Vil opna hér umræðu um pír. Ég hef nú verið síðasti varamaður í pír þetta síðasta ár og hef fengið að kynnast bæði frábæru fólki og að hvernig stjórnarsetan hefur virkað/ekki virkað.
Ég held að við erum með rangt skipulag á því. 5 aðal, 5 vara, sem kosið er á hverju ári. Það er nákvæmlega ekkert sem passar uppá að þekking og reynsla fylgi áfram nýju ráði. Að taka við boltanum og halda áfram með hann er mikið flóknara en bara segja, “klukk, þú ert hann”.
Síðan er líka málið með aðal og vara, þurfum við yfirhöfuð að hafa fólk titlað með þessum formerkjum þegar aðeins 3 þarf til þess að stjórnin er talinn virk.
4.7. Séu færri en þrír stjórnarmeðlimir með kjörgengi skal boða til aukaaðalfundar eins fljótt og mögulegt er og kjósa í stjórn að nýju.
Ég tel að við þyrftum að breyta þessu fyrirkomulagi. Hvernig er ég ekki kominn með loka niðurstöðu á en tel að best væri að það væri í svipuðum stað og framkvæmdaráðið. Kosið til 2 ára, á hverju ári.
En 10 manna stjórn er of mikil í aðildarfélagi að mínu mati. En hve marga þarf samt. Væru 6 nægir? kosið um 3 á hverju ári (og fyrir þá sem mundu hellast úr lestinni).
Eða værum við að horfa á oddatölu? 5 þá, eða 7?
En hvað með formanninn?
4.4. Sigurvegari kosninga verður formaður Pírata í Reykjavík.
Held að það væri flott að halda þessu, þá væri formaðurinn aðeins í 1 ár í senn.
Hvað segið þið?
Væri sniðugt að breyta fyrirkomlaginu og þá hvernig?