Er fólk hérna sem hefði áhuga á því að læra að búa til þingmál?
Þingmál eru frumvörp (til laga), þingsályktunartillögur (til að Alþingi ákveði stöff, sem er samt ekki lög), fyrirspurnir og fleira í þeim dúr.
Stefnumál Pírata, eins og stefnumál annarra flokka, eru jafnan frekar almennt orðuð en eru ekki í þessum „þingskjalastíl“ sem er vænst af í dótaríi sem er lagt fram á Alþingi. Það hafa verið lögð fram þingmál sem hafa verið gerð af meðlimi flokksins, en þetta er kunnátta sem gæti verið gagnlegt að dreifa svolítið, þannig að meðlimir sem hafa áhuga á að hjálpa til við að koma tiltekinni stefnu á framfæri á Alþingi, gæti gert það með því að leggja fram ritvinnu.
Þetta er snilldarhugmynd!
Ég væri til í heila seríu sem myndi taka fyrir hluti eins og:
Hvernig verður frumvarp til? Hvernig verða lög til? Hvernig verður ný stefna til?
Ég held að eitthvað fólk setji inn færslur á Pírataspjallið í von um að “einhver” taki það upp og fari með það lengra. Það væri snilldarhugmynd að gefa fólki þekkinguna til að gera það sjálft!
Sum fyrirtæki nota Discourse einnig sem þeirra eigin Wiki þjón. Við gætum gert kennsluefni og haft það hér, en ég myndi persónulega vilja hafa það á Github undir https://github.com/piratar/kennsla - en við getum auðvitað haft þetta á mörgum stöðum, en það þýðir bara meiri Copy Paste vinna
Það er mjög fín hugmynd að hafa það á https://github.com/piratar/kennsla. Ég hafði aðallega spáð í þessu sem einhvers konar „námskeiði“ eða þannig, en auðvitað meikar það fullkomið sens að hafa hreinlega skriflegar leiðbeiningar. Ég þyrfti samt einhvern með áhuga á að búa til þingmál til að þróa þær með, þannig að við getum fundið út úr því hvað vefjist helst fyrir fólki. Kannski er best að hafa einskonar „námskeið“ þar sem við búum til slíkar leiðbeiningar.
Þetta er afbragðs hugmynd. Nú kem ég að vinnu við mörg þingmál sem lögð eru fram af þingflokknum (enda starfsmaður þingflokksins) en sjálfur útbúningur þingskjalanna er háður nokkrum núönsum. Ég veit ekki hversu fýsilegt það yrði að útbúa ítarlegar leiðbeiningar fyrir gerð þingmála - en Alþingi hefur reyndar látið útbúa slíkar handbækur.
Ég held að best færi á því að vera með “grófar” leiðbeiningar um hvernig slík mál skyldi gera, og svo mögulega eitthvað námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að búa til þingmál. Þeir sem hafi áhuga á að búa til þingmál gætu þar fengið þá hjálp sem þeir þurfa til að undirbúa málið, svo væri hægt að senda það áfram til þingflokksins til frekar vinnslu.
En að búa til eitthvað workshop? Taka þetta þess vegna með vísi að scrum sem aðferðafræði. Búa til miða og velja síðan eitthvað mál til að vinna á fram og greina. Í kjölfarið væri hægt að síðan gera tösk og það yrði síðan vísir að handbók.
@BaldurK: Eru slíkar handbækur opinberlega aðgengilegar? Má dreifa þeim? Mér þætti forvitnilegt að sjá hvort þær væru gagnlegar fyrir fólk utan þings, í þessum tilgangi.
@helgihg Mér sýnist þetta vera handbókin hérna: https://www.stjornarradid.is/media/forsaetisraduneyti-media/media/utgefidefni/handbok_lagafrumvorp.pdf
Það er víst forsætisráðuneytið sem gaf hana út, ekki Alþingi. Hún er reyndar frá 2007 og ég veit ekki hvort það er til nýrri útgáfa.
Hún litast eflaust af því að hún er hugsuð til að undirbúa stjórnarfrumvörp, en sömu nákvæmni er ekki krafist af þingmannamálum - t.d. engin krafa um kostnaðarmat o.þ.h. í greinargerð.
En ég hef notað hana dálítið þegar mig vantar hugmyndir eða upplýsingar um hvernig megi leggja upp lagatextann sjálfan í nýjum frumvörpum.
Margt ágætt þarna, en já, þetta er rosalega víðtækt. Ég held að okkur myndi í rauninni duga einföldustu tegundirnar af þingmálum. Sem einfalt dæmi, þá eru ráðuneytin með ákveðna kaflaskiptingu með fyrirfram ákveðnum viðfangsefnum eins og „Mat á áhrifum“, „Samráð“ og svoleiðis. Það er dæmi um eitthvað sem þarf ekkert að vera í þingmáli frá óbreyttum þingmönnum.
Ef ég hugsa aðeins upphátt, þá sé ég þetta svona:
Er málið frumvarp eða þingsályktunartillaga?
Þarf að breyta núverandi lögum (eða ályktun), setja ný, eða fella úr gildi?
Búa til efnistexta.
3.1. Ef frumvarp, þá lagagreinar.
3.2. Ef þingsályktunartillaga, þá texti texti sem fylgir „Alþingi ályktar að…“.
Skrifa greinargerð.
Fara yfir málfar, leiðrétta stafsetningarvillur, gera hluti skýrari ef mögulegt er og fleira slíkt.
Finna flutningsmenn á málið.
Leggja málið fram.
Þetta er auðvitað eins gróft sett upp og mögulet er, í rauninni. En er þetta ekki bara nokkurn veginn svona? Finnst þér meika sens að byrja svona og fylla síðan betur út í hvað felst í þessum skrefum?
Ég hefði áhuga á að taka þátt. Bæði til þess að miðla minni reynslu þar sem ég hef nú þegar búið til drög að nokkrum þingmálum, og til að læra meira.
Ég legg til að samtalinu um framkvæmd þessarar hugmyndar verði haldið áfram um stund hérna en síðan verði fljótlega haldinn kjötheimafundur um næstu skref.
@Bergthor: Það væri mjög gagnlegt að hafa þig með, klárlega.
Mér finnst samt mikilvægast að fá fólk með sem hefur litla eða enga þekkingu á þingmálum eða þingmálagerð. Ef ykkur dettur eitthvað fólk í hug sem gæti haft áhuga á því að kynnast þessu bara oggopoggo (engin skuldbinding), og við náum svona kannski 5-6 manns sem hafa áhuga en ekki reynsluna, þá er ekkert eftir nema að blása í fund.
@helgihg hmm. Erum við þá ekki komin í pseudo “eggið eða hænan” vítahring ef við ætlum að bíða eftir að ná 5-6 manns til að lýsa yfir áhuga hér eða allavega í okkar eyru áður en við höldum fund?
Það eru augljóslega ekki margir notendur hér á skjalinu enn sem komið er en þeir notendur sem eru hér eru líklega annað hvort búnir að láta heyra í sér á þessum þræði eða hafa takmarkaðan áhuga.
Point being; ef við ætlum ekki að eyða meiri tíma og orku í að ræða formið á þessu hér á spjallinu þá held ég það sé bara kominn tími til að boða fund.