Jæja, nú er komið að því. Allt stefnir í kosningar í lok nóvember. TIl þess að við öll getum haft áhrif er hér þráður fyrir góðar hugmyndir um hvernig sé best að reka kosningabaráttuna.
Ertu með hugmynd að góðri auglýsingu, brilliant fjáröflunarleið, aðferð til að ná til ákveðins hóps kjósenda, tillögur að slagorði fyrir Pírata eða HVAÐ SEM ER Í HEIMINUM sem gæti aukið fylgi Pírata í alþingiskosningum?
Öll á dekk. Kjósa um endurskoðaðar tillögur um prófkjör og alþingiskosningar. Kjósa kjörstjórn. Flýta pírataþingi og samþykkja kosningastefnuskrá. Stefna á framboð í öllum kjördæmum og undirbúa prófkjör samkvæmt tillögum um skyndikosningar.,Við höfum 13 daga
Kæra framkvæmdaráð. Vinsamlega setjið fram tímasett aðgerðaplan fyrir næstu daga og setjið upp samskiptastrúktúr hér á spjallinu þannig við höfum öll aðgang að uplýsingum um hvað er í gangi og getum rætt saman okkar á milli og við stofnanir hreyfingarinnar. Hvað var í gangi í dag?
Hámarka watercooler effect sem fyrst og sem mest. Starf Pírata er takmarkað við þau sem eru í innsta starfinu, vita hvenær fundirnir verða og við hvern á tala og hvaða vinna er í gangi. Svo að sem flestir geti tekið þátt verða þau fyrst að geta mætt eitthvert, spjallað við aðra, áttað sig á hvað er í gangi, og fundið eitthvað að gera. Opnir vinnufundir (remote fyrir landsbyggðina og/eða á Hverfis) daglega, jafnvel te og hugleiðsla, eða kaffi og umræður. Bara hvað sem er sem fólk getur mætt á án þess að vita ekki neitt, og líka við hin sem erum í innsta starfinu til að bounca hugmyndir af öðru fólki og líða eins og við séum hluti af alvöru hreyfingu. Búa til eins marga low effort tengipunkta og hægt er fyrir fólk sem er ekki í innsta starfinu til að geta komið og verið með (helst strax í kvöld). Hafa þetta eins einfalt fyrir sjálfboðaliða að skipuleggja og hægt er.
Setja inn sem allra fyrst sameiginlegt gagnasvæði þar sem hægt er að nálgast allt varðandi gögn fyrir prófkjör o.fl. Það er allt geymt á GitHub jú, en það er ekki hægt að t.d. edita gögnin til að endurnýta.
Ekki finna upp hjólin, við eigum allt til. Nýta það, læra af því og framkvæma. Og eins og Dóra sagði svo listilega í gær. EKKI ferla yfir okkur!!
High-effort, en ótrúlega fallegt, og ekki óraunhæft. Pössum virkilega upp á hvort annað í nóv og pössum upp á að sjálfboðaliðar og frambjóðendurnir hafi nóg að borða og leyfum þeim sem hafa engar aðrar leiðir til að taka þátt að hafa eitthvað að gera og koma með sitt framlag í formi máltíða. Legg til að manna vaktir í nóv og elda handa hvoru öðru! Nóg með pizzur og Mandi. Sýnum að við séum alvöru hreyfing og tökum eina vakt hver að mæta með eitthvað hollt og heimatilbúið niður á kosningaskrifstofu. Það þyrfti einhvern einn til að halda utan um skipulagið, samskiptin og hreinlæti (!), en þetta þarf ekki að vera fullkomið! Hver máltíð gæti létt aðeins á fólkinu okkar (og tengt okkur öll betur saman).
Ég verð á skrifstofunni í dag og líklega á morgun. Alveg velkomið að kíkja. Hverfisgata 39-41, eða sumsé, á milli þeirra (til hægri við Pink Iceland). Við kannski komum á einhverjum formlegum opnunartímum, þarf að ræða það við framkvæmdastjóra.
Áríðandi að taka frá auglýsinga og greinapláss í lókal og hverfa blöðum, sjónvarpsdagskrám og þvílíka. Eins að taka frá pláss á netfréttamiðlum bæði lókal og lands. Spurning með Strætó, skýli og Led skilti .
Mikilvægt að fólk taki sér tíma til að safna meðmælum í eigin persónu fyrir utan Vínbúð eða matarbúð, sértaklega þeir sem stefna að framboði. Það mætti líka athuga með meðmælalistahóp í Smáralind og Kringlunni.
Smá prepp strax fyrir alla sem safna meðmælum, Vera inn í helstu áherslumálum pírata og vera hress og skemmtileg (döh)
Slagorðið gæti verið: Hó,hó, hó fyrir hamingjusama þjóð. (djók)
Láttu vita af því á Facebook! Getur kallað þetta “opinn vinnufund” eða eitthvað. Stofnaðu event. Mjög low effort en sýnir fólki að það sé í boði að mæta eitthvert og vera með.
Finna strax staði á landsbyggðinni til að geta hittst.
Veit ég er búinn að tuða um þetta endurtekið lengi en á meðan það er engin Staðsetning á landsbyggðinni sem Píratar kalla sína eigin þá verða Píratar áfram “höfuðborgarflokkur” í hugum langsbyggðarfólks og það er fráhrindandi hvort svo sem okkur líkar það betur eða verr.
það allra minnsta er að huga að aðgengi fyrir landsbyggðarfólk (t.d. með fjarfundarhaldi) sem hluta af því að skapa viðburði, að það sé ekki eftiráhugsun, sama eins og aðgengi fyrir jaðarsett og fatlað fólk.