KOSNINGAR! - Hugmyndabanki

Það þarf að taka Stefna Pírata — Píratar í gegn.

  • Uppfæra kosningaáherslur með tilliti til húsnæðismála og verðbólgu.
  • Benda á tækifæri til tekjuöflunar.
  • Færa kosningaáherslur 2024 efst á síðuna í ljósi þess að fólk mun ekki nenna að skruna svona langt niður. Above the fold er ennþá hugtak sem skiptir máli og jafnvel meira máli á tímum TikTok.

Hér eru slagorðatillögur plús pælingin a bak við þær

  1. Í ÞÍNUM HÖNDUM
  2. ÞITT ER VALDIÐ
  3. ÞÍN STJÓRNSÝSLA

Öllum tillögum fylgi stuttur texti um beint, fljótlegt, auðvelt og milliliðalaust aðgengi að stjórnsýslu. Texti um íbúakosningar sem raunverulega er farið eftir. Texti sem nefnir Sviss.

Málið er að það er mikil einstaklingshyggja á Íslandi en baráttumál/stefna Pírata geta sýnt hvernig hægt er að nýta einstaklingsskoðanir og aðgerðir til að styrkja lýðræðið. Enginn annar flokkur með það.

Nýtum sérstöðu pírata. Stutt skotheld og markviss skilaboð, áherslan á beint lýðræði, á sterkt og virkt lýðræði, á þátttökulýðræði.

3 Likes

Mér dettur í hug:

Frelsi frá og frelsi til!

Skýringar: Frelsi frá kúgun og ofbeldi, sem og frelsi til að vera, og gera það sem hverjum sýnist við sitt eigið líf.

Jöfnun orkukostnaðar heimila, þ.e. v/rafmagns, hitunar og dreifingar orku. Landið allt verði eitt

gjaldsvæði.

Skoða lög um bifreiðatryggingar, bifreiðatryggingar eru hér u.þ.b. Þrisvar sinnum hærri en í nágrannalöndunum og jafnvel gott betur! En þar borga menn frá rúmum 300 evrum, á Spáni og í Frakklandi, og eitthvað álíka í Bretlandi (kannski rúmlega), en ég þekki til í þessum löndum, (bræður og synir). Þess ber að geta að inni í þessum tölum er kaskótrygging innifalin. Eiginkona mín er með Kia Ceed (tjónlaus) og er að borga tæp 200 þúsund árlega hér heima!

Við þurfum uppfærða húsnæðisstefnu.

Byrja strax að vinna að stefnu flokksins fyrir þessar kosningar. Taka umræðu um málaflokkana og setja tillögurnar sem fyrst í kosningu svo hægt sé að vinna flott og faglegt plagg með stefnumálunum. Velja málaflokka sem eru í forgangi fyrir þessar kosningar og finna flott slagorð.

“Píratar bjóða upp á breytingar!”

eða bara “Það er kominn tími á Pírata” (eða á Píratabyltinguna)

Stuttar og hnitmiðaðar auglýsingar.

Öll sem vettlingi geta valdið séu dugleg á Tiktok, á Instagram og Threads, deila efni frá Pírötum, tala um hvað við séum að gera, hvað sé gaman.

Safna undirskriftum, það er góð æfing, það er tækifæri til að eiga samtal.

Mér finnst að fólk sem er að bjóða sig fram í prófkjöri í alvöru eigi að skila inn ekki færri en 20-30 undirskriftum. Kannski ekki hægt að setja fram beinlínis kröfu um það (en ættum að skoða það) en mér finnst að það eigi að vera vænting sem við gerum. Og fólk eigi að gera það ÁÐUR en niðurstöður koma í hús.

Muna að vera með eyðublöð fyrir öll kjördæmi, það er svo oft sem fólk er með lögheimili annarsstaðar og þá fer samtalið síður til spillis.

3 Likes

Ég er sammála með undirskriftirnar og ég vil bæta við að kosningafundir séu samtal og að frambjóðendur hlusti á kjósendur og geti rætt stefnumálin á jafnréttisgrundvelli. Píratar eru með lægsta fylgið í NV kjördæmi og til þess að ná því upp þurfa frambjóðendur að vita hvernig stendur á því. Það er ekki hægt öðruvísi en að taka samtalið og geta svarað því hvernig Píratar ætla að sinna málefnunum sem brenna á fólki í sínu kjördæmi.

1 Like

Til upplýsinga þá er stefnu- og málefnanefnd byrjuð að huga að stefnumálunum. Það eru til drög að nýrri húsnæðisstefnu sem er verið að vinna að og verður kynnt á næstu dögum.

4 Likes

Slagorð: “Þetta reddast ekki” eða svipað? Í þeirri meiningu að hlutirnir munu ekki bara reddast í sjálfu sér nema við gerum eitthvað. Bráðvantar aðgerðir í loftslagsmálum, geðheilbrigðismálum, húsnæðismálum og efnahagsmálum og það er ekki nóg að bíða og sjá, það þarf að taka róttækar ákvarðanir og strax. Hljómar smá fatalist fyrst en það vekur athygli.

3 Likes

Snúa merkingunni upp á okkur sjálf?

Píratar munu redda þessu !

Allt í skralli eftir síðustu ríkisstjórnir? -Píratar munu redda þessu !

1 Like