Ég verð lítið var við samræður kjörinna fulltrúa Pírata í Reykjavík við almenning og flokksmenn, alla vega sbr. leit og við þátttöku á t.d. Pírataspjallinu og Virkir Píratar. Og það jafnvel undir pistlum sem kjörinn fulltrúi hefur sjálfur birt þar.
Dæmi um þetta er birting Dóru Bjartar á pistlinum “Eftirlitsblæti sjálfskipaðra riddara frelsisins” á Pírataspjallinu og Virkir Píratar nýlega. Þessar Fb síður eru ætlaðar til umræðu en því miður hefur Dóra lítið eða tekið þátt í umræðum um sína eigin birtingu, pistilinn eða svarað spurningum sem upp hafa komið. Ef hún sér ekki spurningarnar s.s. vegna þess að hún hafi blokkað viðkomandi þá er er það miður og kemur í veg fyrir að spurningunni er svarað.
Við lestur pistilsins finnst mér sem ég sé kominn í samtal í borgarstjórn, hvar hæðst er og gort að andstæðingi hæðast, óskum um aukið öryggi og gortað af sínum eigin viðbrögðum. S.s. borgarstjórnarkarp en ekki samtal við almenning, kjósendur. Hæðni og gort en ekki rökstudd afstaða, því í pistlinum er ekki útskýrt upphaf málsins, hver yfirlýstur tilgangur Sjálfstæðismanna var með tillögu um eftirlitsmyndavélar og var því ekki hægt að sjá mótrök Dóru og Pírata gegn tillögunni. Almenningur og flokksmenn hafa ekki áhuga á að vera mataðir á skoðunum heldur vilja geta tekið afstöðu byggt á upplýsingum. Sem endurspeglast í grunnstefnu flokksins, gegnsæar ákvarðanir byggðar á upplýsingum, fakta.
Slíkt gort vinnur bara hrós þeirra sem meðvirkir eru, ekki satt? Það vinnur ekki nýja kjósendur á band Pírata, og er ólíklegt til að viðhalda gagnrýnum kjósendum. Þess er því óskað að kjörnir fulltrúar hafi fyrrgreint í huga þegar þeir eiga í samskiptum við almenning og flokksfélaga. Þeir eru ekki í borgarráði eða borgarrstjórn í atinu þar. í pistlum sínum.
Það er umtalað í þjóðfélaginu að okkar kjörnu fulltrúar í RVK sjáist helst við að bauna á aðra flokka, svara fyrir neikvæða atburði, en sjáist ekki ella, og þá ekki eða lítið í samskiptum við pöpulinn. Það gefur auga leið að slíkt er ekki gott afspurnar, eins og viðkomandi geti ekki svarað fyrir sínar gjörðir, eða vilji bara vinna að sínu en ekki því sem félagar í flokknum eða kjósendum, borgarar, vilja. Þess utan er flokkurinn meira en kjörnir fulltrúar hans og til að viðhalda jákvæðni gagnvart honum og stefnu hans þarf að stunda mannleg samskipti. Flokkurinn má ekki standa og falla með kjörnum fulltrúum á hverjum tíma, það þarf að vera viðhaldinn þráður allan tímann.
Þá vaknar spurningin, hvernig getum við bætt úr samskiptaskorti kjörinna fulltrúa við almenning og flokksfélaga?
Borgarspjallið er góðra gjalda vert, en kostar mætingu (ekki slæmt en takmarkandi).
Þátttaka á Fb síðum: Ég sé að sjálfsögðu fyrir mér þátttöku þeirra öðru hvoru á Fb síðunum Pírataspjallinu, og Virkir Píratar, Pírar í Reykjavík. Að ekki sé talað um í kjölfar birtingu þeirra á pistlum.
Fundir: Ég sé líka fyrir mér fundi sem þessir fulltrúar eigi t.d. annan hvern mánuð við almenning, í kjötheimum þegar hægt er að skapa slikar aðstæður og t.d. annað hvert skipti yfir netið. Og ég tel að þessir fundir þurfi að vera til að fá alls kyns skoðanir inn, og verja gjörðir kjörinna fulltrúa, Pírata þ.e., etv. afmarkaðir að hluta en bara litlum hluta fyrir tiltekið kynnt málefni, rest hugarefni borgarbúa. Borgarar hafa þörf fyrir að á þá sé hlustað. Að þeir séu ekki bara þiggjendur sem fylgja eigi foringjun, um kjörnu. Er fólk ósammála þessu?
Kjörnir fulltrúar, ekki endilega PÍR, hafa bent á annir séu svo miklar að ekki sé svigrúm fyrir slík samtöl. En þetta samtal er nauðsynlegt, því vald kjörinna fulltrúa grundvallast á vilja kjósenda. Þeir eru til að vinna að hagsmunum borgarbúa. Þess vegna þarf að taka frá tíma til að sinna svona samtali. Svo einfalt er það. Það þarf einfaldlega að gera ráð fyrir því í skipulagningu, og ef það kallar á minni tíma í annað, þá það, þá verði minni tími tekinn í þann þátt.
Slíkt þarf undirbúning, að sjálfsögðu, og ákveðið hugarfar þannig að hlustað sé á fólk, ekki bara farið í vörn, eða tjáð hversu æðislegar hugmyndir PÍR hafa.
Er fólk hér ósammála þessu eða sammála? Ef sammála, hvernig sjáið þið fyrir ykkur aö koma megi samtalinu við, tíðni, fyrirkomulag o.sv.frv. Einhverjir annmarkar eða víti að varast?