Sæl öll. Ummönnunarmál barna og meðlagsgreiðslur hafa áður borið á góma.
Staðan nú er samfélagsfjandsamleg, eins og Stefán Jakobsson tónlistarmaður lýsir eftir eigin reynslu og vinar (sjá Viðtal við SJ meðlagsmál): Íslensk lög: óheimilt að innheimta ekki meðlag, ekki heimilt að semja um að greiða ekki meðlag til lögheimilisforeldris, getur gert samkomulag fyrir sýslumanni um annað, en það heldur ekki fyrir lögum ef lögheimilisforeldri ákveður að fara fram á meðlag. Og getur gert það allt að 10 ár aftur í tímann! Sanngirnin getur verið engin. Engin. Hver getur svo lagt fram 3-4 milljónir+ með dráttarvöxtum til að greiða þetta upp? Eignaupptaka, og þ.a.l. verri aðstæður fyrir barn hjá umgengnisforeldri, fyrir etv. nýjan maka, börn viðkomandi. Vegna hugsanlegs gjaldþrots við að mæta fjárnámi og eignarupptöku borgar sig ekki fyrir aðila að hefja sambúð með umgengnisforeldri, fyrr en að 10 árum liðnum frá skilnaði!
Nú hefur Áslaug Arna hefur nú í annað sinn lagt fram frumvarp til breytingar á barnalögum m.m. þar sem virðist vera ákvæði sem tryggi að samningur á milli foreldra fyrir sýslumanni haldi, ólíkt því sem nú er. Hvort þetta er réttur lagaskilningur hjá mér veit ég ekki. Og talsverðar fyrirstöður virðast vera við samþykkt þessa frumvarps, skv. eldri umfjöllunum, engann veginn á vísann að róa með samþykkt þess.
Ég spyr því þingmenn okkar, Þórhildur Sunna, Björn Leví, Jón Þór, Halldóra, Helgi Hrafn, Smári McCarthy, hver ykkar þingmanna eru tilbúin til að koma af stað þingmannamáli, og fá stuðning annarra þingmanna við það, þingmannamáli þar sem ákvæðum í lögum verði breytt þannig að samningur milli foreldra um meðlag haldi, etv. svipað og er í frumvarpi “Áslaugar” með inngripsskyldu sýslumanns (þó hættulegt) ? Þannig að málið sé komið í gang áður ef ske skyldi að frumvarpið núverandi fái ekki framgang?
Núverandi staða er að sjálfsögðu óboðleg, ósanngjörn, ógegnsæ, já, ranglæti hið mesta, samfélagseyðandi. Og er etv. landsflóttahvetjandi öllum til skaða en sérstklega börnunum.
Einhver?