboðsgögnunum að kerfið verði gefið út undir opnu leyfi, þá bjóða þessir sömu aðilar í verkefnið út frá þeirri forsendu. Og það er ekkert þessu til fyrirstöðu.
Enda er þetta gert núna, og með góðum árangri. Sem betur fer verður opin tækni og opinn hugbúnaður sífellt meira meginstraums, ekki síst vegna þess að eftirspurnin eftir henni hefur aukist samhliða því að fleiri fyrirtæki öðlast reynslu af vendor lock-in og tilbúnum vandamálum, sem þjóna þeim eina tilgangi að gera söluaðilanum kleift að mjólka kúnna til eilífðarnóns.
Sem minnir mig síðan á þann kostnaðarlið sem er gjarnan litið framhjá: kostnaðurinn við að festast í lokuðum lausnum. Sá kostnaður sést sjaldan í bókhaldinu vegna þess að hann er svo yfirgengilegur að það er næstum því aldrei farið í hann. Þegar það er búið að taka upp eitthvað risavaxið, lokað kerfi, þá er kostnaðurinn við breytingar svo hamlandi að þær eiga sér ekki stað. Þetta er grundvallarmunur á opnum hugbúnaði og lokuðum.