Hverjir eru að fara í framboð?

Ég hyggst framboð í prófkjöri í RVK. Eru einhverjir aðrir búnir að ákveða hvort það ætli í framboð? Ef svo er, í hvaða kjördæmi?

ETA: Mínar áherslur væri jafnréttismál (aðallega útlendingamál (sérstaklega þegar það varðar íslenskunám) og hinsegin mál) og hugsanlega samgöngumál.

11 Likes

Í ljósi þess að fyrirvarinn gæti orðið knappur, þá rennur undirrituðum blóð til skyldunnar að íhuga strax framboð. Gildi Pírata hafa verið mér hugleikin frá því að rætt var hvort rétt væri að bæta kerfið innan frá, og undirbúningur lagður að stofnun fjöldahreyfingar og framboðs til Alþingis. Borgaraleg réttindi, heiðarleiki, vönduð stjórnsýsla og lýðræði þar sem valdi er dreift til almennings.

Valdsvið Alþingis, og ábyrgð þingmanna, er svo víð, að þingmenn fá almenn stjórnmálaverkefni í fangið. Þeirra stærst eru verðlag og skipulag heilbrigðisþjónustu. Ég hef menntað mig á þeim sviðum undanfarin ár. Nú er lag að stuðla að betri ákvarðanatöku með valddreifingu og upplýstri og opinni umræðu, innan og utan þingsals.

Kveðja,
Bjartur Thorlacius

9 Likes

Ekki ég. En ég vil sjá fólk í framboði sem setur beint lýðræði og virkt þátttökulýðræði í forgang og berst fyrir því. Fólk sem fer ekki í framboð vegna a) valdafíknar, b) löngunar í almennileg laun, c) bara af því bara, gaman að prófa eða d) til að koma á framfæri og vinna að einu gælumálefni sem aukinheldur er ekki endilega píratalegt í grunninn.

9 Likes

Það hefur setið í mér lengi að henda mér í pólitík þannig að ég er alvarlega að íhuga að láta vaða. Ég er í NV kjördæmi og myndi bjóða mig fram þar. Mínar áherslur eru á að efla lýðræðið, öflugari stefnumótun og lagasetningar í þágu sjálfbærrar þróunar og þ.a.l. tengja stefnumál flokksins beint við heimsmarkmiðin og hvernig stefna pírata mun skila árangri við að ná markmiðunum.

10 Likes

Ég ætla að bjóða mig fram. Á mér brenna málefni mannréttinda í breiðum skilningi, umhverfismál, byggðamál ( þó að ég hafi ekki alist upp á bóndabæ sé ég að bændum fækkar og engin er til að taka við. Fyrir mér er þetta, byggðamál, sjálfbærni mál og umhverfismál.) Þetta eru kannski helstu málin þó að ég brenni fyrir mörgu öðru.

7 Likes

Ég ætla að bjóða mig fram í NV kjördæmi en myndi ekki vilja vera ofarlega á lista. Ég vill samt gera allt sem ég get til að koma inn Pírata í NV kjördæmi.

10 Likes

Ég ætla að bjóða mig fram í Norðaustur og mun leggja mig allann fram í að endurvekja aðildarfélagið fyrir norðan svo regluleg starfsemi geti hafist á nýjan leik (tala nú ekki um prepp fyrir sveitastjórnarkosningar 2026 t.d.)

Það eru 1001 mismunandi mál/málaflokkar sem hægt er að tækla en það sem virðist brenna einna mest á fólki eru svipuð og annars staðar. Húsnæðismál, byggðir sem eru að leggjast hægt og rólega í eyði, slæmt aðgengi að heilbrigðisþjónustu út á landi svo fátt eitt sé nefnt.

14 Likes

Ég er að spá í að bjóða mig fram í Reykjavík. Gaman að finna hvað eru mörg í framboðspælingum því við þurfum sterka lista fyrir þessar ofboðslega mikilvægu kosningar.

14 Likes

Ég er búinn að tilkynna að ég gefi kost á mér í 1 - 2 sæti í Rvk suður. Ég brenn fyrir grunnstefnunni okkar en fyrir utan það að þá eru málefni húsnæðismarkaðarins, mannréttinda og barna og ungmenna mér einstaklega hugleikinn. Ég sé svo mikil tækifæri fyrir Pírata til þess að komast í ríkisstjórn og halda þessum málefnum mjög á lofti og gera nauðsynlega úrbætur og því vil ég leggja mitt af mörkum til þess.

7 Likes

Ég stefni á að halda áfram að vinna fyrir Suðvesturkjördæmi og mun að öllum líkindum bjóða mig fram þar.

11 Likes

Jæja, nú er ljóst að kosningar verða 30. Nóvember. Verðum við ekki hafa hraðar hendur með að fólk tilkynni framboð og svo prófkjör?

5 Likes

Þar sem ég lét af störfum sem varaformaður ÖBÍ í byrjun mánaðar þá hef ég aftur “öðlast frelsi” til að taka þátt í flokkspólitík. Það var ætlun mín að snúa aftur í grasrótina í rólegheitum á næstu vikum og mánuðum en í ljósi stöðunnar þá hef ég ekki þann lúxus. Ég vona bara að nógu mörg innan flokksins muni eftir mér eða þekki til minna starfa.

Ég mun gefa kost á mér í komandi prófkjöri. Ég á bara eftir að ákveða hvort ég geri það í Suðurkjördæmi, þar sem ég bý núna, eða í Reykjavík. Ráðleggingar væru vel þegnar. :wink:

Edit: Ég ákvað að bjóða mig fram í Suðurkjördæmi og sækist eftir fyrsta sætinu. Ég mun uppfæra framboðslýsingu inni á kosningakerfinu á eftir.

19 Likes

Ekki ég. Ég ætla samt að hjálpa til. Gangi ykkur vel :clap:t2:

7 Likes

Það lýst mér vel á kominn tími á að þú farir á þing eini alvöru eftirlifandi Píratinn

1 Like

Mikið ótrúlega er gott að fá þig aftur Bergþór! Líst mjög vel á að fá þig í framboð.

Getum heyrst með það hvar er best að bjóða sig fram, en það er svona frekar vöntun á öflugum aðilum í Suðurkjördæmi, svo ef þú ert búsettur þar þá þykir mér það liggja frekar beint við. Auðvitað meiri líkur á að ná kjöri í Reykjavíkurkjördæmum, ef maður er ofarlega, en þar eru líka mjög mörg sem vilja komast að. Þarf svolítið að meta.

En mín fyrsta hugsun var samt ‘Jess, öflugur Pírati í Suðurkjördæmi!’

6 Likes

Þetta eru frábærar frétti!! ég vona innilega og trúi því að þú munir ná þessu markmiði… áfram þú og áfram Píratar <3

4 Likes

Sniðmát fyrir frambjóðendur og info!

4 Likes

Búið að bóka á Hilton, Nordica á sunnudaginn kl 2 fyrir frambjóðendur að kynna sig og sín málefni!

5 Likes

Ég ætla að bjóða mig fram í Reykjavík. Hér er linkurinn á formlegu framboðstilkynninguna og yfirferð á mínum helstu stefnumálum:

Micro útgáfan af textanum þarna er að ég tel þörf á að Píratar tali til breiðari hóps og þá sérstaklega á efnahagslegum forsendum. Tölum til fleirri, sækjum aukinn stuðning og náum auknum árangri á öllum sviðum.

5 Likes

Ég er ekki að fara úr borginni, en ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 3.-5. sæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Ég tel að ég hafi eitthvað fram að færa sem varaþingmannsefni, en er bara að bjóða upp á kostinn, og tek hvaða sæti sem ég raðast í og tek fullan þátt í kosningabaráttu sama hvar það verður.

Hér er kynningarpistilinn minn

3 Likes