Hugmyndabanki á piratar.is

Einhver ykkar hafa rekið í nýja hugmyndabankann á heimasíðunni okkar sem var settur í gang um daginn til að taka við alls konar hugmyndum varðandi kosningabaráttuna. Ég get ekki svarað spurningum sem berast þar og því er ágætt að gera það bara hér.

Undirbúningshópur fyrir kosningarnar setti upp þennan fídus til að taka við random hugmyndum sem gætu gert okkur enn sterkari fyrir komandi kosningabaráttu. Þær enda allar í pósthólfinu hjá mér til frekari úrvinnslu og eru ræddar á fundum undirbúningshópsins. Eftir efni er unnið úr þeim innanhúss eða hugmyndin send til kjördæmafélaga eða annarra eininga til frekari úrvinnslu.

Svo er undirbúningshópurinn líka með netfangið kosningastjorn@piratar.is. Þar er hægt að koma með stærri hugmyndir, athugasemdir sem þarfnast frekara samtals eða hvaðeina sem er varðandi kosningabaráttuna.

2 Likes