Hvað er málið með allar þessar flýtimeðferðir

Ég botna ekkert í þessu, kannski af því ég er ekki að taka þátt í fundum, en ég skil ekki flýtinn sem er að eiga sér stað.

Þessi vinnubrögð hefðu verið fín, jafnvel til fyrirmyndar, árið 2017 þegar kosningar voru tilkynntar með 5 vikna fyrirvara. Þá var hraðsoðinn kosningabæklingur. Hann var ekki formleg stefna, en samt mætti kalla það ígildi þess, því fyrir almennan kjósenda er ekki mjög skýr munur, samtíningur úr kosningakerfinu varð að kosningaáherslum.

Mest af þeirri vinnu lenti á mér eftir að hafa fengið input frá nærri öllum efstu fulltrúum úr prófkjörum og umræðum innan Pírata, en mér fannst það ekki nógu gott og því vildi ég sjá betra ferli, þar sem einhvers konar kjörin nefnd með umboð til þess, myndi búa til vettvang fyrir grasrót til að semja kosningastefnu sem myndi byggja á þegar samþykktum málum.

Að halda pírataþing þar sem stefnumál eru rædd, og reynt að finna út úr því hvað af samþykktri stefnu eigi að forgangsraða fremst, svo kjörnir fulltrúar viti hvað sé brýnast, það er einmitt það sem Stefnu og málefnanefnd átti að gera.

Hún er að standa sig vel.

En ég skil ekki allan flýtinn þegar það eru samt sem áður nokkrir mánuðir til stefnu. Það væri allt í lagi ef að kosningastefna væri samþykkt um mitt sumar, eða jafnvel í ágúst. Prófkjörin eru nefnilega búin og það er því mun afslappaðra atmó en það var 2017.

Það er samt einkenni í stjórmálabaráttu, að fólk lærir alltaf af síðustu kosningabaráttu hvernig á að há þá næstu. Við erum greinilega í 2017 gírnum.

Þú ert ekki einn um að skilja ekki í asanum. Mér sýnist hérna vera um að ræða galla á því fyrirkomulagi sem nú er tekið upp, þar sem stefnu- og málefnanefnd fékk forræði yfir því hvaða mál yrðu tekin í flýtimeðferð. Þau hafa þegar boðað hið óskilgreinda “Pírataþing”, og svo virðist sem sá skilningur sé ríkjandi að það þurfi að samþykkja málin áður en þetta þing á sér stað - og þar af leiðandi er hlutum dælt inn í flýtimeðferð.

1 Like

Með hliðsjón til:

1.1. Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.

1.2. Í þessu felst að Píratar móti stefnu sína í ljósi gagna og þekkingar sem er aflað óháð því hvort tillaga virðist í fyrstu æskileg eða ekki. Afstaða Pírata til hugmynda er óháð því hverjir talsmenn hennar eru.

1.3. Fyrri ákvarðanir Pírata þurfa alltaf að geta sætt endurskoðun.

og hliðsjón til þess að mikil vinna hefur verið lögð í að móta nýjar stefnur
og hliðsjón til þess að mikil mótstaða hefur verið við flýtimeðferðir

þá legg ég til að:

  1. Við nýtum Pírataþingið um helgina til þess að ekki bara ákveða hvaða stefnur við viljum setja á oddinn, heldur líka til þess að ákveða hvað þarf að laga við þessar nýgerðu stefnur.

  2. Við gefum okkur 2 vikur eftir Pírataþingið til þess að laga þau atriði sem betur megi fara og að öllum Pírötum sé velkomið að taka þátt í þeirri vinnu - hún sé vel auglýst og skipulögð þannig að þeir sem vilja taka þátt í að laga allar stefnur geti gert slíkt

  3. Við setjum tillögur að aðlöguðum stefnum í nýja og venjulega og hefðbundna kosningu að tveimur vikum loknum.

  4. Við setjum því núverandi “staðfestingarferli” á ís á meðan að fólki er gefið tækifæri á að koma með athugasemdir og lagfæringar á þessum stefnum.

Þessar tillögur eru lagaðar fram í von um að þarna sé ekki verið að kasta á glæ þeirri frábæru vinnu sem unnin hefur verið, en á sama tíma sé verið að koma til móts við þá sem telja að ferlið hefði mátt vera annað.

Við frambjóðendur sem ræðum málin á Pírataþinginu höfum þá í huga að við erum að ræða stefnur í “meginatriðum” en ekki í smáatriðum um helgina. Dæmi: Viljum við bætt umhverfi fyrir aldraða? Já ég vona það séum við öll sammála um. Erum við með alla útfærslu á hreinu? Nei, en við vinnum í henni eftir Pírataþing.

Það er von mín að þessi tillaga leiði til þess að við hættum að rífast um þetta mál og horfum fram á veginn og vinnum í sameiningu að því að koma þessari góðu vinnu áfram.

1 Like

Lög Pírata segja að ef það er þörf á skyndiafgreiðslu þá sé hægt að heimila flýtimeðferð. Það er ekki þörf á skyndiafgreiðslu. Rökin sem fólk notar er að vísa í Pírataþingið og að ef það eru ekki samþykktar stefnur þá sé ekki hægt að byggja á þeim í kosningastefnu (sem er rétt). Það sem vantar hins vegar er að Pírataþingið er ekki upphaf og endir kosningastefnu. Hún verður ekki ákveðin á Pírataþinginu um helgina og þar af leiðandi er ekki þörf á skyndiafgreiðslu.

Af því leiðir að mínu mati að virkjunin á skyndiafgreiðslunni var ekki heimild og þar af leiðandi allar atkvæðagreiðslurnar ekki samkvæmt lögum Pírata.

Ég sé ekki að það sé séns á að fólk hunsi það sem er búið að vera að vinna með. Það er stórkostlega mikið vanmat á því fólki sem við höfum falið og valið að bera ábyrgð á því að setja saman kosningastefnu.

1 Like

Ég held ekki að stóra atriðið sé endilega hver megi kalla eftir flýtimeðferð, framkvæmdaráðið gamla var fullfært um að taka rangar ákvarðanir líka. En það sem Björn Leví bendir réttilega á er að þessi möguleiki rataði í lögin fyrir síðustu uppfærslu og var ætlaður til þess að hægt væri að afgreiða stjórnarsáttmála á sem stystum mögulegum tíma.

Eina skiptið sem ég man eftir að þetta var notað var þegar Píratar í RVK voru spurðir hvort þeir vildu vera í meirihlutasamstarfi í borginni, enda skiljanlega ekki hægt að ætlast til að samstarfsaðilar bíði í tvær vikur eftir svari.

En hvað um það. Mögulega ættum við að skerpa á því í lögunum til hvers þessi möguleiki sé.

Og gerði það ítrekað, ef ég er ekki að muna þeim mun verr. En aldrei þannig að málum væri dælt inn með þessum hætti. Framkvæmdaráð hafði ekki beint hlutverk af neinu tagi í stefnumótunarferlinu; stefnu- og málefnanefnd hefur slíkt hlutverk. Það er því ekki, með þessu fyrirkomulagi, hlutlaust apparat innan flokksins sem tekur ákvörðun um flýtimeðferð, heldur einmitt apparat sem hefur beina aðkomu að ferlinu. Það er ekki virkur varnagli. Ég er ekkert að segja að stefnu- og málefnaráð sé í eðli sínu vond hugmynd, eða neitt slíkt - bara að tenging hennar við stefnuferlið er allt önnur en framkvæmdaráðs var.

Ákvæði um flýtimeðferð hefur verið í lögum Pírata frá stofnun, og þó það sé vissulega rétt að möguleiki á ákvörðunum um stjórnarsáttmála hafi verið viðraður í því samhengi var það ekki það eina sem nefnt var, og þó ég muni ekki nákvæmlega tilvikin er klárt að þessu hefur verið beitt oftar.

Var ekki meðlimur í Pírötum þegar þeir voru stofnaðir svo ég veit ekki hver nákvæmlega er pælingin með flýtimeðferðinni, það er þá bara mitt takmarkaða ímyndunarafl að detta bara í hug að þeim sé beitt í rétt fyrir eða eftir kosningar þegar gefa þarf skjót svör.

Í öllu falli. Notist í neyð en ekki hentisemi. Við erum eflaust sammála þar.

1 Like

Neinei, það er klárlega helsta dæmið, og í fljótu bragði man ég heldur ekkert annað dæmi. Ég bara man að það var ekki það eina sem var nefnt. Ég var sjálfur aldrei mjög trúaður á nauðsyn flýtimeðferðar yfirhöfuð - þörfin fyrir skjótar ákvarðanir er yfirleitt í framkvæmd stefnu, en ekki mótun hennar.

1 Like

Hæ, hó. Þegar ég fundaði með stefnu- og málefnanefnd fyrir 2 vikum þá hélt ég að það hafi verið niðurstaða fundarins að halda tvo félagsfundi og koma stefnumálum af þeim í hraðmeðferð fyrir Pírataþing 2.
Eitthvað hef ég misskilið niðurstöðu fundarins og stefnumálanefnd gaf greinilega ekki umboð til að boða hraðmeðferð á stefnunum og olli ég með þessum misskilningi miklum stormi í vatnsglasi.
Ég biðst afsökunar á þessu og vona að stefnurnar sem vinnuhópar á vegum stefnumálanefndar fái málefnalega meðferð þrátt fyrir misskilninginn.

1 Like

Það er gott að fá skýringu, og enn betra skýringu sem bendir til þess að þetta hafi gerst meira vegna ruglings en nokkurs annars. Ég held samt að það sé ástæða til að skerpa á því að flýtimeðferð sé hugsuð til þess að taka á tímapressu sem ytri aðstæður skapa, frekar en einhverjar tímasetningar innan flokksins.

Eins og ég tók fram í öllum málunum snerist andstaðan ekki að neinu leiti að efni tillagnanna, heldur einungis að því að óeðlilegt væri að beita flýtimeðferð í þessum tilvikum. Þeir aðilar aðrir sem ég man eftir að sjá tjá sig um þetta eru allir einstaklingar sem ég treysti til að aðskilja form og innihald. Ég tek því undir vonina, og meira en það, ég vænti þess að áframhaldandi meðferð verði á málefnalegum grundvelli - eða a.m.k. á grundvelli annarra formgalla. :wink:

Rétt, þetta var svona fyrst: “6.10. Sé þörf á skjótri ákvarðanatöku má leggja til, með samþykki framkvæmdaráðs, hraðmeðferð á tillögu, en hún stendur þá yfir í sólarhring. Slíka ákvörðun þarf að staðfesta með hefðbundnum kosningum sem fara af stað samtímis. Skulu sérstök boð vera send til félagsmanna um að slík tillaga sé til kosningar.”

Þetta var virkjað fyrst í kringum meirihlutaviðræður 2014. Ég ruglaði saman umræðunni um þetta og að þessu ákvæði hefði verið bætt við :slight_smile:

En umræðan í kringum það var einmitt að það ætti að nota þetta mjög sparlega.

Tjah, í lagagrein um hraðkosningu er ekkert um það hvaða skilyrði eru fyrir slíkri meðferð, þannig að í raun má óska eftir hraðmeðferð á ýmisskonar forsendum og ein túlkun á því ekkert mikilvægari en önnur. Hinsvegar er mjög þarft að halda félagsfund/pírataþing þar sem unnar verða verklagsreglur um það hvaða aðstæður það eru sem nýta má til að ná “skjótri ákvarðanatöku”.

Já, ef eingöngu er farið út frá bókstaf laganna er það túlkunin. Ég er að segja að það sé ástæða til að setja það inn í bókstafinn, af því að greinilega skilja sumir orðið “þörf” ekki þannig að það gefi í skyn “síðasta úrræði”. Ég er ekki að segja “kannski var þetta hugsað svona”. Ég er að segja “þetta var hugsað svona”. Það má vel rökræða að breyta því, en ef markmiðið með þvi er að opna fyrir þetta verklag sé ég ekki ástæðu til annars en að breyta öllu stefnumótunarferlinu og afnema kröfuna um að kosningar standi í sex daga. (Veitið því athygli að tveggja vikna tímabilið sem hefur tíðkast er ekki lögbundið.)

Jamm, ég hef áhuga á að halda Pírataþing um framtíð vefkosningakerfisins okkar og þar með stefnumótunarferla um leið. Það mætti leggja fjármagn í að gera vefkosningakerfið mun vænna til ákvarðanatöku á marga vegu, þannig að hugmyndir sem fá tiltekinn stuðning þar eða í spjallinu geti orðið að kosningamáli, að hægt verði að breyta ákvæðum/orðalagi þar ef tiltekið margir óska eftir því, en eftir tiltekinn tíma eða málsmeðferð teljist stefna samþykkt. En jafnframt þarf einhverskonar verklagsreglur til að fylgja varðandi hraðmeðferðir.

2 Likes

Ég óska þér góðs gengis með það.

Ég hef gert a.m.k. þrjár tilraunir. :slight_smile:

1 Like