Hugbúnaðarhús ríkisins

Í stuttu máli datt mér í hug að það væri sniðugt að sameina alla hugbúnaðarþróun á vegum stofnanna og ráðuneyta undir einn hatt. Það væri mun hagkvæmara bæði kostnaðarlega og fyrir gæði hugbúnaðarins þar sem stór sameiginlegur þekkingarbrunnur verður til ásamt samnýtingu á lausnum sem stofnanir hafa mögulega nú þegar leyst hver í sínu horni.
Eins væri hægt að móta og framfylgja betur hvaða stefnum sem hugbúnaðarþróun á vegum ríkisins ætti að fylgja, svo sem stefnu um að opna hugbúnaðinn og fleira.

Ég bjó til tillögu um þetta hér sem er með nánari lýsingu og einhverjum tölum: https://x.piratar.is/polity/1/document/403/v1/

4 Likes

https://www.althingi.is/altext/149/s/0454.html

“yfirumsjón með tæknilegum innviðum Stjórnarráðsins, samþættingu vefkerfa og forritunarviðmóta og stöðlun þróunarferla og gæðastýringar við hugbúnaðargerð, hafi utanumhald um opin gögn, annist ráðgjöf um upplýsingaöryggismál og hafi umsjón með útboðum sem snúa að hugbúnaðarþróun og öðru sem snýr að því að tryggja gæði rafrænnar þjónustu hins opinbera gagnvart almenningi”

Auðvitað eruð þið búin að pæla í þessu. Gleður mig að sjá að þetta er í ferli. Mín hugmynd er líklega bara öðruvísi að því leyti að þar væri helst ekki leitað til verktaka, heldur öll þróun væri þar innanhúss. Maður sér nefnilega að all nokkur ríkisbatterí eru með forritara á sínum snærum (RÚV, Hagstofan, o.fl.) á meðan aðrar reiða sig á verktaka (MMS er t.d. komin mest þangað, ólíkt því sem var á okkar tímum þar @bjornlevi).

1 Like