Ég hef verið að vetla fyrir mér breytingum á skipun alþingismanna sem í dag starfa í einni deild/málstofu (síðan 1991), eru 63 talsins (síðan 1984) og kosnir af sex kjördæmum (síðan 1999).
Ég veit um nokkra Pírata sem vilja leggja niður kosningar og skipa alla alþingismenn með slembivali. Það kann að vera of róttæk breyting fyrir flesta. Því hef ég velt fyrir mér ýmsum samflettingum kosninga og slembivala.
Ein útfærsla væri að hafa neðri deild kosna og efri deild slembivalda. Spurningin er þá hvaða fjöldi alþingismanna yrði í hvorri deildinni og hvernig verkum væri skipt á milli þeirra. Mættu báðar deildir leggja fram lagafrumvörp eða bara sú neðri? Þyrfti 50% eða 60% í efri deildinni til þess að stöðva mál sem kæmi frá neðri deildinni eða vísa því aftur til hennar?
Önnur útfærsla væri að hafa eina deild en velja þá í sætin til dæmis 50:50 eða 60:40 með kosningum og slembivölum. Þá væru allir alþingismenn í sömu tign ef svo má að orði komast.