Það er mikilvægt fyrir stjórnmálaafl að skilgreina sig skýrt.
samanber vangaveltur undir liðnum Grunnhugtök í stjórnmálafræði.
Hér eru fleiri grunnstefnur (íslenskun undirritaðs)
Hvar standa Píratar á skalanum:
Vinsældahyggja (e. Populism) – Úrvalshyggja (e. Elitism)
Jöfn tækifæri (e. Equal opportunities) - Jöfn útkoma (e. Equal outcome)
Hröðun þróunar ( e. Accelerationism) - Hæging vaxtar (e. Degrowth)
Ég er allavega nokkurn veginn 100% vinsældahyggja og 100% jöfn tækifæri. Ef ég skil hugtökin rétt þannig að vinsældahyggja þýði beinna lýðræði. Mér finnst að alltaf eigi að stefna að jöfnum tækifærum og það að mismuna fólki til að fá jafna útgáfu sé sjaldnast réttlætanlegt. Þá fáum við hugtakaskrípi eins og “jákvæða mismunun”. Það ber þó að hafa í huga að fólk hefur sjaldnast jöfn tækifæri í alvörunni, svo aðgerðir til að leiðrétta slíkt geta verið réttlætanlegar til skammst tíma.
Held að fyrsti valmöguleikinn sé ekki samanburðarhæfur.
Eins er ég ósammála fullyrðingunni í upphafi að það sé mikilvægt að skilgreina sig skýrt.
Varðandi hvort ég sé til vinstri eða hægri (síðustu spurningunni), þá er svarið já.
Vinsældarhyggja er default í lýðræði - vinsælasti flokkurinn fær flest atkvæði. Allir flokkar keppa um vinsældir, enginn um fá atkvæði “elítunnar” - það segir sig sjálft.
Skilgreiningar á hefðbundnum ásum eins og þú leggur að hluta upp er ekki mikilvæg. Píratar hafa skilgreint sig með afstöðu til gagnsæi og afstöðu gegn spillingu - hvorug skilgreininga fellur í vinstri/hægri ás - nema í yfirborðskenndu þrasi á samfélagsmiðlum.
Ég held einmitt að það sé ekkert sérlega mikilvægt fyrir stjórnmálaafl að skilgreina sig skýrt og það geti verið dragbítur. Það er nauðsynlegt að skilgreina skýr viðbrögð við verkefnunum sem framundan eru og koma með okkar áherslur í aðkallandi málum og með því erum við að taka afstöðu með og á móti. Hins vegar hafa Píratar einmitt ekki verið mikið í því að skilgreina sig skýrt samanber vinstri hægri neitunina.
Með því að skilgreina sig skýrt þá missir flokkurinn, fólkið, af tækifærum til að læra, öðlast nýja sýn, aðlaga sig og breyta um áherslur. Það sem mun halda áfram að hellast yfir okkur er framtíðin og hún verður ekki eins og núið eða hið liðna. Við eigum eftir að upplifa framtíðina, hið nýja, ferska, breytta og það er eins gott að við áttum okkur á að það verður ekki eins og í dag.
Skoðum hvernig hægt er að “díla” við framtíðina og “mótum stefnu okkar í ljósi gagna og þekkingar sem er aflað óháð því hvort tillaga virðist í fyrstu æskileg eða ekki”.
Þegar það kemur að vinsældarhyggju þá myndi ég vilja sjá meira beint lýðræði, færa vald frá Alþingi til sveitafélaga og færa vald frá sveitafélögum til íbúa. Þetta er samt mjög almenn hugsun, ég vill ekki að mannréttindi eru ákveðnin á sveitastjórnastigi en ég vill forangsröðun fjármuna í t.d vegaframkæmdir innan ákveðna svæða að þau svæði ráði í hvaða röð það er ráðist í verkefnin.
Ég myndi halda að þetta væri mjög pópúlista hugsun. Ég held að Píratar eiga að gera það sem meirihluti Pírata vilja gera jafnvel þótt að ég sé ósammála því en ég mun ekki taka það sem rök í ákvörðunar töku, við eigum að gera það sem er vinsælt útaf því að það er vinsælt.
Held að mikið sé til í þessu. Stundum er talað um “einsmálsflokka” það er flokka sem einbeita sér að tilteknu máli og láta önnur liggja á milli hluta. Við erum soldið svoleiðis, heldur mikið finnst mér. Held að það bæði fæli frá og dragi að, spurning í hversu miklu mæli og hvort heildaráhrifin eru góð. En alla vega, við erum það sem við erum.
Ætli það sé ekki tilfellið að það hafi kosti og galla að skilgreina sig skýrt. Það er alveg ljóst að við getum ekki öll orðið sammála um alla hluti. Ég held þó að við ættum að geta orðið sammála um margt og líka um hvað við ætlum að láta liggja milli hluta. Vonandi tekst okkur að feta okkur áfram í þá átt.
Vissulega, en þarna er samt munur milli flokka. Sumir eru fljótir að hlaupa til eftir “tíðarandanum” hvað er inn í það og það skiptið. Það kemst að lokum upp um þannig hegðun og kjósendur gefast upp á þannig flokkum. Þeir lifa ekki lengi.
Til langs tíma litið þarf að vera verulegur kjarni í stefnu stjórnmálafls, eitthvað sem er gott fyrir sem flesta til sem lengst tíma. Svo virðist sem Píratar eigi möguleika á að vera nokkuð stór flokkur til framtíðar. Þá verðum við að passa okkur á að lofa ekki öllu fögru fyrir alla. Það sést í gegnum það.
Ég er sammála að það þarf að vera ákveðinn kjarni í stefnu stjórnmálaafls eins og Pírata. Ef ég vil vera þátttakandi í þessu afli (nú eða kjósandi) þá þarf ég að vita hvort ég og viðkomandi stjórnmálaafl eigum í meginatriðum samleið. Ég þarf kannski ekki að vera sammála öllu því sem kemur fram í stefnunni, en í grundvallaratriðum þá þarf sú samleið að vera til staðar. Áður en ég skráði mig í Pírata þá las ég til að mynda stefnumál annara flokka og sá að ég átti mesta samleið með Pírötum.
Stefnumál ná hins vegar sjaldan að dekka öll þau atriði sem koma upp í þjóðfélaginu hverju sinni. Til að mynda eru ýmis göt í stefnu Pírata sem ég hef reynt að ýta á umræðu um með mismunandi árangri.
Upphaflega spurningin í þessum þræði var hvort að Píratar væru á mismunandi skölum þegar kæmi að vinsældar- eða úrvalshyggju og því hvort við trúðum á jöfn tækifæri eða jafna útkomu. Í mínum huga er mikilvægara að Píratar séu með skýrt og gott ferli um það hvernig tekið er á málum sem ekki er búið að fullmóta stefnu um. Er nóg að hver og einn þingmaður geri upp hug sinn í þeim málum? Er það hlutverk þingflokksins að koma sér saman um stefnu í málum sem ekki hafa verið rætt? Er það hlutverk stefnu- og málefnanefndar? Eða opnum við upp umræðu (og jafnvel kosningar) um málin sem eru í brennidepli hverju sinni og ekki er þegar skýr stefna um?
Væri gaman að fá dýpri umræðu um hvernig þetta er gert núna og hvert við Píratar viljum sjá það þróast?
Var að bæta inn þessu hugtaki. Stór fræðigrein til um það.
Meginatriðið e.t.v. að þeir sem fylgja hröðunarkenningunni telja að með því flýta þróun á sviði t.d. 4 iðnbyltingarinnar, internet hlutanna oþh. þá batni þjóðfélagið mikið og við fáum lausn á ýmsum verkefnum og vandamálum sem nú er vandamál og valda núönsum. Einnig að við fáum þá tíma til að vinna betur í að leysa ágreiningsefni.
Sjá hér: https://en.wikipedia.org/wiki/Accelerationism
Fyrir mér skiptir meira máli hvernig stefnu Píratar hafa í alvöru málum, frekar en að hengja sig á teoríur…ég hef meiri trú á fólki sem framkvæmir en fólki sem spáir bara í akademískum kenningum…