Ný umferðaröryggisáætlun hefur verið kynnt í borgarstjórn. Í ræðu Sigurborgar um hana ræddi hún mikilvægan þátt samgöngumála. Grunn-innstillingu mannfólks til bíla og öryggis. Hvernig okkur þykir sjálfsagt að ala upp börn m.t.t. forgangs bíla, þau eiga ekki að fara í veg fyrir bílana - það gæti hreinlega kostað þau lífið. Þannig er nærumhverfi flestra barna orðið óöruggt-og innstilling okkar frá fyrstu tíð mótuð. Mæli með að þessi ræða hennar verði gerð aðgengileg hér einhversstaðar ásamt alls kyns annarri fræðslu af hendi Pírata sem gagnast pírötum alls staðar á landinu. Samgöngur eru alls staðar - samgöngur í borginni hafa sértæka þætti, eins og hærra mengunarstig, fleiri bíla á litlu svæði og líkindi því meiri á slysum, en landsbyggðarfólk getur nýtt sér þá umfjöllun sem fyrir hendi er, sem útgangspunkta - hvað er öðruvísi í fámenni? Svo er líka munur milli bæjarfélaga, götusóparatækin hér í Mosfellsbæ sópa mun meira af ryki upp í loft, heldur en í Reykjavík…kannski af því ekki eru gerðar kröfur um rykvarnir við verktaka? Vilja Píratar setja sér lands-umferðaröryggisstefnu - mér finnst það alveg upplagt
Þetta finnst mér ein vitlausasta hugmynd sem eg hef séð á þessum vettvangi. Ef ekki yrði boðið fram á landsbyggðinni þá yrði henni nákvæmlega ekkert sinnt, kannski örlítið fyrst en svo myndi það fjara út þegar höfuðborgarveikin yrði algjörlega ráðandi.
Ef eitthvað er þá er landsbyggðin mikilvægari en höfuðborgarsvæðið. Á meðan margir á höfuðborgarsvæðinu hafa hálfpartinn gleymt uppruna sínum sem Íslendingur (er ekki að skjóta á neinn umfram annan) þá er landsbyggðarfólk oft jarðtengdara þar sem brjálæðið í borginni er ekki að hafa það mikil áhrif á þau. Þetta fólk er nauðsynlegt í stjórnmálahreyfingu. Sérstaklega Pírötum, flokknum sem virkilega hlustar á grasrótina. Mun meira en aðrir flokkar, svo mikið að mínum eigin orðum hefur verið talað á Alþingi okkar Íslendinga, bara því ég annað hvort sendi þingmönnum okkar póst á samfélagsmiðlum og/eða tjáði mig á Pírataspjallinu þegar ég átti Facebook.
Þegar grasrótin fær að vera raunverulega svona virk í stjórnmálamenningu Pírata á hæsta stigi þá get ég ekki séð að það verði neitt einasta vandamál fyrir landsbyggðina að vera virkur þátttakandi í þessum eina flokki sem einhverra raunverulega bóta á samfélaginu okkar allra er líklegust. Við munum komast í stjórn einn daginn og þegar ég segi við þá er ég ekki að meina þeir fáu sem fara á launaskrá hjá ríkinu og þurfa að hanga þarna í sirkusnum á hverjum degi, heldur við öll, því það er hlustað á okkur öll.
Það að “afstaða Pírata til hugmynda er óháð því hverjir talsmenn hennar eru” gildir ekki bara um aðra stjórnmálaflokka eða menn þeirra, ég sjálfur hef reynslu af því.
Eftir því sem fleiri kjósa Pírata á landsbyggðinni þá verður auðveldara að móta stefnur fyrir þau svæði ef allir hjálpast að með það. Þetta er lang líklegast flokkurinn fyrir hinn almenna borgara að fá sínum málum framgengt ef málin eru góð. Hér er virkilega hlustað en ekki bara þóst hlusta eins og hinir hálfvi***nir gera.
Ég held að ef þessi tillaga þín yrði að veruleika, þá væri það byrjunin á endinum fyrir lýðræði Íslendinga.
Áskorun! Ræðið sjávarútvegsstefnuna án þess að innifela landsbyggðina í þeirri umræðu 3:)
Sorrý, en það er ekki hægt. Þannig er með ýmis mál. Ég er fæddur á Patreksfirði fyrir 50+ árum. Ef það var hægt þá, þá ætti það kannski að vera hægt í dag. Það sem þarf er að ná umræðunni upp úr þessum landsbyggðar/höfuðborgarskotgröfum og ræða heildstæða stefnumörkun sem byggir á einingum sem geta staðið sjálfar eins og Björn nefnir hér að ofan. Vandamálið við sameiningar er hins vegar það að af fenginni reynslu skortir traust - stærri fiskarnir hafa helst til oft étið þá litlu.
Það að halda að sauðfjármál séu það eina sem skilgreini landbyggð frá borginni er barnalegt.
Sorrý, sko samgöngur, menntamál, heilbrygðismál og fleira lítu öðruvísi út milli borgar og landsbyggðar.
Einnig er mikill munur milli þéttbýlisstaða og dreifbýli og vá á milli landshluta er himin og haf á milli áherslumála.
“jafn brýn” Ekki það sem skilgreinir, sitthvor hluturinn. Annar finnst mér börn yfirleitt með afskaplega mikla íhygli og koma oft með afskaplega beinskeyttar athugasemdir, þannig að takk fyrir hrósið.
Svona til að fá skýrari mynd af þessu hjá þér. Myndir þú vilja hafa tvenn lög eða stefnur til dæmis um menntamál, annars vegar um menntamál landsbyggðar og hins vegar fyrir borgina og þá sér um vestfirði og sér fyrir austfirði? Einnig þá um heilsugæslu á Selfossi og síðan á Patró sem eru jú sitthvor landshlutinn?
Og svona til að skýra aðeins þá er ég fæddur og uppalinn út á landi en hef búið í RVK í nokkurn tíma en káeta, fjárhús, hlaðan, beitningaskúrar, fjós og beljur eru allt eitthvað sem ég tel mig geta enn fundið lykt af ef ég loka aftur augunum í smá stund.
Viðurkenni að ég las of hratt í gegnum fyrra kommentið, afsakaðu það.
Og til að svara
Nei ég vil hafa sömu lög. Og ég vil að þeasum sömu lögum fylgji fjármagn svo það sé jafn réttur á þjónustu.
Já.
Af hverju í ósköpunum að hafa þetta allt miðlægt, hugsað og ákveðið út frá forsendum á einum stað?
Hvað ertu að meinaru með “já”?
Að það eigi að setja lög til að fólk útá landi eigi auðveldara með að koma í höfuðborgina og ná sér í þá þjónustu sem ekki er hægt að fá nærri þeirra heimabyggð?
Eða setja lög um það að slíkri þjónustu verði veitt nægt bolmagn til þess að hægt sé að veita hana nærri þessu fólki?
Eða setja lög sem slá af kröfum eins og t.d. í menntun, eins og Jassi nefndi, til þess að fólk þurfi að uppfylla færri skilyrði til að fá ákveðnar gráður?
Og er allt hugsað út miðlægt út frá einum stað? Er sameinað Ísland ekki einn staður? Vega atkvæði landsbyggðar ekki meira en höfuðborgarinnar sem veldur því að það fólk fær fleiri málsvara fyrir sig á Alþingi heldur en höfuðborgin, miðað við fjölda atkvæða? (Endilega ekki breytið því)
Við erum bara rétt um 360 þúsund, búum í frekar litlu landi og eigum meira en nóg af auðæfum til að allir geti haft það jafn fínt.
Væri ekki betra að ráðast í það frekar, að allir njóti góðs af þessum auðæfum landsins frekar en að skipta þessari litlu þjóð enþá frekar upp?
Hvaða “sameinað Ísland”?
Nei, þvert á móti gilda atkvæði á höfuðborgarsvæðinu til þess að velja þingmenn (ekki málsvara) fyrir landsbyggðarkjördæmin.
Ef ekki er tekið tillit til mismunandi þarfa þá fara aldrei allir að njóta góðs.
Það sem ég átti við var að fjármunir okkar fari í sameiginlega sjóði okkar allra en ekki til örfárra arðræningja sem skilja ekkert eftir sig nema brotin loforð og sviðna jörð án allrar ábyrgðar. Þeir sem sæu svo um að forgangsraða fjármunum á réttlátan hátt væri annað mál og alltaf hægt að deila um þörfina hjá hverjum og einum. En það væri að minnsta kosti ekki hægt að bera það fyrir sig lengur að peningarnir væru ekki til