Hugm. að náttúruverndarstefnu í stað stefnu um vernd miðhálendis

Píratar álykta eftirfarandi:

  1. Sameina skal reglur um stjórn þjóðgarða og landvörslu á náttúruverndarsvæðum undir ein lög.
  2. Náttúruvernd skal falla undir skipulag, þannig að allar náttúruminjar, náttúruverndarsvæði og þjóðgarðar skulu vera hluti af aðalskipulagi og landsskipulagi og koma fram á skipulagsuppdráttum. Breytingar á náttúruvernd og undirbúningur verndarsvæða skal fylgja álíka lýðræðislegu ferlum og aðrar skipulagsbreytingar.
  3. Samræma á alla náttúruvernd á minjum og svæðum í takt við verndarflokka Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN).
  4. Stuðla skal að valddreifingu í stjórn náttúruverndarsvæða, bæði með gagnsæi í ákvörðunum, íbúalýðræði og valddreifingu við ákvarðanatöku.
  5. Veita skal árlega hæfilegu fjármagni til verndar, uppbyggingar og úrbóta á vinsælum áfangastöðum og ferðamannastöðum í náttúrunni óháð eignarhaldi.
  6. Við samþykkt þessarar stefnu fellur úr gildi eldri stefna; Verndun miðhálendis Íslands frá 20.4.2016.

Greinargerð
Bæði stjórn hefðbundinna 1. náttúruverndarsvæða og þjóðgarða ætti að höndla á sama lýðræðislega mátann.
2. Það er skrítið að stjórnsýsluákvarðanir varðandi náttúruvernd séu ekki birtar með skipulagslýsingu og á skipulagsuppdráttum. Með því að láta náttúruverndarsvæði falla undir skipulagslög má tryggja gagnsæi, lýðræði og rekjanleiki ákvarðana með því að boða aðgerðir, breytingar eða friðanir með nægum fyrirvara og auglýsa, kynna og bjóða samráð tímanlega. Þetta mun þýða mun meiri samvinnu í stjórnsýslu náttúruverndar og skipulags bæði hjá ríkinu og hjá sveitarfélögum, sem er gott mál svo fremi sem það eykur gagnsæi og lýðræði.
3. Samkvæmt flokkun Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN) eru þjóðgarðar ein gerð af náttúruverndarsvæðum og engin sérstök rök fyrir því að á Íslandi séu ólík náttúruverndarsvæði undir mismunandi ráðuneytum eins og nú er.
4. Íslensk flokkun á náttúruverndarsvæðum er ágæt sem slík, en í alþjóðlegu samstarfi getur verið betra að nota sömu verndarflokka og víðast annarstaðar í heiminum. Umhverfisráðuneytið hefur þegar hafið vinnu við að koma á svæðaflokkum Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna í gagnið hér á landi. Píratar styðja þá vinnu.
5. Til viðbótar við rekstrarkostnað innan náttúruverndarsvæða, t.d. vegna landvörslu, skal einnig veita fjármagni til þess að tryggja aðgengi, vernd og öryggi þegar ferðafólk sækir slíka staði heim. Oft eru ferðamannastaðir og vinsælir áfangastaðir þegar staðsettir innan náttúruverndarsvæða, en einnig skal huga að fjármögnun svæða sem ekki eru í opinberri eigu.
6. Eldri stefnan gengur skamt varðandi almenna uppbygginu náttúruverndar á Íslandi, fjárveitingum til málaflokksins og verndar vinsælla náttúruminja sem ferðafólk sækist mikið eftir að heimsækja.

Með tilvísun í:
Almenna umhverfisstefnu Pírata

Og með hliðsjón af:
Gr. 6.6 í lögum Pírata:
“Stefna skal alltaf rökstudd og hafa tilvísun í fyrri ákvarðanir félagsins.”

1 Like