Kjörskrá fyrir stjórnmálasamtök

Í breytingatillögum starfshóps að endurskoðun kosningalaga er ein tillaga um aðgengi stjórnmálasamtaka að kjörskrá:

“Aðgangur stjórnmálasamtaka að kjörskrárstofnum. Fest verði í lög sú framkvæmd að stjórnmálasamtök, sem bjóða fram við kosningar, eigi rétt á að fá afhenta kjörskrár (kjörskrárstofna). Jafnframt verði stjórnmálasamtökum óheimilt að birta kjörskrána eða miðla opinberlega upplýsingum úr henni, þ.m.t. um merkingar sem gerðar eru í kjörskrá á kjörfundi”

Mér finnst þetta óásættanleg tillaga. Fólk getur flett sjálfu sér upp í kjörskrá þannig að það getur athugað hvort það er rétt skráð eða ekki. Að stjórnmálasamtök fái kjörskránna afhenta getur ekki talist eðlileg framkvæmd ef huga að á annað hvort friðhelgi einkalífs eða gagnsæi. Annað hvort er kjörskrá bara gefin út eða ekki. Annað hvort er þetta friðhelgismál að hægt sé að komast að því hvar og hvort fólk geti kosið eða ekki. Það er ekki eins og stjórnmálasamtök hafi notað kjörskránna til þess að gæta að réttindum fólks í fortíðinni.

Hvað finnst ykkur um þetta?

9. gr. laga 5/1998 um kosningar til sveitarstjórna og 26. gr. laga 24/2000 um kosningar til Alþingis eru í dag samhljóða, og segja skýrt og skorinort að kjörskrá skuli opinber í hverju sveitarfélagi, og ég fæ ekki séð að neitt meini mönnum að gera afrit af þeim. Ef til stendur að breyta þessari framkvæmd er erfitt að sjá af hverju eigi að gera undantekningu fyrir stjórnmálaflokka.

Nema: Einu upplýsingarnar í kjörskrá sem ekki er hægt að komast að í gegnum þjóðskrá snúa að kosningarétti erlendra ríkisborgara í sveitarstjórnakosningum. Strangt til tekið væri slík notkun brot á notkunarskilmálum, en enginn nema viðkomandi aðili verður var við neitt ef heildarskrá er til staðar. Ef undanþága er gerð fyrir þá aðila sem líklegastir eru til að nýta sér þennan möguleika þurfa þeir ekki að brjóta notkunarskilmála þjóðskrár. Hmm…:thinking:

Af þessu leiðir að ef það á að loka fyrir kjörskrá myndi ég telja að á sömu forsendum sé nauðsynlegt að núverandi fyrirkomulag á dreifingu og aðgangi að þjóðskrá verði bannað. Og þó það sé vissulega hægt að rökstyðja það út frá persónuverndarsjónarmiði að þjóðskrá sé frá djöflinum sjálfum komin, þá held ég að hún verði seint lögð niður, og ef hún á annað borð er til er skárra að hún sé ekki leynileg.

Eru persónuupplýsingar í kjörskrá umfram þær sem þegar birtast í þjóðskrá? Ég sé ekki lógík í því að líta á kosningarétt sem persónuupplýsingar, og ef maður veit að einhver sé með kosningarétt getur maður þegar flett upp (allt of miklum) upplýsingum í þjóðskrá. Þær eru meira að segja nákvæmari í þjóðskrá, þar sem er tilgreint nákvæmlega hvar þú eigir heima, á meðan kjörskrá segir bara hvort þú hafir íslenskt ríkisfang og/eða hafir búið á ákveðnu kjörsvæði í ákveðinn tíma. Er það ekki?

Að einu leyti. Kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar staðfestir að erlendur ríkisborgari hafi átt lögheimili innan sveitarfélags í nógu langan tíma til að hafa kosningarrétt. Þjóðskrá (á hverjum tíma) veitir ekki slíkar upplýsingar … en ekkert kemur í veg fyrir að einhver geymi eldri útgáfu þjóðskrár til að rekja slíkt saman.

Þetta er það sem ég var að benda á; ef kjörskrá á ekki að vera aðgengileg er nauðsynlegt að hindra dreifingu þjóðskrár. Annars er þetta bara leikaraskapur.

Já, mér finnst það ekki vera nálægt því að vera jafn viðkvæmt og heimilisfangið sjálft. Lögheimilið er nákvæm staðsetning heimilis á meðan kjörgengið segir bara að viðkomandi hafi búið einhvers staðar á kjörsvæðinu allan þennan tíma; segir ekki hvar innan þess. Ég átta mig heldur ekki á því hvernig væri hægt að misnota þær upplýsingar.

Þú spurðir bara hvort það væru upplýsingar, ekki hversu viðkvæmar þær væru…

1 Like

Jájá, ég veit það, ég var nú bara að tjá mig. :slight_smile:

Þetta er amk breytingin.

Humm… eru kjörskrár semsagt aðgengilegar öllum í dag skv. lögum en hópurinn ætlar að leggja til að þær verði aðgengilegar stjórnmálaflokkum gegn því að þeir megi ekki birta þær opinberlega þó þær séu þegar aðgengilegar opinberlega…? Þetta hljómar eitthvað bogið.

Ps. Hæ!

1 Like

Já, en ekki í hentugu formi. Kjörskrár eru (líka fyrir Alþingiskosningar!) útbúnar af sveitarfélögum, ekki ríkinu. Skv. lögum “skal leggja [kjörskrá] fram almenningi til sýnis á skrifstofu sveitarstjórnar eða öðrum hentugum stað eigi síðar en tíu dögum fyrir kjördag.” Annað hvort er verið að ráðast í víðtæka breytingu á þessu fyrirkomulagi (sem er ekki ósennilegt, í ljósi þess að miðstýring er álitin órjúfanlegt náttúrulögmál innan íslenskrar stjórnsýslu) eða einhver er bara að bulla út í bláinn (sem er ekki ósennilegt, af því að, well, íslensk stjórnsýsla).

1 Like

Hmm. Ég skil minna og minna.

@bjornlevi, ertu með tengil á þessar tillögur?

https://www.althingi.is/thingnefndir/adrar-nefndir/kosningalog/