Hringrásarhagkerfi

Hringrásarhagkerfið er nú þegar ein af stefnum ESB og þar er verið að undirbúa breytingar á regluverki varðandi meðhöndlun úrgangs, þannig verður árið 2023 krafist aukinna lausna í flokkun á lífrænum úrgangi og 2025 aukin flokkun á spilliefnum og textílefnum. Píratar á Íslandi ættu að styðja það og vilja ganga mun lengra.

Helstu auðlindir Íslands felast í endurnýjanlegri orku, fiskistofnum og lítt snortinni náttúru. Nýta þarf orkuna og hreina vatnið til matvælaframleiðslu og sjálfsþurftar, t.d. fyrir ferðafólk.

Við ættum að stefna að því að fjármagna fjárhagslega hvata og samkeppnissjóði til rannsókna og þróunar á hringrásarhagkerfinu, fjármagnið má sækja úr jöfnunarsjóðum með breytingum á þeim.

Nokkrar hringrásarpælingar:

 • Ísland ætti að verða sjálfbært varðandi sem flest hráefni og vörur í samræmi við langtímaáætlun þar um
 • Stefna ætti að 100% endurvinnslu lífræns úrgangs
 • Stefna ætti að 100% orkunýtingu í iðnferlum sem nýta jarðefnaeldsneyti
 • Efla þarf hagræna hvata til nýsköpunar er leiðir til sjálfbærni og uppbyggingar í nærsamfélögum
 • Efla verður vísinda- og þróunarsjóði sem takast á við verkefni tengdum grunnrannsóknum og hringrásarhugsun í matvælaframleiðslu
 • Stefna ætti að sjálfbærum viðskiptajöfnuði fyrir alla flokka úrgangs sem ekki er hægt að nýta innanlands.
3 Likes

Er þetta ekki pínu einangrunarhyggju-legt. í heimi þar sem þjóðir stefna að því að verða sjálfum sér nógar verða alltaf einhverjar sem tapa. Það er kannski raunsætt fyrir ESB að geta lifað á sínum auðlindum, en er það fyrir Ísland?

1 Like

Góð ábending. Markmiðið er samt ekki einangrun, heldur sjálfbærni eða sjálfsþurft í þeim málaflokkum sem slíkt er mögulegt, kannski er ekki rétt að segja 100%, mætti segja “sem mestri” enda er ljóst að það verður aldrei 100%, en samt varðandi lífrænan úrgang þá er þetta allt hráefni sem við gætum nýtt og varðandi nýtingu jarðefnaeldsneytis ætti einnig að stefna að “sem mestri” nýtingu varmans sem nú tapast í gígantísku magni af því það er ekki hvatt til nýtingar, t.d frá álverinu við Reyðarfjörð.

Ef orðalagið er að trufla má laga það, en hvernig lýst ykkur á hugmyndina að endurvinna og fullvinna sem mest og stuðla að hringrásarhagkerfi þar sem slíkt er mögulegt?

2 Likes

Mér finnst ekki endilega vera sjálfstætt markmið að verða sjálfbær varðandi sem flest hráefni nema til þess að sporna gegn loftslagsbreytingum. Hugmyndin um landið sem er ekki háð neinum öðrum löndum er eflaust sjermarandi á einhvern hátt en þegar ég pæli í því, þá einhvern veginn sé ég ekki alveg af hverju það ætti að vera góð hugmynd. Kannski í aðstæðum þar sem við værum umkringd óvinveittum þjóðríkjum sem gætu notað hráefnisskort til að kúga okkur og jafnvel þá myndi ég líklega reyna að leysa vandann með því að auka viðskipti við þau frekar en hitt. En fyrir utan það, þá erum við umkringd vinveittum þjóðríkjum allan hringinn og langt í allar áttir.

Hinsvegar getur það alveg verið hluti af því að bregðast við loftslagsbreytingum, að framleiða hluti innanlands sem við núna flytjum inn. Það sem ég á við, er að það er þá skref í átt að öðru markmiði, en ekki markmið í sjálfu sér.

Með hliðsjón af þessu má spyrja:
a) Hvernig er hægt að flytja mikið magn af dóti til Íslands og frá því, án þess að brenna olíu? Eða er það yfirhöfuð hægt?
b) Getum við dregið úr óþörfum flutningum eða forgangsraðað þeim betur, og ef svo er, hvernig?
c) Hvað getum við framleitt innanlands sem við flytjum inn í dag, og hversu dýrir þyrftu millilandaflutningar að verða til þess að það yrði efnahagslega hagkvæmt?

Ástæðan fyrir því að við flytjum inn stöff sem mætti kannski framleiða hérna hlýtur að vera í grunninn sú að olíuverð endurspeglar ekki raunkostnaðinn af nýtingu hennar, þ.e. kostnaðinn sem brennsla hennar veldur öðrum í framtíðinni. Mig langar mikið til að vita hversu dýr olían ætti að vera ef skaðinn af brennslu hennar væri tekinn með inn í reikninginn.

1 Like

Það er reyndar eitt sem ég tel tvímælalaust að ætti heima í svona hringrásarhagkerfispælingu og það er matarframleiðsla.

Ísland hefur u.þ.b. 50% fæðuöryggi í dag, sem þýðir að ef allar flutningsleiðir myndu skyndilega lokast, þá væri hægt að framleiða mat fyrir helming þjóðarinnar innanlands.

Á meðan það er hægt að flytja mat inn er það allt í góðu, en í fyrsta lagi hljóta flutningar að verða dýrari í framtíðinni og í öðru lagi er ekkert svo óhugsandi að upp komi aðstæður á þessari öld þar sem siglingar með mat verða hættulegar eða ómögulegar, a.m.k. af og til. Við höfum almennt ekki búið við svona lítið fæðuöryggi vegna þess að það hafa aldrei búið svo margir hérna, en fólksfjölgunin hefur átt sér stað samhliða miklu frjálsari og ódýrari viðskiptum við útlönd eða með öðrum orðum eru frjáls og ódýr viðskipti við útlönd forsenda þess að allur þessi fjöldi geti búið hérna.

Þarna reynir á tækninýjungar. Ef við ætlum að stórefla matvælaframleiðslu, sérstaklega meðfram loftslagsbreytingum, þá er augljóst að það þarf að setja heilmikinn kraft í nýsköpun.

3 Likes

Þetta er nkl. pælingin sem mig langaði að ræða, þó önnur hringrásarferli hafi slæðst með í fyrstu. Þ.e. hafa Píratar áhuga á að stefna að aukinni, fjölbreyttari og vistvænni fæðuframleiðslu? Þá með því að setja kraft og fjármagn í rannsóknir og þróun, t.d. á nýtingu jarðvarma, lífræn hringrásarferli og tæknilega framleiðslu (sbr. kjötrækt) svo eitthvað sé nefnt.

Reyndar er oftar talað um fæðuöryggi þegar um magn og fjölbreytni matvæla á markaði er að ræða, þar sem matvælaöryggi er frátekið fyrir framleiðslueftirlit, öryggi gegn sýklum og eftirlit með merkingum o.s.frv.

3 Likes

Ég vissi að ég væri að nota rangt orð, kom bara ekki fyrir mig hvert hið rétta væri. :wink: Skal breyta þessu.

Góð samræða og áhugavert ef henni yrði framhaldið. Hamfarahlýnun mun vega þungt í pólitískum vilja (og þörf) fyrir að gera Ísland sjálfbært hvað fæðu varðar. Einangrun gæti gerst “af sjálfu sér” (með þeim fyrirvara að ekkert gerist af sjálfu sér) vegna landfræðilegrar legu landsins - ef vistvænn fararmáti verður ekki orðinn að veruleika þegar loftslagsflóttafólkið fer að banka upp á í löndum norðursins. Það er margt sem hangir á spýtunni en ekki hægt að treysta á hin þunglamalegu og hægfara hagsmunatengslastjórnmál, verðum trúlega að taka málin í eigin almannahendur.

2 Likes

@AlbertSvan Hefur þú eitthvað skoðað það sem er kallað "blue economy eða þú @helgihg?

,According to the World Bank,[1] the blue economy is the “sustainable use of ocean resources for economic growth, improved livelihoods, and jobs while preserving the health of ocean ecosystem.”

European Commission defines it as “All economic activities related to oceans, seas and coasts. It covers a wide range of interlinked established and emerging sectors.”[2]

The Commonwealth of Nations considers it “an emerging concept which encourages better stewardship of our ocean or ‘blue’ resources.”[3]

Conservation International adds that “blue economy also includes economic benefits that may not be marketed, such as carbon storage, coastal protection, cultural values and biodiversity.”[4]

The Center for the Blue Economy says “it is now a widely used term around the world with three related but distinct meanings- the overall contribution of the oceans to economies, the need to address the environmental and ecological sustainability of the oceans, and the ocean economy as a growth opportunity for both developed and developing countries.”[5]"

1 Like

Eftir ágætt umhverfisþing Pírata síðustu helgi þar sem m.a. var rætt um hringrásarhagkerfi er hægt að dusta rykið af þessum hringrásarpælingum. Í raun má finna margar góðar Íslenskar kynningar um hringrásarhagkerfi á Youtube.

“Hringrásarhagkerfið er það hagkerfi þar sem við leitumst við að lágmarka notkun á auðlindum og hámarka líftíma þeirra innan hagkerfisins, þannig að þær verði síður að úrgangi. Helstu leiðirnar til að innleiða hringrásarhagkerfið er enduvinnsla, endurframleiðsla, endurnotkun, viðgerðir og deiling, þ.e.a.s. deilihagkerfið.”
–Birgitta Stefánsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun (2021)
https://www.youtube.com/watch?v=u94Q1oJqXXY

Fyrir Pírata gæti stefna varðandi hringrásarhagkerfis verið einföld og markviss:

 1. Minnkum vistspor Íslensks samfélags með því að koma í veg fyrir förgun, mengun og sóun.
 2. Stuðlum að hringrsásarhagkerfi með endurnotkun og endurnýtingu hráefnis og orku í nærsamfélögum til að halda vistporinu sem lægstu.
 3. Myndum hvata sem sporna gegn ofneyslu fólks, sívaxandi innflutningi og efnissóun fyrirtækja og opinberra aðila.
 4. Eflum deilihagkerfi þar sem margir samnýta hluti eða vinnu á vistvænan máta.
 5. Aukum á umhverfislæsi með fræðslu hvernig mögulegt er að hafa jákvæð áhrif á vistvæna hegðun fyrirtækja og opinberra aðila.

3 Likes

Einmitt! Ég held að væri til þess að gera lítið mál að vera með skýra og góða stefnu í þessu. Anna frá Tool Library var mjög inspírerandi á umhverfisþinginu - við þyrftum t.d. að leggja mikla áherslu á “right to repair” og ýmsa hagræna hvata undir endurnýtingu. Til samanburðar þá samþykkti Alþingi lög um hringrásarhagkerfi núna fyrir sumarið, sem standa alls ekki undir nafni heldur eru bara lög um skynsamlegri ferla fyrir flokkun á rusli.

1 Like

Hvað meinarðu með 50% fæðuöryggi? Framleiðsla á eldisfiski er 100kg á Íslending á ári, sem er hátt í máltíð á dag. Veiddur fiskur er tæpt tonn á Íslending á ári. Það er nóg, bæði fyrir menn og dýr. Getur sennilega að miklu leyti komið í stað innflutts fóðurbætis og áburðar. Korn, baunir og alvöru hnetur væri hægt að safna í birgðir. Það er helst íslenskt grænmeti og ávextir sem gæti myndast skortur á í umsátri og umsátursherinn gæti stöðvaði útflutning okkar á grænmeti til Grænlands.

En hverskonar allsherjar umsátri búist þið við? Í náttúrlegum erfiðleikum má alltsf vænta þess að einhverjar hafnir séu brúklegar.

1 Like

Mér sýnist þú vera að svara gömlum pósti frá HHG. Málið er kannski ekki að festa sig í hundraðstölum eða framleiðslutölum, heldur að geta hlutina þannig að við séum betur undirbúin fyrir hverskonar vá eða samgöngutruflanir við umheiminn með því að gera sem mest úr innlendum auðlindum, þar með talið að stuðla að fæðuöryggi með fjölbreytni, nýsköpun og tækni sem nýtir íslenskar orkuauðlindir. Þannig getum við best tekist á við hin ýmsu verkefni. Hringrásarhagkerfi er klárlega hluti af slíku módeli, enda er frumframleiðsla eða innflutningur án þess að huga að endurnvinnslu eða endurnýtingu klárlega óhagstæð og sóun.

1 Like