Ég hef verið að vetla fyrir mér breytingum á skipun alþingismanna sem í dag starfa í einni deild/málstofu (síðan 1991), eru 63 talsins (síðan 1984) og kosnir af sex kjördæmum (síðan 1999).
Ég veit um nokkra Pírata sem vilja leggja niður kosningar og skipa alla alþingismenn með slembivali. Það kann að vera of róttæk breyting fyrir flesta. Því hef ég velt fyrir mér ýmsum samflettingum kosninga og slembivala.
Ein útfærsla væri að hafa neðri deild kosna og efri deild slembivalda. Spurningin er þá hvaða fjöldi alþingismanna yrði í hvorri deildinni og hvernig verkum væri skipt á milli þeirra. Mættu báðar deildir leggja fram lagafrumvörp eða bara sú neðri? Þyrfti 50% eða 60% í efri deildinni til þess að stöðva mál sem kæmi frá neðri deildinni eða vísa því aftur til hennar?
Önnur útfærsla væri að hafa eina deild en velja þá í sætin til dæmis 50:50 eða 60:40 með kosningum og slembivölum. Þá væru allir alþingismenn í sömu tign ef svo má að orði komast.
Ég hef litlar áhyggjur af skipun alþingismanna og efri/neðri deild, en finnst slembival alltaf góð hugmynd. Að mínu mati þarf aðrar fimm aðgerðir til að gera Alþingi almennilegt:
Stjórnarskrárákvæði sem aðskilur ráðherra frá löggjafarvaldinu.
Að Alþingi starfi allt árið á milli kosninga; málþóf verður óþarft, mál falla ekki niður nema þau séu felld, varamenn koma inn þegar aðal fara í frí.
Alþingi á að kalla aktíft á stefnumótun til viðbótar við lagasetningu og vinna markvisst úr stefnum og samþætta lagasetninguna við framtíðarstefnur.
110% gagnsæi á öllum stigum og störfum Alþingis, þ.m.t. fjármál, fundartilhögun og nefndarstörf.
Færa störf þingsins inn í nútímann t.d. með fjarfundatæknibúnaði, fjar-atkvæðagreiðslum og engum óþarfa afskiptum af klæðaburði.
Helmingur alþingismanna endurnýjast í hverri kosningu, ekki allir. Þannig er minni hætta á því að öll eða mest reynslan hverfi á einu bretti. Þá yrði sem sagt kosið á tveggja ára fresti ef kjörtímabilið er 4 ár en þriggja ef það er 6 ár.
Til að koma í veg fyrir átakastjórnmál eins og þau þekkjast á Íslandi er hægt að fara þá leið sem Noregur og Svíþjóð fara og er hún sú að leyfa ekki að Alþingi sé rofið og boðað til kosningar. Þannig myndu menn neyðast til að vinna saman og sennilega yrðu minnihlutastjórnir algengari en nú þekkist en þær þyrftu að reiða sig á meirihlutann (gera málamiðlanir) í hverju máli fyrir sig. Ef eintaka alþingismenn vilja segja af sér af einhverjum ástæðum geta þeir það og varamaður kemur inn í þeirra stað.
Ég er búinn að hugsa nokkuð um slembival gegnum tíðina, einmitt um að nota slembival í efri deild.
Til að fá tölfræðilega almennilega niðurstöðu með öryggisbili 95% þá þyrfti stærð efri deildar að vera 25 og mark til að hafna eða leyfa máli að vera 60% (væru atkvæði milli 50% og 60% þyrfti að reyna aftur eftir ár eða með frábrugðnum texta). Með öryggisbili 99% og 60% takmark þyrfti stærð efri deildar að vera 42. https://www.calculator.net/sample-size-calculator.html?type=1&cl=99&ci=20&pp=50&ps=&x=84&y=18
Til að sjá til þess að reynsla sé viðhaldin í efri deild væri gótt ráð að ekki skipta út öllum slembivöldum þingmönnum í einu, en heldur að skipta slembivöldum vikulega – nýr þingmaður kæmi á hverri viku.
Kannski ætti slembilvalið að tengjast Lottó, þannig að maður fengi verðlaunin EFTIR að vera þingmaður um hríð (og bara ef hann hefði verið duglegur í að mæta). Á meðan fengi hann þingfararkaup. Þannig myndu færri hafna því að vera á þingi. Kannski.