Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins mælir með reglulegri sýnatöku ræktaðs lands til að stýra áburðargjöf og kölkun. En líklega er mun sjávar- og loftslagsvænna að dreifa ólivín-basalti yfir tún og akra. Ekki bara vegna þess að ólivín-basalt beinlínis gýs upp úr landinu okkar öðru hvoru, ólíkt kalksteini, heldur bindur ólivín-basalt kolefni þegar það veðrast en kalksteinn losar frá sér koltvísýring eftir því sem hann veðrast. Ætti Landbúnaðarháskólinn ekki að rannsaka hvaða umhverfisvæni sýrustillir hentar best við íslenskar aðstæður, og með hvaða annarri áburðargjöf? Ætti ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ekki að leggja til umhverfisvæna ræktunarhætti?
Vísindagrein um ólivín-basalt sem sýristilli túns: Effectiveness of enhanced mineral weathering as a carbon sequestration tool and alternative to agricultural lime