Hópferð á Stofnfund PíNK

Hæ hæ

Eins og flest ykkar vitið mun stofnfundur Pírata í Norðvesturkjördæmi fara fram 29. febrúar nk. á Sauðárkróki og töluvert af fólki að fara; framkvæmdaráð ætlar að senda nokkra fulltrúa sína á fundinn, ásamt starfsfólki og hluti þingflokks og starfsfólks hans verður á svæðinu líka, auk þess sem fleira félagsfólk hefur boðað komu sína.

Til þess að spara okkur öllum pening og kolefnisspor langaði mig að skipuleggja samflot (carpool) fyrir okkur sem ætlum að leggja af stað á laugardagsmorgninum.

Þið sem vilja vera með megið endilega láta mig vita hér eða senda mér póst á elsak@piratar.is (fyrir kl 17 á þriðjudaginn nk.) og taka fram hvort þið verðið á bíl eða óskið eftir fari (gegn þáttöku í eldsneytiskostnaði).

Hlakka til að heyra í ykkur :slight_smile:

2 Likes

Ég er að fara og vantar far

1 Like

Ég er að fara og vil ekki taka fjölskyldubílinn sem er auk þess rafmagns. Þannig að mig vantar endilega far.

1 Like

Ég er eitthvað að skoða hvort ég kemst. Ég er sennilega í vandræðum með bæði gistingu og far ef ég fer, en svo er ég líka að fara í aðgerð á mánudaginn og veit ekki með að vera á svona flakki, ætti sennilega ekki að drekka amk.

En langar samt að skoða þetta. Eru einhver laus pláss í bílum?