Hugleiðingar um stjórn Pír

Vil opna hér umræðu um pír. Ég hef nú verið síðasti varamaður í pír þetta síðasta ár og hef fengið að kynnast bæði frábæru fólki og að hvernig stjórnarsetan hefur virkað/ekki virkað.

Ég held að við erum með rangt skipulag á því. 5 aðal, 5 vara, sem kosið er á hverju ári. Það er nákvæmlega ekkert sem passar uppá að þekking og reynsla fylgi áfram nýju ráði. Að taka við boltanum og halda áfram með hann er mikið flóknara en bara segja, “klukk, þú ert hann”.

Síðan er líka málið með aðal og vara, þurfum við yfirhöfuð að hafa fólk titlað með þessum formerkjum þegar aðeins 3 þarf til þess að stjórnin er talinn virk.
4.7. Séu færri en þrír stjórnarmeðlimir með kjörgengi skal boða til aukaaðalfundar eins fljótt og mögulegt er og kjósa í stjórn að nýju.

Ég tel að við þyrftum að breyta þessu fyrirkomulagi. Hvernig er ég ekki kominn með loka niðurstöðu á en tel að best væri að það væri í svipuðum stað og framkvæmdaráðið. Kosið til 2 ára, á hverju ári.

En 10 manna stjórn er of mikil í aðildarfélagi að mínu mati. En hve marga þarf samt. Væru 6 nægir? kosið um 3 á hverju ári (og fyrir þá sem mundu hellast úr lestinni).
Eða værum við að horfa á oddatölu? 5 þá, eða 7?

En hvað með formanninn?
4.4. Sigurvegari kosninga verður formaður Pírata í Reykjavík.

Held að það væri flott að halda þessu, þá væri formaðurinn aðeins í 1 ár í senn.

Hvað segið þið?
Væri sniðugt að breyta fyrirkomlaginu og þá hvernig?

1 Like

Ég hef verið bæði formaður og gjaldkeri Pírata í Reykjavík, og vil taka undir þetta.

Ég held að það sé löngu orðið tímabært að koma skikki á þetta. Og 10 er allt allt of mikið.

Sennilega ættum við að hætta aðal og vara pælingum, það er bara þreytandi, kjósa 5 í stjórn, en fundur sé löglegur með 3 stjórnarmönnum. Ég er reyndar soldið hrifin af pælingunni um tvö ár, eins og í framkvæmdaráði, þá myndum við fara í 3 og 3 væntanlega. Og formaður verði annaðhvort valinn til eins árs í senn að stjórninni, eða alltaf sá frambjóðandi þeirra þriggja sem fær besta kosningu í hvert skipti.

Ég held reyndar líka að það mætti mögulega formgera tengingu milli sveitarstjórnarfulltrúa og stjórnar félagsins. T.d. með því að eigi félagið fulltrúa í sveitarstjórn, þá kannski skipi sá hópur áheyrnarfulltrúa í stjórn Pírata í Reykjavík, og að stjórn Pírata í Reykjavík skipi tengilið við sveitarstjórnarfulltrúa. (eða það sé tilgreint í hlutverkum formanns eða varaformanns, en ég hallast frekar að hinu). Kannski eitthvað svipað fyrirkomulag gagnvart þingflokki.

Við skulum hafa í huga að stundum höfum við verið að binda hendur okkar aðeins of mikið með að nýta það fólk sem við höfum. Mér finnst t.d. skrítið að varaþingmenn geti ekki tekið sæti í stjórn aðildarfélags, þó vissulega væri það skrítið ef 1. varaborgarfulltrúi gerir það, sem er að staðaldri í nokkurn vegin fullri vinnu. En mér finnst ekki alveg gott mál að við höfum áhugasama félagsmenn sem geti ekki tekið þátt, jafnvel þó það sé kannski mönnunarkrísa í félaginu. (ekki að það sé neitt mjög sennilegt til að vera viðverandi ástand, en mér finnst allt í lagi að slaka aðeins á fyrirvörum)

Og meina, þingmenn Reykjavíkurkjördæma og borgarfulltrúar eru virkir félagsmenn, það má alveg vera aðeins ljósara, og ég man að þegar ég var í stjórn PíR þótti mér alltaf leiðinlegt að það virtist alltaf vera einhver illskilgreind fjarlægð þarna á milli.

Mér þætti jafnvel ekkert að því að oddviti í borgarstjórn hefði eitthvað hlutverk sem varnagli til að boða aðalfund, geri stjórnin það ekki eftir að tiltekinn tími er liðinn frá síðasta löglega aðalfundi eða sé óstarfhæf af einhverjum sökum, en það er auðvitað eitthvað til að ræða bara, þó það kæmi væntanlega aldrei til að það ákvæði væri virkjað.

1 Like

Góðar og þarfar pælingar, það þarf að huga að þessu félagi og sem fyrsti formaður þess hef ég auðvitað mínar skoðanir.

Aðal- og varamenn í stjórn er atriði sem virðist hafa komist dálítið reik á innan Pírata, í reynd hefur þetta þróast þannig að gjarnan er litið á aðal- og varafulltrúa sem nokkuð jafngilda með jafnan rétt til fundasetu. Í stað þess að slétta þetta allt út með formlegum hætti legg ég til að formgera það í lögum að það eigi í mesta lagi það margir fulltrúar að sitja stjórnarfund og aðalmenn eru. Sumsé, ef tvo aðalmenn vantar er hægt að taka tvo varamenn inn en ekki fleiri. Þannig verði að það að jafnaði aðalmenn sem sitja fundina sem kalla inn varamenn þegar þeir komast ekki. Varamenn eru mikilvægir upp á þetta sem og að vera til reiðu ef einhver aðalmaðurinn fer alfarið úr stjórn - sumsé í báðum tilfellum að vera alvöru aðalmenn, geta setið fundi eða tekið sæti ef á því þarf að halda en eru annars á hliðarlínunni. Ef það á að fækka í hópnum þætti mér best að gera það með því að fækka varamönnum t.d. niður í þrjá. Þetta á þá við öll aðildarfélög sem og móðurfélagið.

Varðandi árlegar kosningar í stjórn þá má hafa það í huga að það er ekkert hámark á lengd stjórnarsetu hvers og eins, kosningin snýst bara um endurnýjun umboðs. Auðvitað mætti breyta þessu t.d. þannig að fólk heldur umboði sínu í tvö ár og alltaf er kosið á aðalfundi um þau sæti sem losna en ég sé ekki að það breyti miklu í grundvallaratriðum. Ég er reyndar með miklar skoðanir á því að takmörkun á lengd setu í framkvæmdaráði er allt of mikil og valdi of miklu róti á því en hér rekum við okkur á engar takmarkanir. Málamiðlun þarna á milli væri mögulega að hafa þetta t.d. sex ár, eins og gert er t.d. í Geðhjálp en þar er einmitt kosið alltaf til tveggja ára í senn:

Stjórn félagsins er skipuð 8 einstaklingum auk formanns og skulu þeir kosnir á aðalfundi. Formann skal kjósa sérstaklega til tveggja ára í senn. Meðstjórnendur skulu kosnir 4 í einu til tveggja ára og ganga árlega 4 úr stjórninni á víxl. Einnig skal kjósa 4 varamenn í stjórn til eins árs og 2 skoðunarmenn til eins árs. Ef aðalmenn hverfa úr stjórn skulu varamenn taka sæti þeirra í samræmi við atkvæðamagn að baki hverjum þeirra í kosningu á aðalfundi. Enginn skal sitja lengur samfellt í stjórn landssamtakanna Geðhjálpar en í 6 ár.

Formleg tenging við borgarstjórnarflokkinn er síðan mjög nauðsynleg og það er gert með því að festa niður reglulegan fundavettvang þarna á milli. Útfærslan skiptir ekki öllu máli svo lengi sem það er formgert að fulltrúar stjórnar og fulltrúar borgarstjórnarhóps funda saman reglulega.

Góð pæling með að varaþingmaður geti setið í stjórn, sé ekkert því til fyrirstöðu í sjálfu sér.

3 Likes

Þar sem ég er að gera þetta í síma þá ætla ég aðeins að taka einn hlut í einu.

Áhugavert en getur verið erfitt í framkvæmd. Þarna kallar á vel vakandi aðalmenn sem passa upp á sína mætingu og að varamenn sem eru vel tiltækir á fundi. T.d. þá mundi ég halda að 2 daga fyrirvari væri lágmark fyrir að kalla inn varamann.

En kanski er þetta bara akkurat sem þarf til þess að skapa aga innan stjórnarinnar.

Ég er aðvísu á þeirri skoðun að varaþingmenn eru kjörnir fulltrúar og ættu ekki að sitja í stjórn aðildafélaga á sveitastjórnastigi. Er svo sem alveg sama um félög eins og unga pírata, femininstafélagið og þar eftir götu.

En ef við mundum leyfa það væri þá takmarkanir á því? Eins og t.d. með Reykjavík. Það er fræðilegur möguleiki á því að stór hluti pír væri þá skipuð varamönnum.

Er ekki að segja að það mundi bókað gerast en er möguleiki.

Ég er alveg sammála að það er betra að nýliða ef við getum, en það ætti bara að vera mórallinn í félaginu og viðtekin venja, en okkur sé ekki bannað að nota varamenn ef það er lægð í virkni og mjög fá framboð.

Mætti kannski undanskilja fyrstu varamenn, þeir eru það sennilegir til að vera mikið inn og út, og að varamenn sem taka sæti fari þá í leyfi úr stjórn á meðan, en ég held það sé óþarfa varnagli og virki fælandi.

Þriðji varaþingmaður t.d. er væntanlega mjög áhugasamur, virkur og upplýstur um félagið, en ósennilegur til að taka sæti nema kannski 1-2 skipti yfir kjörtímabilið, og pínu leiðinlegt að slík manneskja geti ekki notað krafta sína annarstaðar í félaginu.

Hve langt niður fara kjörbréfinn?
Er sammála með 3. Varamanninn. Það væri full mikið að skella honum/henni beint á hliðarlínuna.

Kjörbréf ná held ég niður þannig að jafn margir varamenn fá kjörbréf og aðalmenn, í hverjum flokki í hverju kjördæmi.

Það er einmitt sem er sérstakt við Pír, það er fræðilegur möguleiki að hafa í dag 4 varamenn með kjörbréf í stjórninni.

Þá er ég að vísu ekkert að gera ráð fyrir áhuga varamanna á því eða niðurstöðu kosninga. En hluti að vandamálum í dag hjá pírutum er að annað hvort ofhugsa möguleikana eða vanhugsa þá.

Spurning um hvoru megin ég er með þessar pælingar.

1 Like

Mig langar að halda félagsfund til að ræða hvað þurfi að breytast til að aðildarfélagið sé virkara og mögulega leggja fram lagabreytingartillögur til að setja í kosningakerfið fyrir aðalfund ef fundurinn er sammála um að þess gerist þörf.

Vonandi gætu sem flest okkar komist.

Er ekki örugglega stemming fyrir að taka slíkan fund?

2 Likes