Kjörnir fulltrúar Pírata eigi samræður við almenning og flokksmenn, sérlega um pistla sem fulltrúarnir birta sjálfir

Ég verð lítið var við samræður kjörinna fulltrúa Pírata í Reykjavík við almenning og flokksmenn, alla vega sbr. leit og við þátttöku á t.d. Pírataspjallinu og Virkir Píratar. Og það jafnvel undir pistlum sem kjörinn fulltrúi hefur sjálfur birt þar.

Dæmi um þetta er birting Dóru Bjartar á pistlinum “Eftirlitsblæti sjálfskipaðra riddara frelsisins” á Pírataspjallinu og Virkir Píratar nýlega. Þessar Fb síður eru ætlaðar til umræðu en því miður hefur Dóra lítið eða tekið þátt í umræðum um sína eigin birtingu, pistilinn eða svarað spurningum sem upp hafa komið. Ef hún sér ekki spurningarnar s.s. vegna þess að hún hafi blokkað viðkomandi þá er er það miður og kemur í veg fyrir að spurningunni er svarað.
Við lestur pistilsins finnst mér sem ég sé kominn í samtal í borgarstjórn, hvar hæðst er og gort að andstæðingi hæðast, óskum um aukið öryggi og gortað af sínum eigin viðbrögðum. S.s. borgarstjórnarkarp en ekki samtal við almenning, kjósendur. Hæðni og gort en ekki rökstudd afstaða, því í pistlinum er ekki útskýrt upphaf málsins, hver yfirlýstur tilgangur Sjálfstæðismanna var með tillögu um eftirlitsmyndavélar og var því ekki hægt að sjá mótrök Dóru og Pírata gegn tillögunni. Almenningur og flokksmenn hafa ekki áhuga á að vera mataðir á skoðunum heldur vilja geta tekið afstöðu byggt á upplýsingum. Sem endurspeglast í grunnstefnu flokksins, gegnsæar ákvarðanir byggðar á upplýsingum, fakta.

Slíkt gort vinnur bara hrós þeirra sem meðvirkir eru, ekki satt? Það vinnur ekki nýja kjósendur á band Pírata, og er ólíklegt til að viðhalda gagnrýnum kjósendum. Þess er því óskað að kjörnir fulltrúar hafi fyrrgreint í huga þegar þeir eiga í samskiptum við almenning og flokksfélaga. Þeir eru ekki í borgarráði eða borgarrstjórn í atinu þar. í pistlum sínum.
Það er umtalað í þjóðfélaginu að okkar kjörnu fulltrúar í RVK sjáist helst við að bauna á aðra flokka, svara fyrir neikvæða atburði, en sjáist ekki ella, og þá ekki eða lítið í samskiptum við pöpulinn. Það gefur auga leið að slíkt er ekki gott afspurnar, eins og viðkomandi geti ekki svarað fyrir sínar gjörðir, eða vilji bara vinna að sínu en ekki því sem félagar í flokknum eða kjósendum, borgarar, vilja. Þess utan er flokkurinn meira en kjörnir fulltrúar hans og til að viðhalda jákvæðni gagnvart honum og stefnu hans þarf að stunda mannleg samskipti. Flokkurinn má ekki standa og falla með kjörnum fulltrúum á hverjum tíma, það þarf að vera viðhaldinn þráður allan tímann.

Þá vaknar spurningin, hvernig getum við bætt úr samskiptaskorti kjörinna fulltrúa við almenning og flokksfélaga?
Borgarspjallið er góðra gjalda vert, en kostar mætingu (ekki slæmt en takmarkandi).

Þátttaka á Fb síðum: Ég sé að sjálfsögðu fyrir mér þátttöku þeirra öðru hvoru á Fb síðunum Pírataspjallinu, og Virkir Píratar, Pírar í Reykjavík. Að ekki sé talað um í kjölfar birtingu þeirra á pistlum.

Fundir: Ég sé líka fyrir mér fundi sem þessir fulltrúar eigi t.d. annan hvern mánuð við almenning, í kjötheimum þegar hægt er að skapa slikar aðstæður og t.d. annað hvert skipti yfir netið. Og ég tel að þessir fundir þurfi að vera til að fá alls kyns skoðanir inn, og verja gjörðir kjörinna fulltrúa, Pírata þ.e., etv. afmarkaðir að hluta en bara litlum hluta fyrir tiltekið kynnt málefni, rest hugarefni borgarbúa. Borgarar hafa þörf fyrir að á þá sé hlustað. Að þeir séu ekki bara þiggjendur sem fylgja eigi foringjun, um kjörnu. Er fólk ósammála þessu?

Kjörnir fulltrúar, ekki endilega PÍR, hafa bent á annir séu svo miklar að ekki sé svigrúm fyrir slík samtöl. En þetta samtal er nauðsynlegt, því vald kjörinna fulltrúa grundvallast á vilja kjósenda. Þeir eru til að vinna að hagsmunum borgarbúa. Þess vegna þarf að taka frá tíma til að sinna svona samtali. Svo einfalt er það. Það þarf einfaldlega að gera ráð fyrir því í skipulagningu, og ef það kallar á minni tíma í annað, þá það, þá verði minni tími tekinn í þann þátt.

Slíkt þarf undirbúning, að sjálfsögðu, og ákveðið hugarfar þannig að hlustað sé á fólk, ekki bara farið í vörn, eða tjáð hversu æðislegar hugmyndir PÍR hafa.

Er fólk hér ósammála þessu eða sammála? Ef sammála, hvernig sjáið þið fyrir ykkur aö koma megi samtalinu við, tíðni, fyrirkomulag o.sv.frv. Einhverjir annmarkar eða víti að varast?

Sæll,

Það hefur verið erfitt að viðhalda reglulegu umræðufundunum okkar í þessu covid tímabili, og yfir sumarið, en það er algjörlega ástæða til að athuga hvort þeir ættu ekki að fara aftur í gang núna fljótlega. (þá með þeim fyrirvörum sem þarf varðandi sóttvarnir)

2 Likes

Sæll Ingimundur. Ég hef nú séð að þú hefur verið að biðja mig víða á Facebook um viðbrögð við athugasemd þinni á Facebook frá því á föstudagskvöld nú fyrir helgi. Ég hef verið í helgarfríi og hef því ekki verið að skoða Facebook-umræðu um helgina en fer nú í það að svara þessari spurningu. Annars er gagnlegra að senda mér póst á dorabjort@reykjavik.is heldur en að krefjast þess að fá svar á FB enda fer umræða þar oft fram hjá mér og svo er Facebook-notkun mín missmikil. Reyndar hefur verið lögð áhersla á að flytja samskipti innan flokksins af FB. Þessi spjallvettvangur hér er afleiðing þeirrar umræðu.

Annars höfum við kjörnir fulltrúar í borgarstjórn haldið úti fundum sem við höfum kallað Borgarspjall - aðra hvora viku í Tortuga þar sem hver sem er hefur getað mætt og spjallað við okkur um hvað sem er og þar sem við höfum nýtt tækifæri til að fá álit þeirra sem hafa mætt á málum, það gerðum við mánuðum saman fyrir COVID þegar Tortuga lokaðist og aðstæður breyttust. Það var reyndar lítið sótt, því miður, og því höfum við verið að hugsa það hvernig væri æskilegt að hafa þetta í framhaldinu. Þar að auki erum við allar með netföng og sjálfsagt að hafa samband og hitta okkur á fundi þess utan. Því hefur ekki verið vöntun á tækifærum til að eiga við okkur samtöl og síður en svo hvað borgarstjórnarflokkinn varðar, enda höfum við lagt metnað í að halda úti þessum vettvangi sem Borgarspjallið hefur verið.

4 Likes

Heil og sæl Björt. Þar sem þú sjálf birtir á umræðusvæðunum Pírataspjallinu og á Virkir Píratar pistil þinn á Vísi þá átti ég von á að þú tækir þátt í umræðum um hann næstu daga. Myndir þú sjálf ekki vænta slíks? Borgaraspjallið er gott, ég þarf sjálfur að hunskast til að taka þátt. En það tæklar sýnist mér ekki það að eiga opið samtal við borgarbúa almennt. Er það ekki rétt skilið? Hvað hefur verið rætt um hvað það varðar? Eða ef borgarspjallið var einnig ætlað borgarbúum almennt, hefur nóg verið gert að koma því á framfæri við borgarbúa, möguleikinn sá að ræða við kjörna Pírata? Ég hef ekki orðið var við slíkt. Og er fyrirkomulag Borgarspjallsins slíkt að borgarbúar geti tjáð sig við okkar kjörnu fulltrúa um það sem brennur á þeim? Eða hefur spjallið verið með stífri dagskrá og fólk ekki komist að?

Hvað Borgarspjallið varðar höfum við ekki haft stífa dagskrá, heldur einmitt haft þá fundi á forsendum þeirra sem mæta og því sem þau vilja ræða við okkur. Ekki hefur verið beðið um flokksskírteini á þeim fundum heldur hefur hver sem er getað mætt. Við höfum líka verið bóngóðar þegar aðilar hafa viljað eiga við okkur samtöl eða fundi, hvort sem það eru flokksfélagar eða aðrir. Þar að auki höfum við tekið virkan þátt í viðburðarröð sem stjórn Pírata í Reykjavík kom á laggirnar sem var einu sinni í mánuði - við höfum komið að skipulagningu og verið til staðar á viðburðum og tekið þátt. Ég myndi ganga svo langt að segja að borgarstjórnarflokkurinn hafi haft góðan ramma í kringum sín samskipti við Pírata og almenning.

Hvað varðar samskipti við almenning þess utan þá erum við að ýta á eftir því að Reykjavíkurborg hafi gott samráð um ákvarðanir og stefnumótun og erum við pólitískt að vinna að því. Þar er unnið eftir samþykktri stefnu flokksins.

Mér þykir leitt ef þú upplifir pistil sem ég birti sem gort og get ég sjálf eiginlega ekki séð hann í því ljósi en þarf kannski að hugsa mig betur um. Ekki er ég heldur að hæða fólk sem vill aukið öryggi. Ég er einfaldlega að lýsa hinum pólitíska raunveruleika og er þetta einn ýmissa pistla sem ég hef skrifað og birt á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum auk annarra leiða sem ég hef notað til að tjá mig við kjósendur til að veita innsýn í okkar störf. Mér finnst þetta eiga erindi við kjósendur en ég tel einnig að ýmislegt annað eigi erindi enda eru mínir pistlar af ýmsum toga.

3 Likes

Mér þykir þetta nokkuð einkennilegur póstur hjá þér, í fyrsta lagi er þetta furðuleg upplifun hjá þér að lesa svona “tón” út úr þessu hjá Dóru. Auðvitað eigum við að benda á það þegar Sjálfstæðisflokkurinn leggur fram mál sem fer svona gjörsamlega gegn þeirra yfirlýstu stefnu um einstaklingsfrelsi.Sérstaklega þar sem við erum notabene í samkeppni við þennan flokk um fylgi fólks sem setur einstaklingsfrelsið efst, enda er grunnstefna Pírata byggð á þeim forsendum líka. Dóra gerir það meira að segja það snyrtilega að hún vitnar í ráðherra Sjálfstæðisflokksins máli sínu til stuðnings, svo það stemmir heldur ekki að þetta sé bara leðjukast í Sjálfstæðisflokkinn. Ég skil ekki hvernig þú lest þennan tón út.

Í öðru lagi þá er það furðulegt að stimpla það eitthvað sérstaklega einungis á borgarstjórnarflokkinn að vera ekki virkt í umræðum á Facebook. Eini kjörni fulltrúinn sem hefur verið áberandi á þessum hópum undanfarið er Jón Þór, og þá helst til þess að tala um spilið sitt.

Í þriðja lagi þá hefur þú engar forsendur til þess að þess að áætla að þeirra vinna sé ekki að ná til kjósenda og að alienate-a fólk frá okkur, nú bara síðasta könnun MMR sýndi meira en tvöföldun á fylgi síðan í kosningunum, og hinar þar á undan sýndu einnig aukningu ef ég man rétt.

3 Likes

Dóra Björt, Borgaraspjallið er sjálfsagt ágætt, en það kemur ekkert þegar ég googla “Borgaraspjall”/ið" - sem fær mann til að halda að það viti enginn um það. Þar má sannarlega bæta úr! Gott er að hægt er fá að funda með ykkur, enda þótt mér hafi ekki tekist að ná fundi ykkar eða símastund forðum á meðan á skipulagsvinnu og meðferð deiliskipulags topps Úlfarsfells átti sér stað. Þið fyrirgefið mér því smá efasemdir.

En hvað sem því líður þá tel ég að kjörnir fulltrúar þurfi að geta átt fundi með fleirum en einum, sem fái sérstaka áheyrn. Málefni kjósenda verðskulda að þeirra mati ekki endilega að mæta niður i ráðhús, panta tíma á dagtíma og það allt. Almennir fundir hljóma betur í mínum eyrum. Það er mín skoðun hafandi sinnt hagsmunum hluta borgarbúa á sínum tíma að ekki dugi að bíða eftir að báknið RVK haldi fundi með borgarbúum, nei öfl sem vilja hlusta þurfa að sjá til funda sjálf.

Etv. stuðaði það mig mikið að pistillinn hafi byrjað á höfnun á tillögu Sjalla um eftirlitsmyndavélar, því ekki var tilgreint af hverju Sjallar hvettu til slíks. Þar með birtist pistillinn sem e.k. mæring á Pírötum, án þess að sýna fram á innistæðu þess. En orðskrúðið í titli, og stór orð, eins og eftirlitsblæti, hljómuðu eins og hæðni, það notar þetta enginn sem ég þekki nema í þeim tilgangi. Og þar sem ekki var útskýrt hvernig vinna mætti á óöryggisþættinum heldur bara sagt að aðrar aðferðir væru til, eins og þær væru sjálfsagðar eða óöryggið ekki á rökum reist. það getur ekki farið vel í fólk sem hefur slíkar áhyggjur. Og ég held að það hafi frekar verið það fólk sem líklegt væri til að kjósa Pírata fremur en Sjalla, skipta yfir. Mér fannst pistillinn fremur fæla slikt fólk frá Pírötum. Upplýsing og rökstuðningur gengur ofan í mig, ekki gort. Ég sá greinargerð Sjalla, vægast sagt snautlegt plagg, enda ekki útskýrt að nokkru ráði hver vandinn væri, en vænti þess að Sjallar hafi útskýrt það betur í ræðum, sem ekki er hægt að lesa í fundargerðum. Og því var einmitt gott tækifæri til að benda á það og koma með mótrök. En pistillinn birtist mér sem orð beint til innvígðra sem þekktu málið.

Ásmundur, ég læt duga fyrrgreind orð um hvaðan mín lesning á tóni kom. Við þurfum sannarlega að gagnrýna Sjalla, en ekki með hæðni, heldur fakta. Flest fólk sem líklegt er að kjósa pírata er að ég tel þannig um kollinn búið að vilja sjá fakta og geta komist að eigin niðurstöðu um réttmæti viðhorfa kjörinna fulltrúa

Um þátttöku annarra kjörinna Pírata í samtölum við almenning þá mega þeir líklega bæta úr. Ég þykist þó hafa séð Jón Þór, Björn Leví, Sunnu og jafnvel Helga Hrafn anti-Fb ista taka þátt í umræðum sem þau stofna til á PS og Virkum. En ég hef lítið sé af slíku frá Dóru að ég tali ekki um Sigurborgu. Alexandra er sýnist mér iðullega dugleg að taka þátt við þær aðstæður og fleiri.

Enda þótt kannanir MMR sýni aukið fylgi, og það er frábært og vel gert, þá skynja ég úr nærumhverfi og við lestur athugasemda við fréttir, auk eigin tilfinningar og upplifunar, að ýmilsegt sem okkar kjörnu fulltrúar í RVK gera strýkur kjósendum Pírata öfugt. Mín tilfinning er að þeir sem óvissir eru hvern þeir vilja styðja og kjósa, og gætu fært sig yfir til Pírata, séu haldnir meiri vafa en áður ef gortað er. Hvort svo var skal ég hafa fyrirvara á.

Ingimundur. Ertu fæddur og uppalin Reykjavík eða býrð þú í Reykjavík? Mér finnst þú ekki hljóma eins og Reykvíkingur, með fullri virðingu, ekkert að því. En það lætur mig draga mjög þitt gildismat um hvað nær til Reykvíkinga mjög svo í efa. Með fullri virðingu.

asmundur90 Hef búið í Reykjavík frá fyrstu tíð og mest alla mína æfi þó ég hafi séð mig um, “I´ve been around you know” :wink: En nú þarft þú að útskýra af hverju þér finnst ég ekki hjóma eins og Reykvíkingur. Og hvaða viðhorf Reykvíkingur á að hafa dæmigerð.

Ef ég tek saman spjallið sem komið er varðandi samtal við almenning þá

  • Hefur hver sem er mátt mæta á Borgaraspjallið óháð flokkskírteini, en þegar gúglað er Borgaraspjall þá kemur ekkert upp, og því má álykta að fáir viti af og mæti - ergó lítið samtal við almenning
  • Kjörnir fulltrúar Pírata hafa að sögn verið bóngóðar þegar óskað hefur verið samtals, með fundi. Slíkt var ekki mín reynsla í það eina skipti sem reynt var, vonandi frávik, en kostar töluverða fyrirhöfn fyrir þann sem óskar, og er í mínum huga ekki að eiga samtal við borgarbúa, heldur um einstök viðfangsefni
  • Almenningur getur mætt á viðburðarröð Pírata sem haldin var einu sinni í mánuði. Aftur spyr ég hvort þar sé almenningur að fá að tjá hugarefni sín við kjörna fulltrúa Pírata, eða fyrst og fremst hlýða á erindi um tiltekin efni
  • Píratar skipuleggja viðburði og taka þátt og eru til staðar. Aftur er spurning hvort þetta sé að leita eftir samtali við borgarbúa, fremur en kynna þeim eitthvað
  • PÍR er að ýta eftir því að Reykjavíkurbog hafi gott samráð um ákvarðanir og stefnumótun, og vinna pólitíkst þar að, sbr. samþykkta stefnu flokksins. Þetta er verk í vinnslu, og á meðan á sér ekki markvisst samtal við borgarbúa að mínu mati

Mér þykir því enn sem kjörnir PÍRarar eigi samtal við borgarbúa og hlýði markvisst á þá. Borgaraspjallið mætti sannarlega nýta í slíkt, þarf þá að vera auglýst svo öllum borgarbúum sé það ljóst, vera reglulega en ekki of oft (veldur fundarþreytu) og þannig að kjörnir fulltrúar hlíði á borgarbúa og geti líka leitað álits þeirra á ýmsu.

Ég hélt að Borgaraspjallið væri til að ræða við flokksfélaga, þannig skyldi ég lýsingu á netinu. En nú virðist spjallið vera bæði fyrir flokksmenn, næstum félagsfundur, og almenning. Ég tel að halda þurfi fundi þar sem eingöngu flokksmenn mæti svo hægt sé að ræða ýmiss innri mál.

Ég sé því fyrir mér að kynna þessa stöðu fyrir Pírötum, setja fram tillögu um fyrirkomulag funda til samtals við almenning annars vegar og flokksmenn hins vegar.

asmundur90, ég bið enn svars frá þér. Ég svaraði spurningu þinni en þú efaðist um að gildismat mitt nái til Reykvíkinga, af því ég hljómi ekki eins og Reykvíkingur, en þó sé ekkert að slíku hljómi segirðu.

Þrátt fyrir ítrekun (ég vænti þess að ég hafi sent Fb póst á réttann aðila m.v. viðbrögð) þá skýrir þú ekki þitt mál. Sérkennilegt. Og þetta er næstum, endurtek næstum, eins og vera ásakaður um að vera Un-American ef Bandaríkjamaður tjáir sig um fyrirkomulag mála í BNA. McCarthyisminn kominn til RVK! Þér þykir mitt mat ekki stuðla að velferð Reykvíkinga.

Ég geri ráð fyrir, og vona, að þeir íbúar sem ég var í forsvari fyrir í stjórn íbúasamtaka í einu nýjasta hverfi borgarinnar, hafi talið að ég væri að vinna að hagsmunum Reykvíkinga. Enda átti stýrihópur og svo stjórn þessi um 40 fundi á einu ári með borgarfulltrúum, borgarstjórum og framkvæmdastjórum borgarinnar til að fá unnin einhver þau verk sem íbúarnir höfðu greitt fyrir fyrirfram fyrstir allra Reykvíkinga að ég best veit um 7,9MA uppreiknað árið 2009. Og að strætó gengi í hverfið, en Strætó og borgarfulltrúar ýmsir voru sko ekki á þeim buxunum. Með samstiltu átaki hafðist að fá strætó.

Sömuleiðis vænti ég að ýmsir Reykvíkingar, og reyndar fleiri, hafi verið sammála mér um óviðunandi vinnubrögð borgarinnar og meirihlutans, þ.m.t. en sérstaklega Pírata, við staðarleit fyrir útvarpssenda höfuðborgarsvæðisins. Að ákvörðun um staðsetningu senda á Úlfarsfelli, með samþykkt deiliskipulags, hafi verið rangt undirbyggð og sé ólögmæt. Og að lögvarinn réttur lýðsins, íbúa stórhöfuðborgarsvæðisins sem þessi ákvörðun hefur áhrif á, til að hafa eitthvað um fyrirkomulag útvarpssendinga og staðsetningu senda að segja sem og þeirra sveitarstjórnarfulltrúar í gegnum lagaáskilið svæðisskipulag, hafi verið hunsaður.

Reyndin er sú að Reykvíkingar hafa fjölbreytt viðhorf. Og það er öllum kjörnum fulltrúum hollt að fá aðhald við sínar skoðanir, svo þeir geti speglað þær frá öllum hliðum. Einnig er öllum nauðsynlegt að hafa hagsmuni annarra í huga, ekki bara sína. Kjörnir fulltrúar geta ekki skapað útópíu sína nema þeir séu nýir landnemar. Ain´t gona happen.

Þess vegna líkar mér grunnstefna Pírata og vill vinna með þeim sem henni fylgja. Að ákvarðanir séu gegnsæar, byggðar á upplýsingum, á lagalegum og lögmætum grunni, hvar lýðurinn, grasrót lýðræðisins, stærsti hagsmunaaðili athafna kjörinna fulltrúa, hafi aðkomu.

Samtal við lýðinn, borgarbúa, er einmitt stór þáttur þar. Að markvisst séu með samtali sóttar upplýsingar um hvað á borgarbúum brennur, og fengið aðhald frá þeim um nálganir borgarfulltrúa, þær speglaðar frá ýmsum hliðum. Stundum er sagt að ferlið skipti meira máli en verk. Það skiptir amk miklu máli. Hver vill búa við einræði jafnvel þó tiltekinn einráður sé skynsamur og hugsi fyrir hag einhverra þegna sinna? Næsti einráður…

Borgarfulltrúar þurfa því að taka frá tíma til samtals við íbúa, þar sem íbúum finnst þeir velkomnir að mæta og hitta fulltrúa, sérlega þá sem eru við stjórn. Mér þykir ljóst að núverandi fyrirkomulag hjá Pírötum sbr. ofangreint sé ekki viðunandi.

Er það ó-reykvískt að vinna að sliku, asmundur90?

Þú og Ásmundur eru komnir í eitthvað spjall sem ég ætla ekki að snerta á en ég er til í að tjá mig um upphafs innleggið.

Að vera kjörin fulltrúi er starf og partur af því starfi er að vera með opið samtal við íbúa. Það er hinsvegar ekki eini parturinn og það er mikilvægt að forgangsraða. Það er líka mikilvægt að taka sér frí og ekki láta vinnuna fylgja sér heim, við viljum nú ekki að fólk brenni út og að því líður vel.

Þegar er horft á þennan parta, samtal við íbúa, þá finnst mér Píratar vera bestir í því á netinu. Mun betri en hinir flokkarnir. Ég fylgi reyndar ekki öllum kjörnum fulltrúum á Íslandi en þau sem ég hef séð þá eru Pírata fulltrúar mun aðgengilegri.

Svo er spurning um dreifingu á þessu aðgengi. Ég tel það ólíklegt að það sé kjörinfulltrúi sem hugsar svona en segjum að það væri fulltrúi sem hefði markmiðið að svara 50 fyrirspurnum á viku. Þá þætti mér ekki óeðlilegt að sá fulltrúi myndi dreifa því milli fólks hversu mörgum fyrirspurnum væri svarað. Þannig Ársæll hefði sent inn 16 fyrirspurnir yfir kjörtímabilið og fengið 14 svör en bróðir hans Jens sendi 125 fyrirspurnnir og það var aðeins svarað 24. Kannski finnst Jens það ósanngjarnt að það var svarað næstum öllum fyrirspurnum Ársæls en það voru alveg 101 sem er ósvöruð hjá honum. En svona er það með forgangsröðun, það eru ekki öll verk í fyrsta forgangi.

Þakka svarið Pétur Óli. Þessi spjallþráður varðar fyrst og fremst samtal kjörinna borgarfulltrúa Pírata við almenning, stofnað undir þeim hatti. Borgarfulltrúa. Og ljóst að mér þykir mega og þurfa að bæta það stórlega en því miður sýnist mér sem það sé lítið sem ekkert, upp taldar leiðir Dóru Bjartar í raun óþekktar almenningi s.s. Borgaraspjallið og set fyrirvara á vilja til að ræða við aðila (væntanlega á dagvinnutíma) sem leita viðtals vegna eigin reynslu. Lítið verður séð að aðrir en varaborgarfulltrúi eigi samtal við almenning á umræðuvefum.

Þú telur Pírata eiga best samtal við íbúa á netinu, og mun betur en hinir flokkarnir. Gætirðu nefnt dæmi um hvar íbúar geta rætt við fulltrúa Pírata á netinu og komið vangaveltum sínum, ábendingum og aðhaldi á framfæri við kjörna fulltrúa? Þá á ég ekki við erindi maður á mann, heldur við stærri hóp í einu.

Því eins og þú segir þá er opið, endurtek opið, samtal við íbúa einn þáttur starfs kjörins fulltrúa. Ég vil meina að það hafi fengið allt of lítið vægi hjá kjörnum fulltrúum Pírata í Reykjavík. Sérlega formanni skipulags- og umhverfisnefndar, nema ég sé svo ókunnugur samtölum hennar við íbúa en ekki bara viðtöl og varnarfrásagnir. Og því endurtek ég að viðkomandi fulltrúi þarf einfaldlega að taka frá hluta síns tíma í þann þátt. Það kostar einfaldlega að eitthvað annað þarf að gefa eftir í stífri dagskrá. En þetta er grundvallaratriði, samtal við lýðinn í lýðræðinu, uppsprettu valdsins.

Hvernig ballanserar maður svo almenna áheyrn og beinar fyrirspurnir sem þú nefnir og vera kann að einhver svarar af borgarfulltrúum okkar? Sem ég hef á tilfinningunni að sé fyrst og fremst svarað af varaborgarfulltrúa okkar Alexöndru, og ekki af kjörnum fulltrúum með fasta kosningaréttinn á fundum borgarinnar og þ.a.l. ábyrgðina og sem erindi kann að snúa að.

Það væri hægt að hafa opna fundi borgarfulltrúa með borgurunum t.d. á 6 -7 vikna fresti, hvar hluta tímans væri einnig gerð grein fyrir niðurstöðum athugana í kjölfar sumra fyrirspurna. Á slíkum fundi hlýðir kjörinn fulltrúi einfaldlega á vangaveltur borgarbúa, áhyggjur þeirra, stuðning og gagnrýni. Hlustar. Sleppur að taka til mikilla varna. Segir um þetta etv. ekki mikið. Leitar svo álits viðstaddra á einhverjum þáttum. Aftur án þess að hrökkva mikið í varnargír. Og svo sé tími til að greina frá niðurstöðum út frá fyrirspurnum sem borist hafa. Upplýsa. Fá aðahald. Leita álits.

Hvað sýnist þér um svona fundi? Kostir? Annmarkar?

Helstu annmarkar, eða erfiðleikar öllu heldur tengdir fundum, tel ég að væri kostnaður. Þ.e. að fundunum fylgi kostnaður, húsnæði. Etv. væri hægt að nýta húsnæði Pírata en ég hef ekki komið inn í það nýja. Og á meðan verið er að vinna á tíðni Covid, sóttvarnir. En slíkt er þó allt geranlegt.

Ég sé ekki afhverju Alexandra er ekki talin með eða álitin lægri því hún er vararborgarfulltrúi. Hún er í 100% vinnu sem fulltrúi Pírati í Reykjvíkurborg, situr í nefndum fyrir Pírata og er að vinna náið með Dóru og Sigurborgu. Ég sé ekki að svör frá henni eru minna virði en svör frá Dóru eða Sigurborgu.

Varðandi þessa fundi þá er þetta eitthvað sem að þú getur skipulagt og haldið utan um. Þegar braggamálið var sem hæðst og heitast þá var meðlimur úr grasrótini sem kallaði saman fund og Alexandra, Dóra, Rannveig og Sigurborg mættu á hann.

Ég sé kosti við að hafa svona fundi þó hversu mikið fólk fer í vörn fer svoldið eftir fulltrúunum sjálfum.

Hinsvegar ef þú ert að seiga, “Þetta er eitthvað sem mér finnst sniðugt, þetta er eitthvað sem ég myndi vilja sjá. En ég vill eiginlega ekki þurfa gera undirbúningsvinnuna, þið gerið þetta bara” þá finnst mér það ósanngjörn krafa.

3 Likes

Ég skil Já, etv. skoða ég að koma á svona fundum. Þú sérð s.s. ekki ekkert athugavert við fundina sem vert sé að nefna? En kosti?

Ég lít ekki á Alexöndru eða varaborgarfulltrúann sem lægri, nema hvað að sá situr að öllu jöfnu ekki svo ég viti í borgarstjórn eða borgarráði né í skipulags- og samgönguráði. Fulltrúar sem þar sitja bera mikla ábyrgð hvar fjárhagslegar ákvarðanir og almenningur kýs að eiga samtal við þá auk fulltrúa í öðrum ráðum. Það hefur of lítið farið fyrir því hingað til tel og sýnist mér.

Alexanda situr í skóla og frístundarráði sem ver mikla ábyrgð á fjárhagslegum ákvörðunum. Í raun ber það ráð beina ábyrgð á börnum Reykjavíkur sem eru framtíðin. Þú ert kannski með sérstakar spurningar sem fara beint í skipulags og samgönguráð sem Sigurborg gæti svarað best. Mér finnst það hinsvegar vera rangt að seiga að Borgarfulltrúar Pírata hafa tekið lítinn þátt í umræðum á netinu þegar Alexandra er að svara fólki hægri vinstri.

Kostirnir að halda svona fundi væru að upplýsa Borgarfulltrúa um álit og skoðanir borgarbúa og svo öfugt.

Borgarstjórn og Borgarráð eru þau ráð þar sem endanlega ákvörðun er tekin um fjölmargt sem önnur ráð hafa samþykkt. The buck stops there. Þ.a.l. finns mér og heyrist mér fólk vera ósátt við að eiga lítið eða ekkert samtal við þá fulltrúa. Og svari Alexandra aðallega þá lítur það út eins og buffer svo aðrir sem endanlega ábyrgðina bera etv. í það sinnið þurfi ekki að svara fyrir sitt. Svona eins og ef ríkisstjórnin léti alltaf sama þingmanninn eða jafnvel ráðherrann svara flestum fyrirspurnum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.

Aftur, það er enginn að tala Alexöndru niður eða hennar hlutverk, heldur draga fram mikilvægi samtals hinna, og að fólk skynji að það sé ekki að forðast að standa fyrir sínu máli aðspurðu.

En ég tek þetta til skoðunar, kanna hjá framkvæmdastjóra Pírata um húsnæði, hugleiði frekara fyrirkomulag og tíðni, og set upp tilllögu í framhaldi.

Sæll,Skal svara þessari fyrir þig.

" * Almenningur getur mætt á viðburðarröð Pírata sem haldin var einu sinni í mánuði. Aftur spyr ég hvort þar sé almenningur að fá að tjá hugarefni sín við kjörna fulltrúa Pírata, eða fyrst og fremst hlýða á erindi um tiltekin efni"

Vorum með skipulagða fundaröð sem við köllum Borgarbylting, var nýkominn á lagginar þegar Covid fór á stað svo við höfum ekki getað haldið henni áfram í augnablikinu.

Þetta er hugsað sem einn fundur um eitt málefni með ræðumenn, í lokinn var opnað upp á spurningar um málefnið.



Það var búið að skipuleggja næstu 2 fundi þar á eftir en aftur þurftum að fráað kveðja útaf, já ástandinu.

Þegar við værum búinn að slípa til þetta form þá var hugmynd að fá uppástungur á málefnum þar sem við mundum finna til sérfræðinga á hverju málefni fyrir sig. Þar færi helst eftir því hvort þau væri að finna.

Vonandi mun þetta halda áfram á komandi mánuðum.

1 Like

Var haldið annan hvern mánudag, klukkan 16:00 ef ég man rétt, Dóra, Alexandra og Sigurborg voru duglegar að mæta, stundum allar, stundum 2.

kanski tók ég betur eftir því útaf því að ég mætti oft en þær allar voru mjög duglegar að nefna þessa fundi við fólk sem var að tala við þær.

Og svo sá ég auglýsingar á FB um þessa fundi líka.

3 Likes