Hlutverk formanns

Inn á samráðsvettvanginum okkar hafa farið fram umræður um pólitískt umboð. Sjá hlekk:Hér

Vandamálið sem við erum að reyna að leysa er þríþætt:

  1. Það vantar talsmann/talskonu fyrir Pírata sem grasrótin velur frekar en fjölmiðlar. Fjölmiðlar eiga ekki í neinum vandræðum með að velja fyrir okkur, en þeir munu þá einfaldlega velja þann Pírata sem er frekastur til að tala fyrir okkar hönd sem talsmann/talskonu okkar. Eða þann sem skapar mest click. Það þýðir umdeildasta manneskjan í raun. Það þýðir að ef sjálfstæðisflokkurinn væri formannslaus flokkur þá væri Brynjar Níelsson formaður hans.

  2. Þingflokki vantar einhvern fulltrúa sem getur sinnt samningaviðræðum við aðra flokka. Að láta þingflokksformann um það er ekki valddreifing af því að þá fær sú manneskja tvöföld völd (ásamt tvöföldu ólaunuðu álagi). Það er ekki sanngjarnt og gerir rödd okkar líklegri til að hverfa á þingi, og gerir þingflokksformenn okkar valdamestu einstaklinga innanflokks á alþingi. Í raun er þetta andstæða valddreifingar.

  3. Stjórnarmyndunarumboð vefst okkur fyrir. Þó svo að lög um umboðsmenn sem fá leyfi til að vinna af okkar hálfu í afmörkuðum verkefnum séu ágæt, þá hefur það í tvígang gerst að Píratar séu í miðri kosningabaráttu að eyða tíma og orku í að velja sér “formannsígildi”. Það hefur komið bæði kjánalega og illa út.

Til að breyta lögum Pírata þarf 2/3 meirihluta og það veldur mér nokkrum áhyggjum að í samráðsgáttinni séu ótal tillögur en þær fá í besta falli 55% meirihluta, ekki þann 66%+ sem þær þyrftu til samþykktar.

Ég vil skora á að við hugsum um hvað okkur finnst ídeal og hvað við gætum sætt okkur við.

Langóvinsælasta tillagan er: Breytum engu.

En hún verður default niðurstaðan nema við finnum málamiðlun.

1 Like