Hlutabótaleiðin - góð eða slæm

Mig langar að tala aðeins um hlutabótaleiðina. Þetta er eitt af úrræðunum sem mér fannst og finnst enn mjög sterkt og líklegt til árangurs. En það virðist vera búið að eyðileggja þetta úrræði.

Vissulega eru dæmu um fyrirtæki sem virðast hafa misnotað hana. En fyrir mér er þetta fyrst og fremst úrræði sem var ætlað að verja starfsmanninn og skapa forsendur fyrir fyrirtæki sem standa frammi fyrir miklum samdrætti í verkefnum hugsanlega 100% hjá ákveðnum deildum eða fyrirtækinu öllu til að fresta uppsögnum.

Það er heldur ekki rökrætt að ætla að banna fyrirtækjum sem að ganga vel að nýta sér þetta úrræði. Vel rekin fyrirtæki eru burðarásar í þjóðfélaginu á meðan þau sem illa ganga eru gjarnan að þyggja meira en þau gefa af sér. Mörg fyrirtæki eru í samkeppnisrekstri og önnur eru í dreifðum rekstri þar semn einn hluti af rekstrinum gengur vel en annar, sem hugsanlega byggir á þjónustu við tam ferðaþjónustu hrynur alveg.

Þess vegna þykir mér mikið af þeirri gagnrýni sem hefur verið sett fram ósanngjörn, fyrirtæki sem hafa boðið sínu starfsfólki upp á þetta úrræði. Eru flest að gera það af heilindum gagnvart starfsmanninum og eru þannig að skapa forsendur til að hægt sé að halda ráðningarsambandinu á óvissutímum. Er það ekki betra þegar upp er staðið að sem flest vel reknu og sterku fyrirtækin sem standa á bak við slagkraftinn í samfélaginu komi sem sterkust út úr ástandinu sérstaklega í ljósi þess að við blasir að við erum að fara að sjá stór afföll í ferðaþjónustu.

Nú keppast fyrirtæki við að nýta sér ekki þetta úrræði og standa þá frammi fyrir því að einfaldlega segja upp fleira starfsfólki en annars hefði þurft.

Að beina gagnrýninni á fyrirtækin er ennfremur enn ósanngjarnara í ljósi þess að þetta vandamál er alfarið komið til vegna þess að ríkissstjórnin bjó til þær forsendur að hægt yrði að misnota þessa leið. Þess vegna hefði gagnrýnin átt að fara á ríkisstjórnina sérstaklega í ljósi þess að tekin var sú ákvörðun að einspila þetta og útiloka stjórnarandstöðuna.

1 Like

Hlutabótaleiðin virkar í stuttan tíma þó það fari eftir fjölda þeirra sem nota hana. Það hefur svo sem enginn gagnrýnt að hún geti ekki skilað sínu.

Í hvaða tilefni og við hvaða aðstæður eru hins vegar alltaf spurningar sem þarf að svara. Ég held að einfaldari leið væri að hafa einhvers konar pásutakka (þar sem afborganir og þess háttar er fryst) og grunnframfærsla sé eitthvað sem dekki málið á meðan ástandið varir.

2 Likes

Alls ekki ósammála. Tímabundin borgaralaun hefðu alveg getað komið til og skilað árangri. Málið er að til að vernda ráðningarsambandið var þetta eina leiðin önnur en að fyrirtækin fari í þrot. Það er bara búið að gera fórnarkostnaðinn það mikinn að fyrirtækin þurfa bara að fara fyrr í uppsagnir,

Nei. Drifkrafturinn felst ekki í fyrirtækjum.

1 Like

Tek undir það að hlutabótaleiðin er mikilvæg þó útfærslan sé ekki gallalaus.

Tek líka undir að það er leitt að verða vitni af heiftarlegum nornaveiðum gagnvart fyrirtækjum sem e.t.v. hefðu ekki átt að nýta sér leiðina. Það má koma þeim skilaboðum og koma á eðlilegu eftirliti með mikið manneskjulegri leiðum en heitarlegum persónulegum árásum.

Held að okkar innlegg í þetta mál sé að benda á hvar eru holur, herjir ættu að fá sem ekki eru að fá, hverjir ættu ekki að fá og hvernig eftirliti þurfi að hátta. Er reyndar nokkuð viss um að þessi mál hljóta að vera komin í betri farveg núna.

1 Like

Ertu nokkuð til í að útskýra það nánar. Ég er amk ósammála að því leiti að það er mjög æskilegt að til staðar séu fyrirtæki sem geta veitt fólki atvinnu og veitt þjónstu í samfélaginu.

Ég er sammála að því leiti að það er ekki það eina líka þarf að horfa til að framlags einstklinga.

1 Like

Indriði, ertu að beina þessari spurningu til mín? Ef svo er þá, viltu útskýra spurninguna, skil ekki alveg hvað þú ert að meina?

Fyrirtæki eru ekki náttúrulögmál; þau eru aðferð sem var fundin upp til að auðvelda reikningshald og - í formi hlutafélaga með takmarkaðri ábyrgð - skýla þeim sem taka hagnaðinn af rekstrinum fyrir áhættu af honum. Það voru, eru og verða alltaf einstaklingarnir sem vinna vinnuna og veita þjónustu.

Ef fyrirtækin hverfa, en einstaklingarnir hafa það ágætt, er hægt að búa fyrirtækin til aftur. Ef fyrirtækin blífa, en einstaklingarnir hverfa, hafa fyrirtækin engan tilgang.

1 Like

Ég var að svara Óðni

Þetta er samspil en til skemmri tíma litið er gríðarlega mikið hagsmunamál að halda sem flestum fyrirtækjum á lífi. Að stofna og hefja rekstur er mikið dýrara en að viðhalda honum og fullkomlega eðlilegt að reyna að halda sem mestu gangandi innan ákveðinna skynsemismarka.

Ég hef bara grun um að þessi „ákveðnu skynsemismörk“ liggi á mjög ólíkum stöðum fyrir fólki. Mitt mat er að það væri æskilegra að lögfesta rétt starfsfólks til að taka yfir rekstur við gjaldþrot í formi samvinnufélags og draga verulega úr hömlum sem ríkið setur á stofnun nýs reksturs en að verja fé til að skýla fjársterka aðila fyrir áhættu.

1 Like