Hvað er að frétta af SMN

Sæl kæru félagar

Það hefur mikið gengið á hjá okkur í Stefnu og málefnanefd. Núna er staðan sú að öll innan nefndarinar hafa dregið sig í hlé og farið úr nefndinni útaf margvíslegum ástæðum fyrir utan mig Pétur Óla Þorvaldsson, ég er spenntur að halda vinnuni áfram og aðstoða Pírata, hvar sem þau bjóða fram við að skapa stefnur fyrir sveitastjórnarkosingarnar í vor. Það er ótrúlega gefandi að vinna svona fyrir Pírata en getur líka tekið á þannig það má búast við að fólk þarf að draga sig í hlé og jafnvel hætta. Það gerir vanalega ekki til en þegar öll nema einn hætta þá vantar mig hjálp til að halda vinnunni áfram. Ég er til í að setja inn tíma og vinnu til að ná fram sigrum í vor, ef þú ert það líka endilega bjóddu þig fram í stefnu og málefnanefd og taktu slaginn með mér. Saman getum við náð fram alvöru breytingum.

2 Likes

Wasa2il um endurnýjun í stefnumálanefnd: https://x.piratar.is/polity/1/election/137/