Hvað finnst ykkur um fjarfundi?

Vildi bara henda þessu inn hérna meðan við neyðumst öll til að notast við fjarfundi. Ástæðan fyrir því að við þurfum að fjarfunda er ömurleg… en ég verð að viðurkenna að vera himinlifandi með að næstum því allir fundir og viðburðir í bæði sjálfboðaliðastarfinu og pólitíska starfinu (fyrir utan þingfundi) séu aðgengilegir í fjarfundi. Það hefur komið mér skemmtilega á óvart hvað þetta virkar vel fyrir langflesta og langoftast. Sérstaklega hefur komið mér á óvart hvað maður lendir sjaldan í netvandræðum - eins óþolandi og þau eru reyndar þegar þau eiga sér stað.

Er þetta ekki eitthvað sem við ættum bara að halda áfram eftir COVID-19?


Langar að segja frá einu bara að gamni. Ég straujaði símann minn um daginn því hann var orðinn frekar óþolandi og var ekki búinn að setja upp Signal, þannig að ég missti af boði á þingflokksfund. Svo hringdi Halldóra Mogensen í mig meðan ég var á leiðinni á KFC að sækja haug af kjúklingi til að fagna lokum sóttkvíar, til að spyrja hvort ég ætlaði ekki að mæta á fundinn. Þannig að ég lagði bara bílnum, smellti inn Jitsi á símann og mætti á fund, á bílastæðinu við KFC. Ekkert mál.

Líka núna þegar við konan erum alltaf með krakkann, þá mæti ég bara á fundi og strákurinn getur setið hjá mér í smástund, eða skottast og endurskipulagt íbúðina ef hann vill. Meira að segja ef mig langar að hella upp á kaffi eða eitthvað, þá tek ég bara fundinn með mér inn í eldhús og fæ mér kaffi og reyndar skíthlass af því, líka.

Ég veit ekki um ykkur, en ég fíla þessa fjarfundamenningu alveg í tætlur og finnst að við ættum að hafa fundina okkar að jafnaði á fjarfundum í framtíðinni.

Hvernig er þetta að virka fyrir ykkur?

    • Vil frekar fjarfunda en kjötfunda
    • Fíla almennt fjarfundi en sakna líka kjötfunda
    • Finnst of mikið af tækniveseni með fjarfundi
    • Upplifi ekki of mikið tæknivesen við fjarfundi
    • Vil frekar kjötfunda en get fjarfundað ef ástæða er til
    • Finnst fjarfundir óþolandi
    • Fjandinn hirði þetta helvítis internet

0 voters

1 Like

Ég er ánægður með hvernig jitsi.piratar.is er búið að halda. Þjóninn okkar er erlendis núna en til stendur að koma upp öðrum sem mun taka við hér á landi með líka okkar logoi, litum o.s.fr.

3 Likes

Þetta er eitthvað sem var planið að taka upp árið 2012, ef ég man rétt. Það er skítt að það hafi þurft heimsfaraldur til að reka okkur í að gera alvöru úr því, en, hey, stundum þarf eitthvað mikið til að sparka fólki út úr rútínu. :stuck_out_tongue:

3 Likes

Vá. Það kemur mér ennþá meira á óvart miðað við hvað þetta hefur gengið vel.

Vil koma með þá uppástungu að það verði útbúið eitthvað fræðsluefni, helst video, sem leiðbeinir um uppsetningu, staðsetningu m.t.t hljóðnema og annað slíkt. Einnig kannski listi yfir tækjabúnað sem vitað er að virkar með öllum stýrikerfum. Það dregur mikið úr gæðum fjarfunda þegar það heyrist stundum í mönnum og stundum ekki oþh.

1 Like

Mikilvægast er að fólk sé með heyrnartól þá losnar maður við mesta eco-ið og auka hljóð sem fylgja því. Svo er allt annað eins og góðir hljóðnemar með noisegates og magnara bara rjómi ofan á tertuna. Sem btw það er hægt að vera með of mikið af rjóma. Best er að hafa einfalt set-up.

Annars þá var alltaf planið í PíNK að hafa mikið í fjarfundum. T.d hafa allir stjórnarfundir verið á Jitsi og það gengið mjög vel. Það eru hlutir sem þarf að venjast en það… tja…venst. Ég sakna samt fundi í kjötheimum. Við ætlum að ferðast um kjördæmið til að hitta fólk, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök í ákveðnum samfélögum til að fá góða mynd af hverju samfélagi fyrir sig en við þurftum að aflýsa þeim. Við ætlum að halda fjarfundi með eitthverjum af þeim sem höfðu planað heimsóknir til en ég tel fjarfundi ekki góða fyrir fyrstu kynni.

2 Likes

Það er ábyggilega rétt hjá þér að fyrstu kynnin séu best í kjötheimum. En þið eruð alveg til fyrirmyndar í PíNK að nota Jitsi fyrir stjórnarfundina.

2 Likes

Ef þjónninn er ekki þeim mun lengra í burtu ætti það ekki að hafa svo mikil áhrif. Nær er betra, en 40-100 ms í burtu held ég að við tækjum varla eftir. Það geta líka komið upp vandamál með bandvídd og fleiri þótt hann sé innanlands.